Fréttir

Sigþór Árni aðstoðar Gunnar með KA/Þór

Sigþór Árni Heimisson verður aðstoðarþjálfari með Gunnari Líndal Sigurðssyni hjá KA/Þór í vetur. Gunnar Líndal tók við þjálfun liðsins nú í sumar og er nú ljóst að Sigþór Árni verður honum til aðstoðar. Þeir taka við liðinu af þeim Jónatan Magnússyni og Þorvaldi Þorvaldssyni sem höfðu stýrt liðinu undanfarin þrjú ár

Risaleikur í Grindavík í dag

Það er heldur betur mikið undir í Grindavík í dag þegar KA sækir Grindvíkinga heim í 19. umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru heimamenn í fallsæti með 18 stig en KA er sæti ofar með 21 stig. Það eru því heldur betur mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en aðeins þrír leikir eru eftir í deildinni að þessum leik loknum

Hópferð á Grindavík - KA

Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Pepsi Max deild karla þegar KA sækir Grindavík heim á laugardaginn. Aðeins þremur stigum munar á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Grindvíkingar sitja í fallsæti og munu jafna KA að stigum með sigri

Iðunn, Ísabella og Tanía valdar í Hæfileikamótun KSÍ

N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni

KA auglýsir eftir starfsmanni

KA auglýsir eftir starfsmanni í vinnu í vetur

Júdódeild KA er mætt aftur í KA-Heimilið!

Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 2. september næstkomandi. Deildin er þessa dagana að flytja allan sinn búnað yfir í KA-Heimilið og eru því spennandi tímar framundan þar sem að allar æfingar í júdóinu munu fara fram í KA-Heimilinu

Íþróttaskóli FIMAK fyrir 2-4 ára

Æfingatafla handboltans í vetur

Mánudaginn 26. ágúst tekur við vetrartaflan hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs í handboltanum og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að kíkja á æfingu og prófa handbolta. 3.-6. flokkur hafa verið að æfa undanfarnar vikur en nú er komið að því að 7. og 8. flokkur fari einnig af stað

Jafntefli gegn KR

KA og KR gerðu í dag markalaust jafntefli á Greifavellinum á Akureyri í dag að viðstöddum rúmlega 700 áhorfendum. Leikurinn var afar jafn og niðurstaðan eftir því.

Afturelding og Selfoss unnu Opna Norðlenska mótið

Opna Norðlenska mótið fór fram síðustu daga í KA-Heimilinu og Höllinni. Fjögur lið kepptu í karla- og kvennaflokki og má með sanni segja að mótið hafi verið hin besta skemmtun fyrir handboltaþyrsta áhugamenn hér fyrir norðan