25.04.2020
Dagur Gautason hefur gengið til liðs við Stjörnuna og leikur því í Garðabænum næsta handboltavetur. Dagur sem er tvítugur að aldri er uppalinn hjá KA og er einn efnilegasti handboltamaður landsins en hann er fastamaður í unglingalandsliði Íslands og var valinn efnilegasti leikmaður Olís deildarinnar á síðasta vetri
25.04.2020
Nú þegar sumarhreingerningin er komin á fullt er KA komið með gám á félagssvæði sitt þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
22.04.2020
Knattspyrnudeild KA þakkar ykkur kærlega fyrir veittan stuðning í þessum skemmtilegu Facebook-áheitum sem þið hafið sett af stað á síðastliðnum dögum. Framtak sem þetta hjálpar okkur vissulega á þessum erfiðu tímum sem við nú öll erum að ganga í gegnum
16.04.2020
Nýr hlaðvarpsþáttur hefur hafið göngu sína þar sem Pétur Heiðar Kristjánsson og Siguróli Magni Sigurðsson fá til sín góða gesti og fara yfir hina ýmsu topplista er tengjast knattspyrnuliði KA frá árinu 2000 til dagsins í dag og ber þátturinn nafnið Topp 5
16.04.2020
Handknattleiksdeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja og tekið virkan þátt í þeim mikla uppgangi hjá liðinu undanfarin ár
16.04.2020
Sumarið 2017 var loksins komið að því að KA lék aftur í efstu deild eftir fallið árið 2004. Liðið hafði unnið yfirburðarsigur í 1. deildinni og var alveg ljóst að KA ætlaði sér að festa sig í sessi sem efstudeildarlið eftir of mörg mögur ár. Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni var liðinu spáð góðu gengi og endaði liðið í 7. sæti í spá forráðamanna liðanna í deildinni
15.04.2020
Miklar væntingar voru í garð KA-liðsins fyrir sumarið 2015, liðið var sterkt og yfirlýst stefna félagsins að vinna sér sæti í efstu deild. Að vísu yfirgáfu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Arsenij Buinickij liðið en í þeirra stað komu Elfar Árni Aðalsteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Hilmar Trausti Arnarsson og Juraj Grizelj
15.04.2020
Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið sumarið 2012. Sigurinn var sögulegur en þetta var í fyrsta skiptið sem að Íslandsbikar kvenna fór lengra út á land en Akranes og hann hafði ekki farið af höfuðborgarsvæðinu síðan árið 1987
15.04.2020
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram milli klukkan 17:00 og 18:00
14.04.2020
Dregið var í dag í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu og má sjá vinningsmiðana hér fyrir neðan. Við hefjum afhendingu á vinningunum mánudaginn 20. apríl og er hægt að sækja þá í KA-Heimilið milli klukkan 12:00 og 18:00