Fréttir

Arnór Ísak framlengir við KA

Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Handknattleiksdeild KA og verður því áfram í eldlínunni komandi vetur. Arnór sem verður 18 ára á árinu er enn í þriðja flokki og skrifar því undir uppeldissamning við félagið sem getur aðeins gilt í eitt ár

Styrktu KA og horfðu á íslenskar íþróttir!

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar

Aðgerðaráætlun N1 mótsins vegna Covid-19

N1 mót KA hefur verið haldið á hverju ári frá 1987 og verður engin undantekning á því í ár. Mótið mun hefjast miðvikudaginn 1. júlí og ljúka laugardaginn 4. júlí eins og áætlað var en með þeim fyrirvara að ekki komi upp bakslag í aðgerðum almannavarna

Ragnar Snær snýr aftur í KA

Ragnar Snær Njálsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og snýr því aftur heim til Akureyrar. Raggi sem er uppalinn hjá KA er 34 ára gamall og gengur til liðs við félagið frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil

Sigþór Gunnar framlengir um tvö ár

Sigþór Gunnar Jónsson framlengdi í dag samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Sigþór öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu KA undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall

6 frá KA og KA/Þór í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 16. - 17. maí næstkomandi en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur og fá þar smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni

Dómaranámskeið á vegum KDN og KSÍ

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands og KSÍ standa fyrir dómaranámskeiði mánudaginn 11. maí klukkan 19:30. Námskeiðið verður haldið í sal Einingar-iðju að Skipagötu 14 og kennari er Þóroddur Hjaltalín

Aðalfundur KA fimmtudaginn 28 maí

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu

Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir mæta norður!

Handknattleikslið KA og KA/Þórs fengu mikinn styrk í dag þegar Ólafur Gústafsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir skrifuðu undir tveggja ára samning við liðin. Mikill hugur er í báðum liðum fyrir komandi vetur og ljóst að koma þessara tveggja landsliðsmanna mun skipta sköpum í þeirri baráttu

Jóhann Geir til liðs við KA

Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Jóhann sem er 21 árs gengur til liðs við KA frá Þór og leikur í vinstra horni. Fyrr í dag skrifaði hægri hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson undir hjá liðinu og verður KA því vel skipað í hornunum í vetur