16.09.2019
Það var heldur betur góð uppskera hjá blakliðum KA í gær er karla- og kvennalið félagsins börðust um titilinn Meistari Meistaranna. Bæði lið unnu alla þá titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og ljóst að öll lið landsins hafa það markmið að leggja KA að velli í ár
15.09.2019
KA gerði í dag 1-1 jafntefli við HK á Greifavellinum í 20.umferð Pepsi Max deildarinnar. Gestirnir í HK skoruðu jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins þegar að uppgefin uppbótartími var liðin.
15.09.2019
Bæði karlalið KA í handbolta og fótbolta leika heimaleik í dag. Dagurinn byrjar kl. 16:45 á Greifavellinum þar sem KA tekur á móti HK í Pepsi Max deildinni. Í kjölfarið tekur KA á móti Haukum í KA-Heimilinu kl. 20:00
14.09.2019
KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur kl. 14:30 á laugardaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn og Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í sumar þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Í tilefni leikjanna mættust þær Hulda Bryndís (KA/Þór) og Arna Sif (Þór/KA) í skemmtilegri keppni þar sem þær spreyta sig í handbolta og fótbolta
13.09.2019
Dagana 21.-22. september næstkomandi fer fram Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka fædda árin 2005 og 2006. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn en strákunum verður skipt upp í nokkur lið og munu fá góða leiðsögn frá sérfræðingum á vegum KSÍ
12.09.2019
Handboltinn er farinn að rúlla og eru fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs um helgina. Stelpurnar taka á móti gríðarlega sterku liði Fram á laugardaginn klukkan 14:30 og strákarnir taka svo á móti Deildarmeisturum Hauka kl. 20:00 á sunnudaginn
12.09.2019
Blaktímabilið hefst á sunnudaginn þegar karla- og kvennalið KA berjast um Meistarar Meistaranna. Leikið verður á Hvammstanga og verður virkilega spennandi að sjá standið á liðunum fyrir komandi vetur
06.09.2019
Alls skrifuðu 10 leikmenn undir nýja samninga við KA/Þór á dögunum og má því með sanni segja að allt sé að verða klárt fyrir komandi handboltavetur. KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni þann 14. september þegar liðið tekur á móti Fram
04.09.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín góða gesti þessa vikuna. Elfar Árni Aðalsteinsson ræðir magnaðan sigur KA í Grindavík en hann er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu KA í efstu deild með 23 mörk
04.09.2019
Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir magnað tímabil