Fréttir

7 fulltrúar KA í yngri landsliðshópum

Um helgina voru tilkynntir æfingahópar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. KA og KA/Þór eiga fulltrúa í öllum landsliðshópunum en samtals voru 7 fulltrúar úr okkar röðum valdir í landsliðsverkefnin

KA vann leikinn mikilvæga (myndaveislur)

KA tók á móti Fjölni í gær í síðustu umferð Olís deildar karla fyrir jólafrí. Þarna var um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða en með sigri gat KA haldið sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma komið sér sex stigum frá fallsæti

Annar frábær sigur KA á Aftureldingu

KA gerði sér lítið fyrir og vann Aftureldingu öðru sinni um helgina er liðin mættust í gær. KA vann fyrri leik liðanna á laugardaginn og var það fyrsta tap Mosfellinga í vetur en með sigrinum í gær tók KA liðið afgerandi forystu á toppi deildarinnar og er ósigrað eftir fyrstu 9 leiki vetrarins

Anna Rakel til liðs við IK Uppsala

Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við sænska liðið IK Uppsala og mun því leika með því á komandi tímabili. Anna Rakel gengur til liðs við Uppsala frá Linköpings en hún lék 18 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð þar sem Linköping endaði í 5. sæti

Allt undir í lokaleiknum fyrir jól í dag

KA tekur á móti Fjölni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta fyrir jólafrí í dag klukkan 17:00. Það má með sanni segja að leikurinn sé skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn er KA liðið með 9 stig í 8.-9. sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti með 5 stig

Grautardagur KA heppnaðist ákaflega vel

Grautardagur KA fór fram í gær og heppnaðist hann ákaflega vel. Félagsmönnum var boðið upp á grjónagraut og slátur og var ansi gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að gæða sér á góðum mat og njóta góðs félagsskaps

KA áfram ósigrað eftir uppgjör toppliðanna

Það var heldur betur stórleikur í Mizunodeild kvenna í dag þegar KA sótti Aftureldingu heim. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í vetur og ljóst að liðin myndu berjast grimmt um stigin þrjú sem í boði voru. Karlalið KA sótti svo Álftnesinga heim þar sem liðin í 3. og 5. sæti deildarinnar mættust

Jólamót og viðurkenningar

Jólamót júdódeildar fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Fullt af flottum glímum og krakkarnir stóðu sig öll með sóma. Áður en verðlaunaafhendingin fór fram var kynnt kjör á júdómanni og júdókonu ársins og veitt viðurkenning fyrir mestu framfarirnar. Viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu hlaut Hannes Sigmundsson. Júdókona ársins er Berenika Bernat. Júdómaður ársins er Alexander Heiðarsson. Berenika og Alexander verða í kjörinu til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2019.

Stórsigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins

KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í dag er liðið mætti Völsung í Boganum. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Bjarni Aðalsteinsson sem kom KA liðinu á bragðið í upphafi síðari hálfleiks með tveimur glæsimörkum úr aukaspyrnum með aðeins mínútu millibili

Mikilvægir útileikir í blakinu í dag

Það er ansi stór dagur í blakinu í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA leika á útivelli. Konurnar ríða á vaðið í einum stærsta leik tímabilsins þegar KA sækir Aftureldingu heim klukkan 14:00. Bæði lið hafa unnið alla leiki sína í vetur og ljóst að það verður hart barist um stigin í þeim leik. Liðin mætast svo aftur á morgun