Fréttir

KA Íslandsmeistari í handbolta árið 2002

Það er komið að því að rifja upp oddaleik KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir hafði jafnað einvígið í 2-2 og tókst loks hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum sem vannst 21-24 að Hlíðarenda

Síðasti séns að tryggja sér afmælistreyju KA 1989!

Í tilefni af 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu fór KA af stað með sölu á sérstökum afmælistreyjum af varatreyju liðsins árið 1989. Liðið lék einmitt í bláu treyjunum góðu þegar titillinn var tryggður í Keflavík í lokaumferðinni. Á afmælistreyjunni eru áletruð úrslit sem og dagssetning leiksins og á bakinu stendur smátt Lifi Fyrir KA

Herrakvöldi KA frestað um óákveðinn tíma

Herrakvöld KA sem fram átti að fara laugardaginn 28. mars næstkomandi með pompi og prakt á Hótel KEA hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er engan bilbug að finna á okkur og við munum gera okkur glaðan dag þegar þessum óvissutímum lýkur

Þegar KA tryggði sér úrslitaleik um titilinn 2002

Úrslitaeinvígi KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002 var ógleymanlegt. KA liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum og var því komið í ansi erfiða stöðu enda þurfti Valur aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn

Þegar KA lagði CSKA Sofia

KA lék í fyrsta skiptið í Evrópukeppni í knattspyrnu sumarið 1990 þegar liðið tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum sumarið 1989. KA liðið fékk ansi erfitt verkefni en andstæðingar liðsins voru hinir margföldu búlgörsku meistarar CSKA Sofia

Allar æfingar falla niður í vikunni

Engar æfingar næstu vikuna hjá yngri flokkum

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið í samráði við Akureyrarbæ út frá tilkynningu frá ÍSÍ að KA-Heimilið og íþróttahús Naustaskóla verði lokað næstu vikuna. Því falla niður æfingar hjá yngri flokkum sem og allir útleigutímar á meðan. Staðan verður endurmetin í samráði við yfirvöld á ný mánudaginn 23. mars.

Myndband frá bikarsigri 4. flokks yngri

KA varð Bikarmeistari á yngra ári í 4. flokki karla í handbolta árið 2020. Strákarnir léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni þann 8. mars. Strákarnir voru vel stemmdir, tóku forystuna strax frá upphafi og unnu að lokum 14-24 stórsigur

Sumarið eftirminnilega árið 2001

Sumarið 2001 verður lengi í minnum haft hjá þeim sem koma að Knattspyrnufélagi Akureyrar. Eftir fall úr efstu deild sumarið 1992 hafði KA verið fast í næst efstu deild og það með misjöfnum árangri. Litlu munaði sumarið áður en núna var hinsvegar komið að því, liðið ætlaði sér upp og sýna og sanna að félagið ætti heima í efstu deild

Endurkoma KA gegn Haukum 2002

Við höldum áfram að rifja upp skemmtileg augnablik úr sögu KA og nú rifjum við upp eina mögnuðustu endurkomu í handboltasögu KA. Hún kom í fyrri undanúrslitaleik KA og Hauka árið 2002 en Haukar sem voru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar leiddu 16-8 í hálfleik. Útlitið var því ansi svart en KA liðið gafst svo sannarlega ekki upp