Fréttir

Sindri valinn á úrtaksæfingar hjá U15

Sindri Sigurðsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Sindri er gríðarlega öflugur strákur sem lék meðal annars sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA nú í desember er liðið mætti KA2 í Kjarnafæðismótinu

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA 2020

Knattspyrnudeild KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 11. mars kl 18:30 í KA-Heimilinu

Adam Örn og Sveinn Margeir í U19

KA á tvo fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 3.-5. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Adam Örn Guðmundsson og Sveinn Margeir Hauksson en báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á undirbúningstímabilinu

Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16

KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 26.-29. mars næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn

Myndaveisla frá glæsisigri KA/Þórs á HK

Það var heldur betur mikið undir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti HK í Olís deild kvenna. Fyrir leikinn munaði fjórum stigum á liðunum og klárt að ef KA/Þór ætlaði sér að eiga enn von um sæti í úrslitakeppninni þyrfti liðið á sigri að halda

Myndaveislur frá leik KA og Fram

KA og Fram áttust við í hörkuleik í KA-Heimilinu á laugardaginn en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Stemningin í KA-Heimilinu var mögnuð og leikurinn sjálfur stál í stál. Að lokum voru það gestirnir sem fóru með 20-21 sigur og náðu þannig þriggja stiga forskoti á KA liðið í deildinni

KA vann góðan útisigur á Fram

KA lék sinn annan leik í Lengjubikarnum er liðið sótti Fram heim í Egilshöllina. KA hafði gert 1-1 jafntefli gegn Fylki í opnunarleik sínum og þurfti því á sigri að halda gegn Fram sem leikur í 1. deildinni á komandi sumri. Aðeins efsta liðið í hverjum riðli í Lengjubikarnum fer áfram í undanúrslitin

KA/Þór í bikarúrslit í 3. flokki!

KA/Þór tók á móti HK í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks kvenna í handbolta í gærkvöldi. Stelpurnar höfðu áður slegið út sterkt lið Fram og voru staðráðnar í að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum sjálfum en HK er einnig gríðarlega vel mannað og úr varð svakalegur leikur sem lauk með sigurmarki á lokasekúndunni

Frítt á tvíhöfða dagsins í KA-Heimilinu

Það eru tveir stórleikir í handboltanum í dag þegar bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleiki. Konurnar hefja daginn klukkan 14:30 þegar þær fá HK í heimsókn en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa stelpurnar okkar á sigri að halda

KA sækir Fram heim í Lengjubikarnum

Baráttan í Lengjubikarnum heldur áfram í dag þegar KA sækir Fram heim í Egilshöllina klukkan 15:15. Leikurinn er liður í annarri umferð Lengjubikarsins en KA gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki um síðustu helgi. Framarar töpuðu hinsvegar fyrir Keflvíkingum í sínum leik