Fréttir

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

Stórleikur gegn ÍR í KA-Heimilinu í kvöld

Það verður svo sannarlega hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í handbolta. Liðin gerðu dramatískt jafntefli á síðustu leiktíð þar sem allt sauð uppúr að leik loknum og má búast við að það verði háspenna lífshætta í viðureign liðanna í kvöld

KA Podcastið: Óli Stefán gerir upp sumarið

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til Hjalta Hreinssonar. Þeir félagar fara yfir nýliðið sumar en KA endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar og er það besti árangur KA frá árinu 2002

Elfar Árni bestur á lokahófi knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. Góðu gengi sumarsins var fagnað en KA liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir

KA endar í 5.sæti Pepsi Max deildarinnar

KA sigraði Fylki í dag í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum. KA leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa lent undir á fyrstu mínútu leiksins. Elfar Árni fór hamförum í liði KA og skoraði þrennu í leiknum í dag.

KA U valtaði yfir ungmennalið Stjörnunnar

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Stjörnunnar í Grill 66 deild karla í gær. KA strákarnir komu vel stemmdir til leiks og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Eftir tíu mínútna leik var staðan 7-4 en þar með hófst einhver ótrúlegasti leikkafli sem sést hefur í langan tíma

Lokaleikur sumarsins er á morgun!

Lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00. KA tekur á móti Fylki en með sigri mun liðið tryggja sér 5. sæti deildarinnar en gestirnir eru fyrir leikinn sæti neðar með jafn mörg stig og KA liðið

Karen María valin í U-19 ára landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM. Undankeppnin fer fram dagana 2.-8. október næstkomandi og verður leikin á Íslandi

KA U tekur á móti Stjörnunni U í kvöld

Baráttan heldur áfram í Grill 66 deild karla í kvöld þegar ungmennalið KA tekur á móti ungmennaliði Stjörnunnar í KA-Heimilinu klukkan 19:00. Strákarnir unnu frækinn sigur á Víkingum í fyrsta leik vetrarins og ætla sér að sjálfsögðu sigur í kvöld!

Góður sigur KA á Álftnesingum

Karlalið KA vann í gær góðan 3-1 sigur á Álftanesi í fyrsta heimaleik vetrarins. Strákarnir voru stigalausir eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum deildarinnar fyrir austan um síðustu helgi og voru staðráðnir í að sækja sín fyrstu stig