Fréttir

Handboltaleikjaskólinn hefst 4. febrúar

Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2018 til 2021 fer aftur af stað sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

Íþróttafólk FIMAK 2023

Í dag var íþróttafólk Fimleikafélagsins fyrir árið 2023 krýnt.

Auglýsum eftir yfirþjálfara í Hópfimleikum

Fimleikadeild KA auglýsir eftir öflugum þjálfara sem hefur kunnáttu og þekkingu í dansi- og stökkum. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og reynslu af öðru hvoru eða bæði. Hér er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur brennandi áhuga á fimleikum til að bætast við hópinn og aðstoða okkur að móta og gera fimleikadeildina enn betri. Hluti af starfi viðkomandi mun vera unnið á skrifstofu í samvinnu með skrifstofustjóra félagsins.

Meistaraflokkur kvenna í blaki lið ársins 2023

Meistaraflokkur kvenna í blaki er lið ársins hjá KA árið 2023 og eru stelpurnar ansi vel að heiðrinum komnar en þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk þess að þær hófu síðasta tímabil á því að hampa titlinum Meistarar Meistaranna

Magnús Dagur og Lydía hlutu Böggubikarinn

Magnús Dagur Jónatansson og Lydía Gunnþórsdóttir hlutu Böggubikarinn á 96 ára afmælisfögnuði KA í gær. Þetta var í tíunda skiptið sem Böggubikarinn er afhendur og eru þau Magnús og Lydía afar vel að heiðrinum komin

Hallgrímur og Helena íþróttafólk KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Helena Kristin Gunnarsdóttir voru í gær kjörin íþróttafólk KA árið 2023.

Tilnefningar til Böggubikarsins 2023

Böggubikarinn verður afhendur í tíunda skiptið í ár á 96 ára afmæli KA þann 8. janúar næstkomandi en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2023 frá deildum félagsins

Tilnefningar til þjálfara ársins 2023

Fimm öflugir þjálfarar eru tilnefndir til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2023. Þetta verður í fjórða skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins. Valið verður kunngjört á afmælisfögnuði KA þann 8. janúar næstkomandi í vöfflukaffi sem stendur milli kl. 16:00 og 18:00

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2023

Sjö lið eru tilnefnd til liðs ársins hjá KA á árinu 2023 en þetta verður í fjórða skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 96 ára afmæli félagsins á mánudaginn á glæsilegu vöfflukaffi og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti

Ingimar Stöle framlengir út 2025!

Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta frábærar fréttir en Ingimar sem er 19 ára gamall sló í gegn á síðustu leiktíð og var valinn efnilegasti leikmaður KA liðsins