Fréttir

KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu í dag

KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í dag þegar liðið mætir Völsung í Boganum klukkan 15:15. Það verður spennandi að sjá stöðuna á liðinu svona snemma á undirbúningstímabilinu og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn

Gabriela Guillén til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið Gabrielu Guillén Alvarez, eða Gaby Guillén eins og hún er kölluð. Hún mun koma til liðsins um miðjan febrúar

Vinningshafar í happdrætti handknattleiksdeildar

Dregið var í happdrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór á Sýslumanni á Akureyri í dag. Hér má sjá vinningsnúmerin. Vinninganna má vitja í KA-heimilinu á morgun, föstudag eftir kl. 13:00 og svo aftur á mánudaginn og alla næstu viku

Arnór Ísak í U18 sem fer á Sparkassen Cup

Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson

Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des

KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn verður í Boganum, er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn

Allar æfingar falla niður í dag

Allar æfingar hjá KA falla niður í dag hjá öllum deildum félagsins. Þetta er gert bæði vegna veðurs sem og vegna rafmagnsleysis. Öll íþróttamannvirki Akureyrarbæjar eru því lokuð og lítið annað í stöðunni en að vonast til að ástandið batni sem allra fyrst.

Æfingar handknattleiksdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í handbolta falla niður í dag vegna veðurs. Þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að koma skilaboðunum áleiðis

Æfingar falla niður í dag, þriðjudaginn 10.12.2019.

Æfingar blakdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í blaki falla niður í dag vegna veðurs. Þetta eru æfingar hjá 2., 3. og 4. flokki en þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli

Fótboltaæfingar falla niður hjá yngstu krökkunum í dag!

Fótboltaæfingar hjá 8. flokk, 7. flokk og 6. flokk falla niður í dag v/ veðurs!