13.01.2020
Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 92 ára afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess sem hann talaði opinskátt um óánægju félagsins með bæjaryfirvöld er varðar uppbyggingu íþróttasvæðis KA
12.01.2020
92 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
11.01.2020
KA mætti Magna í gærkveldi í þriðju umferð Kjarnafæðismótsins en fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga en Grenvíkingar unnið einn leik og tapað einum. Einar Ari Ármannsson sem verður 17 ára á árinu lék í marki KA en Aron Dagur Birnuson var frá vegna meiðsla og Kristijan Jajalo er ekki kominn heim úr sínu jólafríi
10.01.2020
Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk
10.01.2020
Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson
10.01.2020
Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið
10.01.2020
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í kvöld þegar KA mætir Magna klukkan 19:00 í Boganum. Leikurinn er liður í þriðju umferð mótsins og er KA liðið með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra á Völsung og KA2
08.01.2020
Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon
08.01.2020
Í dag 8. janúar fagnar Knattspyrnufélag Akureyrar 92 ára afmæli sínu og verður haldið upp á tímamótin með kaffiboði í KA-Heimilinu á sunnudaginn klukkan 14:00. Þar munum við krýna íþróttamann KA fyrir árið 2019 auk þess sem Böggubikarinn verður afhentur