Fréttir

Undanúrslit Bikars hjá 3. kvenna í dag

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs taka í dag á móti HK í undanúrslitum Bikarkeppni HSÍ en leikurinn fer fram klukkan 19:00 í KA-Heimilinu og ljóst að liðið sem vinnur er komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni

Stefnumót 3.fl. karla hefst í dag

KA og Stefna hafa undanfarin ár staðið fyrir Stefnumótum fyrir yngri flokka í fótbolta. Mótin hafa heldur betur slegið í gegn og lið hvaðanæva af landinu tekið þátt. Um helgina fer fram mót hjá 3. flokki karla en leikið er í Boganum sem og á KA-vellinum

HK sló KA úr leik í Kjörísbikarnum

Það var vægast sagt stórleikur í Fagralundi í Kópavogi í kvöld er HK tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki. Þarna áttust við liðin sem hafa barist um alla titla undanfarin ár og ljóst að það lið sem myndi tapa myndi detta úr leik og þar með missa af bikarúrslitahelginni

Herrakvöld KA verður 28. mars

Herrakvöld KA verður haldið með pompi og prakt laugardaginn 28. mars næstkomandi. Að venju verður skemmtileg dagskrá en fram koma meðal annars Rögnvaldur gáfaði, Sumarliði úr Hvanndalsbræðrum og Gauti Einars

Frítt á handboltaveislu laugardagsins

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu á laugardaginn er KA og KA/Þór leika heimaleiki í Olís deildinni. KA/Þór byrjar daginn kl. 14:30 með risaleik gegn HK en liðin eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni

Stórslagur HK og KA í bikarnum í dag

Það er heldur betur stórleikur framundan í kvöld í blakinu er KA sækir HK heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla. Þarna mætast liðin sem hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ljóst að liðið sem tapar leiknum í kvöld fellur úr leik og missir því af stærstu helgi hvers blaktímabils

Óli Stefán kynnir komandi fótboltasumar

Þá er komið að síðustu föstudagsframsögunni í bili en Óli Stefán Flóventsson þjálfari knattspyrnuliðs KA mun þá fræða okkur um komandi fótboltasumar auk þess sem hann mun kynna nýjustu liðsmenn KA liðsins sem undirbýr sig fyrir fjórða árið í röð í efstu deild

Jibril Abubakar á láni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Jibril Abubakar að láni frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Mydtjylland og mun hann leika með KA út ágúst mánuð. Jibril er tvítugur sóknarmaður og er 193 cm á hæð. Hann hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu með frammistöðu sinni með U19 ára liði Mydtjylland í Evrópukeppni síðasta tímabil

Anna Rakel í A-landsliðið og Karen María í U19

Anna Rakel Pétursdóttir var valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í Pinatar Cup í byrjun mars en Ísland mætir þar Norður Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Anna Rakel sem leikur í dag með IK Uppsala í Svíþjóð hefur leikið 6 landsleiki fyrir Ísland

Tómas Veigar lánaður í Magna

Tómas Veigar Eiríksson skrifaði í gær undir lánssamning hjá Magna og mun hann því leika á Grenivík á komandi sumri. Tómas verður 22 ára síðar í mánuðinum og er afar spennandi miðjumaður en hann framlengdi samningi sínum við KA út árið 2021 fyrir skömmu