09.06.2020
Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir hafa verið valdar í U-16 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar höfðu áður verið valdar á úrtaksæfingar og eru nú komnar í aðalhópinn eftir niðurskurð á úrtakshópnum
08.06.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir voru í dag valdar í U-18 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar hafa verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en þetta landslið er gríðarlega öflugt og hefur gert mjög flotta hluti
08.06.2020
Það er mikið verk að gera Greifavöllinn tilbúinn fyrir átök sumarsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða okkur við verkið. Það verða vinnudagar á vellinum í dag, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 18:00 til 20:00
07.06.2020
Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast júdóæfingar. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði en aðeins einn aldursflokkur verður. Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri þrisvar í viku. Æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30. Æfingar verða fríar í sumar en eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað í júdó.
07.06.2020
Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.
04.06.2020
Ingvar Már Gíslason flutti ársskýrslu KA á aðalfundi félagsins sem fór fram á dögunum og við birtum hana hér í heild sinni. Árið 2019 var heldur betur stórt fyrir okkur KA-menn og unnust sætir sigrar á vellinum á sama tíma og deildir félagsins héldu áfram að stækka
04.06.2020
Í dag tilkynnti Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta 22 manna æfingahóp sem hefur undirbúning fyrir forkeppni HM. Landsliðið átti að spila gegn Tyrklandi í mars en þeim leikjum var frestað vegna Covid-19 ástandsins og næsta verkefni er því forkeppni HM
04.06.2020
Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfar til vinnu næsta vetur. Félagið leitar að almennum þjálfurum i tímavinnu ásamt fastráðnum fagþjálfurum í bæði hópfimleika og áhaldafimleika. Vinnutími er að mestu eftir kl. 14 á daginn. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Marakmið félagsins er að efla árangur í fimleikum ásamt því að hvetja til almennrar íþróttaiðkunnar án áherslu á keppni. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.
04.06.2020
Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra i 60% starf. Möguleiki að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða. Vinnutími eftir samkomulagi.
FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur.
Umsóknafrestur rennur út 15. júní 2020.
04.06.2020
Handboltaskóli HSÍ fyrir efnilega handboltakrakka fædd árið 2007 fór fram um síðustu helgi. Alls voru fjórir strákar úr KA valdir og fjórar stelpur úr KA/Þór og fór því ansi mikið fyrir okkar fulltrúum á svæðinu. Handboltaskólinn er undanfari hæfileikamótunar HSÍ og er frábær undirbúningur fyrir yngri landslið Íslands