Fréttir

Tönnin í nefinu á Jonna í 10 mánuði

Jónatan Magnússon lenti í hörðum árekstri við Þorvarð Tjörva Ólafsson er KA og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2001. Tjörvi skall með andlitið framan á andlit Jonna og féllu þeir báðir við. Það fossblæddi úr Jonna og voru meiðsli hans mjög alvarleg

Ógleymanlegi fyrsti bikarsigur KA liðsins

KA hampaði sínum fyrsta stóra titli í handboltanum þegar liðið varð Bikarmeistari árið 1995 eftir ótrúlega maraþonviðureign gegn Íslandsmeisturum Vals sem var tvíframlengdur og hefur oft verið nefndur sem besti úrslitaleikurinn í sögu íslensks handbolta

Þór/KA Íslandsmeistari sumarið 2017

Þór/KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna sumarið 2017 og var það í annað skiptið sem liðið hampaði þeim stóra. Það má með sanni segja að sigur liðsins hafi komið mörgum á óvart en þegar spáð var í spilin fyrir sumarið virtust flestir reikna með hörkukeppni Vals, Breiðabliks og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn

KA Deildarmeistari eftir ótrúlega lokaumferð

KA varð Deildarmeistari í handbolta öðru sinni veturinn 1997-1998 og má með sanni segja að aldrei hafi verið jafn mikil spenna í toppbaráttunni eins og þann vetur. Þegar upp var staðið voru fjögur lið efst í deildinni með 30 stig en KA var með bestu markatöluna og stóð því uppi sem Deildarmeistari

KA Íslands- og Bikarmeistari í blaki 1991

KA hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í blaki karla árið 1989 en gerði svo gott betur árið 1991 þegar liðið varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Mikil bikarhefð hefur ríkt hjá KA í kjölfarið en karlalið KA hefur alls orðið níu sinnum Bikarmeistari í blaki karla

Stórafmæli í apríl

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og þar koma fram nöfn þeirra skráðra félagsmanna sem hafa átt stórafmæli undanfarna mánuði. Nöfnum þeirra er raðað eftir því hvenær í mánuðinum þeir eiga afmæli

Háspennuleikur KA og Aftureldingar árið 2001

Deildarmeistarar KA og Afturelding mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta þann 21. apríl árið 2001. Úr varð einhver mest spennandi leikur í sögu KA-Heimilisins sem varð tvíframlengdur og fór á endanum í bráðabana

Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt

Starf íþróttafélaga er að miklu leiti háð starfi sjálfboðaliða og erum við í KA gríðarlega þakklát þeim fjölmörgu félagsmönnum sem koma að því að láta okkar mikla starf í öllum deildum ganga upp

Æfðu eins og KA-maður!

Knattspyrnufélag Akureyrar hélt nýverið uppá 92 ára afmælið sitt og hafa margir slagir verið teknir síðan okkar ágæta félag var stofnað. En þessi leikur sem er í gangi núna er án alls efa sá stærsti sem KA hefur tekið þátt í og sá allra mikilvægasti

Glæsisumar batt enda á 12 ára bið KA

KA féll úr efstu deild í knattspyrnu sumarið 2004 við tók löng barátta þar sem félagið barðist fyrir því að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Tarkmarkinu var loksins náð sumarið 2016 eftir tólf ára langa bið í næstefstu deild