18.05.2020
Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar
18.05.2020
Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15
15.05.2020
Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2022. Þetta eru frábærar fréttir enda Ásgeir gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár
15.05.2020
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 25. maí næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu
13.05.2020
Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 14. maí og hefst hann klukkan 19:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og kynna sér stöðuna á kvennastarfinu okkar
13.05.2020
Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2014).
Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.
12.05.2020
Knattspyrnudeild KA og Bautinn/Rub23 skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda til næstu fjögurra ára. Bautinn/Rub23 hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu
09.05.2020
Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Handknattleiksdeild KA og verður því áfram í eldlínunni komandi vetur. Arnór sem verður 18 ára á árinu er enn í þriðja flokki og skrifar því undir uppeldissamning við félagið sem getur aðeins gilt í eitt ár
08.05.2020
Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar
08.05.2020
N1 mót KA hefur verið haldið á hverju ári frá 1987 og verður engin undantekning á því í ár. Mótið mun hefjast miðvikudaginn 1. júlí og ljúka laugardaginn 4. júlí eins og áætlað var en með þeim fyrirvara að ekki komi upp bakslag í aðgerðum almannavarna