04.10.2019
Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti HK í Olís deild kvenna í handboltanum. Þessi lið hafa barist hart undanfarin ár og má búast við hörkuleik en okkar lið er staðráðið í því að sækja sín fyrstu stig í vetur
04.10.2019
Athugið að vegna veðurs hefur dagurinn verið færður af laugardeginum og yfir á sunnudag! Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Í tilefni af samkomulaginu verður pöntunar- og kynningardagur Knattspyrnudeildar KA og Errea á morgun, laugardag, í KA heimilinu
04.10.2019
Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri dagana 5.-6. október og er í umsjón bæði KA og Þór.
03.10.2019
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 15. október næstkomandi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu
02.10.2019
Birgir Baldvinsson framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA út sumarið 2021. Þetta eru miklar gleðifregnir enda Birgir öflugur leikmaður sem varð 18 ára fyrr á árinu. Þrátt fyrir ungan aldur var hann 8 sinnum í leikmannahópi KA á nýliðnu sumri
02.10.2019
Karlalandslið Íslands í blaki karla heldur til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en þjálfarar landsliðsins eru þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo auk þess sem þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson eru í hópnum
01.10.2019
Knattspyrnusumrinu er lokið og þá er um að gera að líta til baka og njóta allra 40 markanna sem KA liðið gerði í sumar. Árangurinn til fyrirmyndar hjá liðinu en einnig ljóst að við munum einnig læra helling af þessu viðburðarríka sumri. Það er um að gera að hækka í botn og njóta veislunnar hér fyrir neðan, takk fyrir stuðninginn í sumar kæru KA-menn
01.10.2019
Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Samningurinn nær bæði yfir keppnisbúninga sem og allan æfinga- og frístundafatnað
01.10.2019
KA tók á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í hörkuleik í KA-Heimilinu í gær. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem sigu framúr í síðari hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan 27-33 sigur
01.10.2019
KA vann eins og frægt er orðið glæsilegan 4-2 sigur á Fylkismönnum í lokaleik Pepsi Max deildarinnar um helgina. Sigurinn tryggði KA 5. sæti deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002 og ljóst að við getum litið jákvætt til næsta tímabils enda nýliðið sumar ansi lærdómsríkt