Fréttir

GK - mót í hópfimleikum

Um helgina fór fram GK mót í hópfimleikum. 4. flokkur I4 tók þátt og stóð sig mjög vel. Fim.KA óskar iðkendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn.

Sergei Hubski ráðinn yfirþjálfari í áhaldafimleikum karla.

Búið er að ráða yfirþjálfara karla í áhaldafimleikum og hefur hann þegar hafið störf hjá okkur í Fim.KA.

Sparisjóður Höfðhverfinga styður við KA/Þór

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur undirritað samstarfssamning við kvennalið KA/Þórs í handbolta. Það er ljóst að þessi samningur mun hjálpa kvennastarfinu mikið og erum við afar þakklát Sparisjóðnum fyrir aðkomu þeirra í okkar metnaðarfulla starfi

Aron Daði skrifar undir samning út 2026

Aron Daði Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út árið 2026. Aron sem er nýorðinn 17 ára er gríðarlega efnilegur leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins

Þrepamót 2 4. -5.þrep

Þrepamót 2, fyrir 4. - 5. þrep haldið hjá Fjölni.

Þrepamót 1 í áhaldafimleikum

Þrepamót 1 í áhaldafimleikum var haldið síðustu helgi hjá fimleikafélaginu Björk.

María Sól Jónsdóttir valin í úrvalshóp kvenna.

María Sól Jónsdóttir valin í úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum 2024

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmæli í febrúar

Kappa nýr markmannsþjálfari KA

Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er kallaður hefur tekið til starfa sem markmannsþjálfari hjá knattspyrnudeild KA. Kappa er reynslumikill danskur þjálfari sem hefur starfað bæði með unga markmenn og meistaraflokksmarkmenn í Danmörku

Drífa bætti eigið Íslandsmet

Drífa Ríkharðsdóttir úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands á Reykjavík International Games um helgina. Drífa átti mjög gott mót og setti íslandsmet í hnébeygju í 57kg flokki þegar hún lyfti 135 kg. Drífa lyfti 80kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu og bætti þar eigið íslandsmet um 10kg. Hún sló því sitt eigið íslandsmet í samanlögðu með 387.5kg sem skilaði henni í annað sæti á mótinu. Með árangrinum náði hún lágmörkum fyrir HM í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram í Litháen 15-23. júní í sumar. Við óskum Drífu innilega til hamingju með árangurinn!