Fréttir

Öflugt sumarstarf hjá KA

Nú þegar skólarnir fara að klára tekur öflugt sumarstarf við hjá KA. Í meðfylgjandi frétt má sjá það helsta sem KA hefur upp á að bjóða.

Félagsgjöld KA 2024

Það er mikið um að vera hjá okkur í KA þessa dagana, framkvæmdir eru hafnar á glæsilegum mannvirkjum á KA-svæðinu og félagið er ört stækkandi. Í KA eru sex íþróttagreinar knattspyrna, handknattleikur, blak, fimleikar, júdó og lyftingar

Stærsta rekstrarár í sögu KA - 45 milljóna hagnaður

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023

Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur. Thomas þekkir vel til félagsins en hann var áður í þjálfarateymi KA sumarið 2022 og mun hann án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan

Kristín Aðalheiður framlengir um tvö ár

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði

Frábær heimasigur á Fylki (myndaveislur)

KA vann frábæran 4-2 heimasigur á Fylkismönnum í 7. umferð Bestudeildarinnar. Strákarnir fylgdu þar eftir góðum sigri á Vestra í bikarnum á dögunum og klárt að liðið er búið að finna taktinn og bjóða þeir Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson upp á myndaveislur frá leiknum

Leikjaskóli KA sumarið 2024 | Breytt snið

KA verður með hinn sívinsæla Leikjaskóla sumarið 2024. Sömuleiðis verður fimleikadeild KA með leikjaskóla í Giljaskóla! Fleiri upplýsingar í meðfylgjandi frétt

Myndaveislur er KA fór áfram í bikarnum

KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sannfærandi 3-1 heimasigri á liði Vestra í landsbyggðarslag á Greifavellinum. KA liðið lék einn sinn besta leik í sumar og eru strákarnir nú þriðja árið í röð komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar

Hugi Elmarsson framlengir um tvö ár

Hugi Elmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Hugi sem er 18 ára gamall er afar efnilegur vinstri hornamaður sem hefur verið að vinna sér inn stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA

Leikjaskóli FIM.KA sumarið 2025