06.04.2020
KA og Haukar mættust í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta veturinn 2000-2001. KA hafði orðið Deildarmeistari fyrr um veturinn og hafði því heimaleikjarétt í einvíginu og fór fyrsti leikur liðanna fram í KA-Heimilinu 26. apríl 2001
05.04.2020
KA vann yfirburðarsigur í Inkassodeild karla sumarið 2016 og batt þar með enda á 12 ára veru í næstefstu deild. Þessum tímamótum var eðlilega fagnað ákaft vel og innilega af þeim fjölmörgu KA-mönnum sem fylgdust með liðinu hampa bikarnum eftir sigur á Grindavík sem endanlega tryggði titilinn
05.04.2020
Blaksamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að blása núverandi tímabil af en ákvörðunin var tekin í samráði við félögin í landinu. Áður var búið að krýna sigurvegara í Mizunodeildunum og stóð kvennalið KA þar uppi sem sigurvegari
04.04.2020
Jónatan Magnússon lenti í hörðum árekstri við Þorvarð Tjörva Ólafsson er KA og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2001. Tjörvi skall með andlitið framan á andlit Jonna og féllu þeir báðir við. Það fossblæddi úr Jonna og voru meiðsli hans mjög alvarleg
03.04.2020
KA hampaði sínum fyrsta stóra titli í handboltanum þegar liðið varð Bikarmeistari árið 1995 eftir ótrúlega maraþonviðureign gegn Íslandsmeisturum Vals sem var tvíframlengdur og hefur oft verið nefndur sem besti úrslitaleikurinn í sögu íslensks handbolta
02.04.2020
Þór/KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna sumarið 2017 og var það í annað skiptið sem liðið hampaði þeim stóra. Það má með sanni segja að sigur liðsins hafi komið mörgum á óvart en þegar spáð var í spilin fyrir sumarið virtust flestir reikna með hörkukeppni Vals, Breiðabliks og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn
02.04.2020
KA varð Deildarmeistari í handbolta öðru sinni veturinn 1997-1998 og má með sanni segja að aldrei hafi verið jafn mikil spenna í toppbaráttunni eins og þann vetur. Þegar upp var staðið voru fjögur lið efst í deildinni með 30 stig en KA var með bestu markatöluna og stóð því uppi sem Deildarmeistari
01.04.2020
KA hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í blaki karla árið 1989 en gerði svo gott betur árið 1991 þegar liðið varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Mikil bikarhefð hefur ríkt hjá KA í kjölfarið en karlalið KA hefur alls orðið níu sinnum Bikarmeistari í blaki karla
01.04.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og þar koma fram nöfn þeirra skráðra félagsmanna sem hafa átt stórafmæli undanfarna mánuði. Nöfnum þeirra er raðað eftir því hvenær í mánuðinum þeir eiga afmæli
31.03.2020
Deildarmeistarar KA og Afturelding mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta þann 21. apríl árið 2001. Úr varð einhver mest spennandi leikur í sögu KA-Heimilisins sem varð tvíframlengdur og fór á endanum í bráðabana