Fréttir

Þriðji sigur KA á N1 mótinu kom 2019

Strákarnir í A-liði KA bundu enda á 28 ára bið félagsins eftir sigri á N1 mótinu síðasta sumar þegar þeir unnu sannfærandi sigur á mótinu. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur á mótinu og unnu alla 10 leiki sína

KA endurtók leikinn á N1 mótinu 1991

Árið 1991 endurtók KA leikinn frá árinu 1988 og vann sigur á N1 mótinu sem þá hét Esso-mótið. Að vísu gerðu KA strákarnir enn betur því bæði vannst sigur í keppni A-liða og D-liða og var þetta því annar sigur KA á mótinu sem fyrst fór fram sumarið 1987. Þjálfari strákanna var Jóhannes Gunnar Bjarnason

Þegar KA lagði Ungverska risann

KA varð Bikarmeistari karla í handknattleik annað árið í röð þegar liðið hampaði titlinum árið 1996. KA lék því aftur í Evrópukeppni Bikarhafa og var reynslunni ríkari eftir flottan árangur árið áður þar sem liðið komst í 16-liða úrslit keppninnar og sló meðal annars út Viking Stavanger frá Noregi sem við rifjuðum upp í gær

Þegar KA vann N1 mótið í fyrsta skiptið

N1 mót KA í knattspyrnu er í dag stærsta yngriflokka mót landsins en þar leika strákar í 5. flokki listir sínar. Mótið var fyrst haldið sumarið 1987 og bar þá nafnið Esso-mótið og hefur því sami styrktaraðili verið bakvið mótið með okkur KA mönnum frá upphafi sem er ómetanlegt og hlökkum við til að halda áfram þeirri samvinnu

Seier'n er vår! - Sigur í fyrsta Evrópuverkefninu

Handknattleikslið KA varð Bikarmeistari árið 1995 og tryggði með því þátttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa tímabilið 1995-1996. Þetta var í fyrsta skiptið sem KA tók þátt í Evrópukeppni í handbolta og var eftirvæntingin eðlilega mikil hjá liðinu sem og stuðningsmönnum KA

Engar æfingar í samkomubanni

KA-Heimilinu og öðrum íþróttamannvirkjum lokað

Öllum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar verður lokað á meðan samkomubann er í gildi að að frátöldum sundlaugum. Fyrr í dag kom tilkynning frá ÍSÍ um að æfingar yngriflokka falli niður á meðan samkomubannið er í gildi en nú er ljóst að KA-Heimilinu verður einfaldlega lokað

Engar æfingar í samkomubanninu

Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega

KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020

KA Íslandsmeistari í knattspyrnu 1989

KA kom öllum á óvart sumarið 1989 þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skiptið. Framganga liðsins er eitt af mestu ævintýrum í íslenskri knattspyrnu og gaf þar tóninn að vígi Reykjavíkurrisanna væri langt frá því að vera óvinnandi