Handboltaveisla um helgina!

Handbolti

Handboltinn er farinn að rúlla og eru fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs um helgina. Stelpurnar taka á móti gríðarlega sterku liði Fram á laugardaginn klukkan 14:30 og strákarnir taka svo á móti Deildarmeisturum Hauka kl. 20:00 á sunnudaginn.

Handknattleiksdeild KA er með kynningarkvöld í kvöld (fimmtudag) kl. 20:30 þar sem farið verður yfir veturinn og bæði lið kynnt vel og rækilega. Ársmiðasalan er farin af stað og er hægt að tryggja sér miða í kvöld.

Ársmiðinn kostar 20.000 krónur og veitir 15 aðganga á heimaleiki vetrarins í Olís deildinni. Strákarnir spila 11 heimaleiki í vetur en stelpurnar spila 10 til 11 leiki. Ef keyptur er miði hjá öðru liðinu fæst hinn miðinn á 50% afslætti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is