03.01.2024
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 96 ára afmæli sínu mánudaginn 8. janúar næstkomandi og í tilefni áfangans verðum við með opið vöfflukaffi í KA-Heimilinu á sjálfan afmælisdaginn frá klukkan 16:00 til 18:00. Bjóðum félagsmenn og aðra velunnara félagsins hjartanlega velkomna
03.01.2024
Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu allar aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
03.01.2024
Fimm konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni fyrir sig og hefur mikil ánægja ríkt með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
31.12.2023
Knattspyrnudeild KA vill þakka öllum KA mönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning sem og samstarf á árinu sem nú er að líða
29.12.2023
KA átti alls fimm fulltrúa í U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti á Sparkassen Cup í Þýskalandi undanfarna daga en mótinu lauk nú í kvöld. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
28.12.2023
Ekill hefur gert nýjan samstarfssamning við kvennaráð KA/Þórs og verður því áfram lykilbakhjarl í uppbyggingu kvennaliðs okkar í handboltanum. Samstarf handboltans við Ekil hefur gengið afar vel undanfarin ár
27.12.2023
Elmar Dan Sigþórsson kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA í knattspyrnu en Elmar þarf vart að kynna fyrir okkur KA-mönnum. Hann spilaði 116 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 12 mörk á árunum 2001 til 2012 þar sem hann var meðal annars fyrirliði
18.12.2023
Búið er að draga í Jólahappadrætti KA og KA/Þór. Vinningsnúmerin má sjá í fréttinni.
Vinningana má nálgast í KA-heimilinu frá og með 19. des fram til 22. des og síðan milli jóla og nýárs og allan janúar!
18.12.2023
Fimleikadeild KA leitar eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfurum í allar deildir félagsins. Umsóknir sendist á formadur@fimak.is fyrir 2.janúar 2024.
Einnig er hægt að leggja inn umsókn hér rafrænt https://www.fimak.is/is/atvinna/umsokn-thjalfari