Fréttir

Sex KA strákar á æfingar hjá U16 landsliðinu

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 12.-14. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) en þjálfarar landsliðsins eru þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson en báðir eru þeir uppaldir KA-menn

Parkour námskeið

Í sumar býður FIMAK upp á sumarnámskeið í parkour fyrir iðkendur á aldrinum 9-12 ára (2008 - 2011). Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00 – 14:30

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.

Stelpurnar hömpuðu bikarnum í Kjarnaskógi

Kvennalið KA í blaki varði Deildarmeistaratitilinn í vetur en stelpurnar unnu 13 af 14 leikjum sínum í deildinni og stóðu uppi sem verðskuldaðir meistarar. Það er þó óhætt að segja að sigurgleðin hafi verið furðuleg en blaktímabilinu var slaufað þegar ein umferð var eftir af deildinni og úrslitakeppnin framundan

6. flokkur kvenna hélt skemmtilegt lokahóf

Stelpurnar í 6. flokki kvenna lokuðu skemmtilegum handboltavetri með lokahófi í Kjarnaskógi á föstudaginn. Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari stóð fyrir flottri dagskrá til að kóróna veturinn enda ýmislegt sem hægt er að bralla í skóginum

Myndaveisla frá sigri KA á Fylki

KA vann góðan 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason gerði eina mark leiksins eftir langt innkast Mikkel Qvist. FyFylkismenn reyndu hvað þeir gátu að slá boltann úr markinu en inn fór boltinn. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á leiknum og býður hér upp á myndaveislu frá hasarnum

KA og Þór/KA með góða sigra í dag

Karlalið KA og kvennalið Þórs/KA léku bæði æfingaleik í dag fyrir baráttuna í sumar. Strákarnir tóku á móti Fylki í uppgjöri tveggja liða í efstu deild og mætti þó nokkur fjöldi áhorfenda á Greifavöllinn og greinilegt að fólk er orðið þyrst í að upplifa íþróttir á nýjan leik

Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár. Berglind er fædd árið 2000 og verður því tvítug í ár

KA mætir Fylki í æfingaleik í dag

Það er heldur betur farið að styttast í hasarinn í Pepsi Max deildinni í sumar og til að koma sér í gírinn tekur KA á móti Fylki á Greifavellinum í dag klukkan 15:00. Þetta er fyrsti æfingaleikur liðsins eftir að Covid-19 barst til landsins og verður gaman að sjá hvernig standið á liðinu er

Golfmót KA 11. júní - skráðu þig strax!

KA stendur fyrir glæsilegu og skemmtilegu golfmóti fimmtudaginn 11. júní á Jaðarsvelli. Léttleikinn verður í fyrirrúmi þannig að allir geta tekið þátt þó vissulega verði hart barist um sigur á mótinu