15.04.2020
Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið sumarið 2012. Sigurinn var sögulegur en þetta var í fyrsta skiptið sem að Íslandsbikar kvenna fór lengra út á land en Akranes og hann hafði ekki farið af höfuðborgarsvæðinu síðan árið 1987
15.04.2020
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram milli klukkan 17:00 og 18:00
14.04.2020
Dregið var í dag í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu og má sjá vinningsmiðana hér fyrir neðan. Við hefjum afhendingu á vinningunum mánudaginn 20. apríl og er hægt að sækja þá í KA-Heimilið milli klukkan 12:00 og 18:00
14.04.2020
Af gefnu tilefni viljlum benda á eftirfarandi tilkynningu frá UMFÍ varðandi endurgreiðslu á æfingagjöldum vegna Covid-19. Þessi tilkynning er gefin út í nafni UMFÍ og ÍSÍ.
Á meðan við vitum ekki hvert framhaldið verður af samkomubanni og takmörkunum að mannvirkjum er ómögulegt að ákveða framahaldið. Hvort og/eða hvernig verður hægt að bæta upp þær æfingar sem hafa tapast þarf að vinna í samstarfi við forstöðumann mannvirkisins þegar húsið opnar.
10.04.2020
Jónatan Magnússon verður aðalþjálfari handknattleiksliðs KA næsta vetur og honum til aðstoðar verður Sverre Andreas Jakobsson. Í vetur hafa þeir Jónatan og Stefán Árnason stýrt liðinu saman en Stefán stígur nú til hliðar. Jonni verður áfram yfirþjálfari yngriflokka KA meðfram þjálfun meistaraflokks
09.04.2020
Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins
08.04.2020
Kæra KA-fólk! Eins og fram hefur komið hefur HSÍ aflýst öllu frekara mótahaldi á þessu tímabili. Þetta hefur sínar afleiðingar fyrir KA eins og önnur félög. Meðal annars verður ekkert af fyrirhuguðu yngriflokkamóti sem hefur skilað handknattleiksdeildinni drjúgum tekjum auk þess sem ekkert verður af þeim heimaleikjum sem KA og KA/Þór áttu eftir að spila
07.04.2020
Karlalið KA í blaki varð Bikarmeistari í sjöunda skiptið árið 2016 eftir að hafa lagt Þrótt Neskaupstað 3-1 að velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum hafði KA-liðið slegið út sjálfa Íslandsmeistarana í HK og varði þar með Bikarmeistaratitil sinn frá árinu 2015
06.04.2020
Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllu mótahaldi á vegum sambandsins þetta tímabilið. Það verður því engin úrslitakeppni og lokastaðan í deildarkeppnunum verður eins og hún er núna
06.04.2020
Svavar Ingi Sigmundsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þessi ungi og öflugi markvörður verður því áfram í okkar herbúðum í baráttunni í Olís deildinni og er gríðarleg ánægja með þessa niðurstöðu en Svavar verður tvítugur síðar á árinu