Fréttir

KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna

Risaleikur hjá Þór/KA í kvöld

Einn af stærstu leikjum sumarsins er í kvöld er Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan 18:30 á Þórsvelli. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stórskemmtilegir og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið

KA Podcastið - Hallgrímur eftir sigur á Stjörnunni

Hallgrímur Jónasson fyrirliði KA mætti í stúdíóið til Hjalta Hreinssonar og ræddi meðal annars um hinn frábæra útisigur KA á Stjörnunni í gær. Þá fer hann einnig yfir undanfarnar vikur hjá liðinu og því sem framundan er. Um að gera að hlusta á þennan skemmtilega þátt, þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes

0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ

KA gerði í dag góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna 0-2. Staðan í hálfleik var markalaus en KA liðið mætti frábærlega inn í seinni hálfleikinn og komst í 0-2 forystu á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins.

Gylfi og Berenika keppa í Finnlandi um helgina

Gylfi Edduson og Berenika Bernat taka þátt í Norðurlandamótinu í júdó sem haldið er í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Einnig munu fyrrum KA kempur þeir Breki Bernharðsson og Dofri Bragason taka þátt.

KA leitar að fjármálastjóra

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess

Myndir frá lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram og var mikið líf og fjör í KA-Heimilinu. Fjölmargir lögðu leið sína á lokahófið og tóku þátt í hinum ýmsu leikjum sem í boði voru. Alls enduðu fjögur lið KA á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í ár og voru þau hyllt fyrir sinn frábæra árangur. Lokahófinu lauk svo með allsherjar pizzuveislu

Pistill frá Óla Stefáni til allra KA-manna

Ágætu félagar, við höfum þegar þetta er skrifað spilað fjóra leiki í deild og einn í bikar á 18 dögum. Niðurstaða leikjana eru þrjú töp og tveir sigrar í þremur útileikjum og tveimur heimaleikjum. Við töpum á móti ÍA úti þar sem við gerum okkur seka um mistök sem ég kalla gjald sem félagið er til í að greiða til að taka á móti frábærum ungum leikmönnum

Sumaræfingar klárar og lokahóf í kvöld

Í kvöld klukkan 17:00 fer fram lokahóf yngriflokka í handbolta og hvetjum við að sjálfsögðu alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og taka þátt í skemmtuninni. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði

Þórdís Hrönn til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA og Kristianstads DFF í Svíþjóð hafa samið um að Þór/KA fái Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur á tveggja mánaða lánssamningi frá sænska félaginu. Þórdís Hrönn er á leið til landsins og hefur þegar fengið keppnisleyfi með Þór/KA