10.12.2019
Æfingar yngriflokka KA í blaki falla niður í dag vegna veðurs. Þetta eru æfingar hjá 2., 3. og 4. flokki en þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli
10.12.2019
Fótboltaæfingar hjá 8. flokk, 7. flokk og 6. flokk falla niður í dag v/ veðurs!
10.12.2019
Júdó æfingum er aflýst í dag og á morgun miðvikudag vegna veðurs. Allir júdómenn og foreldrar eiga hins vegar að fara út í garð og gera stóran snjókarl!
09.12.2019
Hinn árlegi grautardagur KA verður haldinn með pompi og prakt á laugardaginn klukkan 11:30 til 13:00. Eins og venjulega verður grjónagrautur og slátur á boðstólum og hvetjum við alla KA-menn til að líta við í KA-Heimilið og njóta samverunnar en grautardagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár
09.12.2019
KA/Þór tók á móti Haukum í síðustu umferð Olís deildar kvenna fyrir jólafrí. Það má með sanni segja að þetta hafi verið fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn voru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar með 10 stig en Haukar voru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikið undir fyrir bæði lið
08.12.2019
KA sótti topplið Hauka heim í 13. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn voru Haukar enn taplausir og ljóst að KA biði ansi erfitt verkefni. Fyrri leikur liðanna í vetur var þó hörkuspennandi og klárt mál að strákarnir gætu með góðum leik tekið öll stigin
07.12.2019
Það er ansi krefjandi verkefni framundan hjá KA í Olís deild karla í dag þegar strákarnir sækja topplið Hauka heim að Ásvöllum. Leikurinn er liður í 13. umferð deildarinnar en fyrir leikinn eru Haukar enn taplausir á toppnum en KA er á sama tíma í 8. sætinu
06.12.2019
Í dag var tilkynntur æfingahópur A-landsliðs kvenna í blaki sem undirbýr sig fyrir Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi taka þátt Lúxemborg, England og Skotland. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 27.-30. desember
06.12.2019
KA/Þór tekur á móti Haukum í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta fyrir jól á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Fyrir leikinn eru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt HK með 10 stig en Haukar eru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið