14.03.2020
Á meðan samkomubannið er í gildi munum við rifja upp nokkur góð augnablik úr sögu KA. Þið þurfið því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki alvöru KA skammt á næstunni! Við hefjum leik á því að rifja upp bikarúrslitaleiki karla og kvenna í blaki frá því í fyrra
13.03.2020
Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar tekið þá ákvörðun að fresta öllum æfingum um helgina og mun endurmeta stöðuna á mánudaginn 16. mars
13.03.2020
KA lauk þátt í Lengjubikarnum í gærkvöldi er liðið mætti Magna frá Grenivík. KA liðið hafði átt tvo slaka leiki í röð og átti því ekki lengur möguleika á að fara uppúr riðlinum
12.03.2020
Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. Nú er hafin forpöntun á heimasíðu Errea með varatreyju yngriflokka KA í knattspyrnu
12.03.2020
KA mætir Magna í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum klukkan 20:00 í Boganum í kvöld. KA liðið er staðráðið í að svara fyrir síðustu tvo leiki sína sem hafa báðir tapast og ljóst að strákarnir vilja klára mótið með stæl
12.03.2020
Það er loksins komið að næsta leik í Olís deild karla hjá KA liðinu þegar strákarnir sækja FH heim í Kaplakrikann klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar
11.03.2020
KA er nú með veigamikla þjónustukönnun í gangi þar sem leitast er eftir svörum frá foreldrum iðkenda félagsins. Markmiðið er að við áttum okkur á styrkleikum starfs okkar sem og vanköntum svo við getum bætt í og gert starf okkar enn betra
11.03.2020
Júdómót JSÍ sem fyrirhugað var í KA heimilinu laugardaginn 14. mars hefur verð frestað vegna covid-19.
11.03.2020
KA/Þór lék í fyrsta skiptið í úrslitum bikarkeppni HSÍ er liðið mætti Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda er Fram með besta lið landsins. Það varð einmitt raunin því þrátt fyrir fína frammistöðu þurftu stelpurnar okkar að sætta sig við silfur