Fréttir

Vöffluboð í tilefni 96 ára afmælis KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 96 ára afmæli sínu mánudaginn 8. janúar næstkomandi og í tilefni áfangans verðum við með opið vöfflukaffi í KA-Heimilinu á sjálfan afmælisdaginn frá klukkan 16:00 til 18:00. Bjóðum félagsmenn og aðra velunnara félagsins hjartanlega velkomna

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2023

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu allar aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2023

Fimm konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni fyrir sig og hefur mikil ánægja ríkt með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins

Stórafmæli í janúar

Nýárskveðja knattspyrnudeildar KA

Knattspyrnudeild KA vill þakka öllum KA mönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning sem og samstarf á árinu sem nú er að líða

U18 fékk silfur á Sparkassen cup - 5 frá KA

KA átti alls fimm fulltrúa í U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti á Sparkassen Cup í Þýskalandi undanfarna daga en mótinu lauk nú í kvöld. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson

KA/Þór og Ekill framlengja samstarfið

Ekill hefur gert nýjan samstarfssamning við kvennaráð KA/Þórs og verður því áfram lykilbakhjarl í uppbyggingu kvennaliðs okkar í handboltanum. Samstarf handboltans við Ekil hefur gengið afar vel undanfarin ár

Elmar Dan í þjálfarateymi meistaraflokks

Elmar Dan Sigþórsson kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA í knattspyrnu en Elmar þarf vart að kynna fyrir okkur KA-mönnum. Hann spilaði 116 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 12 mörk á árunum 2001 til 2012 þar sem hann var meðal annars fyrirliði

Sigurvegarar í Jólahappadrætti KA og KA/Þór

Búið er að draga í Jólahappadrætti KA og KA/Þór. Vinningsnúmerin má sjá í fréttinni. Vinningana má nálgast í KA-heimilinu frá og með 19. des fram til 22. des og síðan milli jóla og nýárs og allan janúar!

Við erum að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA leitar eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfurum í allar deildir félagsins. Umsóknir sendist á formadur@fimak.is fyrir 2.janúar 2024. Einnig er hægt að leggja inn umsókn hér rafrænt https://www.fimak.is/is/atvinna/umsokn-thjalfari