Fréttir

HK jafnaði KA/Þór með sigri í Kórnum

KA/Þór sótti HK heim í 10. umferð Olís deildar kvenna í dag en þarna mættust liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að stigin tvö yrðu gríðarlega þýðingarmikil. Í fyrri leik liðanna í vetur vann KA/Þór 26-25 sigur í æsispennandi leik

Fjögurra stiga leikur í Kórnum hjá KA/Þór

KA/Þór sækir HK heim í Olís deild kvenna í dag klukkan 16:00 í ansi mikilvægum leik. Fyrir leikinn eru stelpurnar í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en HK er sæti neðar með 8 stig. Það má því með sanni segja að um fjögurra stiga leik sé að ræða og geta stelpurnar með sigri komið sér fjórum stigum frá HK

Sigur og tap í Fagralundi í gær

Það var heldur betur blakveisla í Fagralundi í Kópavoginum í gær er karla- og kvennalið KA sóttu HK heim. Þarna mættust bestu blaklið landsins og eðlilega mikil eftirvænting fyrir leikjunum. Konurnar riðu á vaðið og var KA liðið enn ósigrað á toppi deildarinnar fyrir leikinn

Myndir frá svekkjandi tapi KA gegn ÍBV

KA tók á móti ÍBV í Olís deild karla í gær í fjögurra stiga leik. Fyrir leikinn voru gestirnir með 11 stig en KA liðið var tveimur stigum fyrir aftan og gat því með sigri jafnað ÍBV í deildinni. Eftir frábæran sigur á FH í síðasta heimaleik var mikil eftirvænting fyrir leiknum og mætingin á leikinn góð að venju hjá stuðningsmönnum KA

Fjögurra stiga heimaleikur gegn ÍBV í dag

Það er komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti ÍBV klukkan 16:00 í Olís deild karla. Það var hrikalega gaman á síðasta heimaleik þegar strákarnir lögðu FH og við þurfum aftur á ykkar magnaða stuðning að halda í dag kæru KA-menn

Risaleikir í Fagralundi í dag í blakinu

Það eru tveir stórleikir í Fagralundi í dag þegar HK og KA mætast í Mizunodeildum karla og kvenna í blaki. Þarna mætast tvö bestu lið landsins undanfarin ár og ljóst að það verður ansi verðugt verkefni fyrir bæði karla- og kvennalið KA að sækja öll stigin í dag

Afmælistreyja Íslandsmeistaratitils KA 1989

Í tilefni 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu er nú komin í sölu glæsileg afmælisútgáfa af varatreyju KA liðsins árið 1989. Á treyjunni er áletruð úrslit KA í lokaumferðinni sem og dagssetning leiksins

Hörkubikarslagur í Mosó í kvöld

KA hefur leik í Coca-Cola bikar karla í kvöld er liðið sækir Aftureldingu heim klukkan 19:00. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og ljóst að það verður ansi krefjandi fyrir strákana að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar

KA tekur á móti Aftureldingu í kvöld

KA tekur á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í dag klukkan 20:15. Strákarnir unnu frábæran sigur á toppliði HK í síðustu umferð en þurfa nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda í kvöld til að halda sér í baráttunni á toppnum

Jólabingó yngriflokka KA á sunnudaginn

Yngri flokkar KA í knattspyrnu verða með stórskemmtilegt jólabingó í Naustaskóla sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 14:00. Þessi fjáröflun hefur slegið í gegn undanfarin ár og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð