Fréttir

Endurgreiðsla á æfingagjöldum vegna Covid-19.

Af gefnu tilefni viljlum benda á eftirfarandi tilkynningu frá UMFÍ varðandi endurgreiðslu á æfingagjöldum vegna Covid-19. Þessi tilkynning er gefin út í nafni UMFÍ og ÍSÍ. Á meðan við vitum ekki hvert framhaldið verður af samkomubanni og takmörkunum að mannvirkjum er ómögulegt að ákveða framahaldið. Hvort og/eða hvernig verður hægt að bæta upp þær æfingar sem hafa tapast þarf að vinna í samstarfi við forstöðumann mannvirkisins þegar húsið opnar.

Breytingar á þjálfarateymi KA í handbolta

Jónatan Magnússon verður aðalþjálfari handknattleiksliðs KA næsta vetur og honum til aðstoðar verður Sverre Andreas Jakobsson. Í vetur hafa þeir Jónatan og Stefán Árnason stýrt liðinu saman en Stefán stígur nú til hliðar. Jonni verður áfram yfirþjálfari yngriflokka KA meðfram þjálfun meistaraflokks

Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins

Tvíhöfði í KA-Heimilinu - fyllum húsið!

Kæra KA-fólk! Eins og fram hefur komið hefur HSÍ aflýst öllu frekara mótahaldi á þessu tímabili. Þetta hefur sínar afleiðingar fyrir KA eins og önnur félög. Meðal annars verður ekkert af fyrirhuguðu yngriflokkamóti sem hefur skilað handknattleiksdeildinni drjúgum tekjum auk þess sem ekkert verður af þeim heimaleikjum sem KA og KA/Þór áttu eftir að spila

Sjöundi bikartitillinn kom árið 2016

Karlalið KA í blaki varð Bikarmeistari í sjöunda skiptið árið 2016 eftir að hafa lagt Þrótt Neskaupstað 3-1 að velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum hafði KA-liðið slegið út sjálfa Íslandsmeistarana í HK og varði þar með Bikarmeistaratitil sinn frá árinu 2015

Tímabilið blásið af í handboltanum

Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllu mótahaldi á vegum sambandsins þetta tímabilið. Það verður því engin úrslitakeppni og lokastaðan í deildarkeppnunum verður eins og hún er núna

Svavar Ingi framlengir um tvö ár

Svavar Ingi Sigmundsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þessi ungi og öflugi markvörður verður því áfram í okkar herbúðum í baráttunni í Olís deildinni og er gríðarleg ánægja með þessa niðurstöðu en Svavar verður tvítugur síðar á árinu

Myndaveislur frá einvígi KA og Hauka 2001

KA og Haukar mættust í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta veturinn 2000-2001. KA hafði orðið Deildarmeistari fyrr um veturinn og hafði því heimaleikjarétt í einvíginu og fór fyrsti leikur liðanna fram í KA-Heimilinu 26. apríl 2001

Sigurfögnuður KA sumarið 2016

KA vann yfirburðarsigur í Inkassodeild karla sumarið 2016 og batt þar með enda á 12 ára veru í næstefstu deild. Þessum tímamótum var eðlilega fagnað ákaft vel og innilega af þeim fjölmörgu KA-mönnum sem fylgdust með liðinu hampa bikarnum eftir sigur á Grindavík sem endanlega tryggði titilinn

Blaktímabilið blásið af - engir meistarar krýndir

Blaksamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að blása núverandi tímabil af en ákvörðunin var tekin í samráði við félögin í landinu. Áður var búið að krýna sigurvegara í Mizunodeildunum og stóð kvennalið KA þar uppi sem sigurvegari