03.01.2020
Þorri Mar Þórisson framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þorri sem er tvítugur að aldri er öflugur leikmaður og er frábært að halda honum innan okkar raða
03.01.2020
Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fjórða árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið
02.01.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
30.12.2019
Í kvöld var birtur lokahópur blaklandsliðs Íslands sem mun leika á Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir
30.12.2019
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U16 og U17 ára landsliða Íslands í knattspyrnu. Björgvin Máni Bjarnason var valinn í U16 og Einar Ari Ármannsson var valinn í U17. Báðir voru þeir á úrtaksæfingum í desember og hafa nú verið valdir í sjálfan æfingahópinn
29.12.2019
Arnór Ísak Haddsson lék með U-18 ára landsliði Íslands í handbolta sem tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi. Mótið hófst föstudaginn 27. desember og lauk í dag með undanúrslitum og leikjum um sæti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leiðina í úrslitaleikinn þar sem þeir mættu Þjóðverjum
28.12.2019
Alfreð Gíslason var í kvöld á hófi Íþróttamanns ársins útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið í handbolta og skoraði í þeim 542 mörk
28.12.2019
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Blakdeild KA stóð fyrir skemmtimóti fyrir fullorðna. Alls mættu 50 manns og léku listir sínar en mótið fór þannig fram að karlar og konur léku saman og var dregið reglulega í ný lið
27.12.2019
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð
26.12.2019
Átta framúrskarandi einstaklingar hafa verið tilnefndir sem íþróttamaður KA fyrir árið 2019. Deildir félagsins útnefna bæði karl og konu úr sínum röðum til verðlaunanna. Á síðasta ári var Filip Pawel Szewczyk valinn íþróttamaður KA en hann fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boðu voru