Fréttir

Seier'n er vår! - Sigur í fyrsta Evrópuverkefninu

Handknattleikslið KA varð Bikarmeistari árið 1995 og tryggði með því þátttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa tímabilið 1995-1996. Þetta var í fyrsta skiptið sem KA tók þátt í Evrópukeppni í handbolta og var eftirvæntingin eðlilega mikil hjá liðinu sem og stuðningsmönnum KA

Engar æfingar í samkomubanni

KA-Heimilinu og öðrum íþróttamannvirkjum lokað

Öllum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar verður lokað á meðan samkomubann er í gildi að að frátöldum sundlaugum. Fyrr í dag kom tilkynning frá ÍSÍ um að æfingar yngriflokka falli niður á meðan samkomubannið er í gildi en nú er ljóst að KA-Heimilinu verður einfaldlega lokað

Engar æfingar í samkomubanninu

Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega

KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020

KA Íslandsmeistari í knattspyrnu 1989

KA kom öllum á óvart sumarið 1989 þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skiptið. Framganga liðsins er eitt af mestu ævintýrum í íslenskri knattspyrnu og gaf þar tóninn að vígi Reykjavíkurrisanna væri langt frá því að vera óvinnandi

Fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í knattspyrnu

Knattspyrnufélag Akureyrar eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara á stórum velli í knattspyrnu sumarið 1988 þegar 2. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína og hampaði titlinum stóra. Reyndar hafði 6. flokkur karla hampað óopinberum Íslandsmeistaratitli árið 1985 en sigur stúlknanna var sá fyrsti sem er talinn á opinberu móti

KA Íslandsmeistari í handbolta árið 2002

Það er komið að því að rifja upp oddaleik KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir hafði jafnað einvígið í 2-2 og tókst loks hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum sem vannst 21-24 að Hlíðarenda

Síðasti séns að tryggja sér afmælistreyju KA 1989!

Í tilefni af 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu fór KA af stað með sölu á sérstökum afmælistreyjum af varatreyju liðsins árið 1989. Liðið lék einmitt í bláu treyjunum góðu þegar titillinn var tryggður í Keflavík í lokaumferðinni. Á afmælistreyjunni eru áletruð úrslit sem og dagssetning leiksins og á bakinu stendur smátt Lifi Fyrir KA

Herrakvöldi KA frestað um óákveðinn tíma

Herrakvöld KA sem fram átti að fara laugardaginn 28. mars næstkomandi með pompi og prakt á Hótel KEA hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er engan bilbug að finna á okkur og við munum gera okkur glaðan dag þegar þessum óvissutímum lýkur