Fréttir

Stelpurnar eru klárar fyrir veturinn!

Blakveislan hefst með látum á morgun, laugardag, þegar stelpurnar okkar mæta Aftureldingu í keppni Meistara Meistaranna kl. 16:00 að Varmá. Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn og tókum við púlsinn á þeim Amelíu Ýr og Lovísu Rut fyrir fyrsta leik tímabilsins

Markmannsæfingar handboltans á þriðjudögum

Handknattleiksdeild KA verður með sérstakar markmannsæfingar fyrir metnaðarfulla stráka og stelpur á þriðjudögum í vetur. Svavar Ingi Sigmundsson yfirþjálfari deildarinnar mun sjá um æfingarnar sem verða klukkan 6:20 á þriðjudagsmorgnum

Fyrsti heimaleikur er á fimmtudaginn!

Fyrsti heimaleikur KA í Olísdeildinni þennan handboltavetur er á fimmtudaginn klukkan 19:00 þegar Haukar mæta norður. Það er mikil eftirvænting fyrir tímabilinu hjá strákunum okkar og klárt að þetta verður stórskemmtilegur vetur

Miðasala, VIP miðar og hópferð á bikarúrslitin

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 og eru nokkrir punktar sem við viljum ítreka áður en salan fer í gang

Lydía framlengir við KA/Þór

Lydía Gunnþórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og verður hún því áfram í eldlínunni með okkar öfluga liði í Grill66 deildinni í vetur. Lydía er einn efnilegasti leikmaður landsins og var meðal annars í lykilhlutverki með U18 ára landsliði Íslands á HM sem fór fram í Kína í sumar

Styrktarmót handboltans er á laugardaginn!

Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 7. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Mótið hefur verið gríðarlega vel sótt undanfarin ár og ljóst að þú vilt ekki missa af einu skemmtilegasta golfmóti landsins

Kynningarkvöld á miðvikudaginn - Ársmiðasala hafin

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verða KA og KA/Þór með stórskemmtilegt kynningarkvöld í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 19:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins

Stórafmæli félagsmanna í september

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.

Þór/KA mætir FH á Greifavellinum

Úrslitakeppnin í Bestu deild kvenna hefst á morgun, laugardag, þegar Þór/KA tekur á móti FH. Leikið verður á Greifavellinum en stelpurnar okkar munu spila þá heimaleiki sem eftir eru af tímabilinu á Greifavellinum og er það ákaflega gaman að fá þær upp á KA-svæðið

Höldur-Bílaleiga Akureyrar og Fimleikadeild KA gera með sér samstarfssamning.

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Hölds-Bílaleigu Akureyrar og Fimleikadeilar KA til þriggja ára. Allt frá árinu 2014 hefur Höldur stutt vel við fimleikastarfið í bænum og því afar ánægjulegt að búið sé að undrrita nýjan samstarfssamning. Við erum ákaflega ánægð með þann stuðning sem Höldur veitir fimleikadeildinni og hlökkum til að vinna vel með þeim áfram. Á myndinni eru Einar Pampichler og Alexandra Guðlaugsdóttir frá Fimleikadeild KA og Arna Skúladóttir frá Höldi við undirritun samningsins.