29.03.2020
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur staðið fyrir sölu happdrættismiða í fjáröflunarskyni fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Vegna stöðunnar sem nú er í gildi höfum við þurft að fresta drættinum í happdrættinu til miðvikudagsins 8. apríl næstkomandi
28.03.2020
KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 og fékk fyrir vikið þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 1997-1998. Þar voru mótherjar KA liðsins Litháensku meistararnir í liði Granitas Kaunas og var leikið heima og heiman
27.03.2020
KA varð Íslandsmeistari í blaki karla í fyrsta skiptið árið 1989 og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í meistaraflokki í liðsíþrótt. Knattspyrnulið KA fylgdi svo eftir um sumarið með sínum fræga titli en KA hefur í dag orðið sex sinnum Íslandsmeistari í blaki karla
26.03.2020
Í KA Meistaranum keppast deildir innan KA við í skemmtilegri spurningakeppni um titilinn að verða KA Meistarinn. Spyrill er Siguróli Magni Sigurðsson og stigavörður er Egill Ármann Kristinsson. Þættirnir voru teknir upp fyrir jólin 2018 en fyrst nú hefur gefist almennilegur tími til að vinna þættina og birtum við þá hér næstu daga
26.03.2020
Árið 2002 var ansi gjöfult fyrir handknattleiksdeild KA en ekki nóg með að meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari öðru sinni þá unnust alls sex Íslandsmeistaratitlar í keppni yngri flokka. Þar á meðal var sigur unglingaflokks kvenna sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í kvennaflokki í handboltanum
25.03.2020
KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 en fram að því hafði liðið tvívegis orðið Bikarmeistari og einu sinni Deildarmeistari. KA hafði tapað í lokaúrslitum Íslandsmótsins undanfarin tvö ár og því var eðlilega fagnað af mikilli innlifun þegar liðið landaði þeim stóra eftir frábæra úrslitakeppni
25.03.2020
Strákarnir í A-liði KA bundu enda á 28 ára bið félagsins eftir sigri á N1 mótinu síðasta sumar þegar þeir unnu sannfærandi sigur á mótinu. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur á mótinu og unnu alla 10 leiki sína
24.03.2020
Árið 1991 endurtók KA leikinn frá árinu 1988 og vann sigur á N1 mótinu sem þá hét Esso-mótið. Að vísu gerðu KA strákarnir enn betur því bæði vannst sigur í keppni A-liða og D-liða og var þetta því annar sigur KA á mótinu sem fyrst fór fram sumarið 1987. Þjálfari strákanna var Jóhannes Gunnar Bjarnason
23.03.2020
KA varð Bikarmeistari karla í handknattleik annað árið í röð þegar liðið hampaði titlinum árið 1996. KA lék því aftur í Evrópukeppni Bikarhafa og var reynslunni ríkari eftir flottan árangur árið áður þar sem liðið komst í 16-liða úrslit keppninnar og sló meðal annars út Viking Stavanger frá Noregi sem við rifjuðum upp í gær
23.03.2020
N1 mót KA í knattspyrnu er í dag stærsta yngriflokka mót landsins en þar leika strákar í 5. flokki listir sínar. Mótið var fyrst haldið sumarið 1987 og bar þá nafnið Esso-mótið og hefur því sami styrktaraðili verið bakvið mótið með okkur KA mönnum frá upphafi sem er ómetanlegt og hlökkum við til að halda áfram þeirri samvinnu