Fréttir

Fyrsti heimaleikur sumarsins er á morgun!

KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, sunnudag, kl. 16:00. Strákarnir eru nýkomnir áfram í bikarkeppninni og ætla sér sigur á stórliði Vals með ykkar aðstoð!

Valur gekk frá Þór/KA í síðari hálfleik

Þór/KA sótti Val heim í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og mátti því búast við hörkuleik eins og venja hefur verið í viðureignum liðanna undanfarin ár

KA fékk útileik gegn Víking í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag og fékk KA útileik gegn Pepsi Max liði Víkings Reykjavík. Viðureignin er ein af þremur milli liða í efstu deild en hinar viðureignirnar eru á milli Breiðabliks og HK og FH og ÍA. Áætlað er að leikurinn fari fram 29. eða 30. maí næstkomandi

Bjarni framlengir við KA - fer á lán til Magna

Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2021. Á sama tíma skrifaði hann undir lánssamning við Magna á Grenivík og mun hann leika með þeim út sumarið. Bjarni leikur sem miðjumaður og verður tvítugur síðar á árinu

Fyrsti leikur Þór/KA í kvöld

Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur

Sigurhátíð blakliða KA í dag

Í dag ætlar KA að hylla blakliðin sín og bjóða til veislu í KA-heimilinu. Veislan hefst kl. 18:00 og eru allir hjartanlega velkomnir

KA áfram í 16-liða úrslit

KA vann í dag stórsigur á Sindra á Höfn í Hornafirði 0-5 en staðan í hálfleik var 0-2 KA í vil. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í leiknum.

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.

Helena og Mateo best á lokahófi blakdeildar KA

Lokahóf blakdeildar KA fór fram í kvöld þar sem deildin fagnaði ótrúlegum vetri þar sem karla- og kvennalið KA unnu alla titla sem í boði voru. Afrekið er sögulegt en aldrei áður hefur sama félagið unnið alla titla karla- og kvennamegin á sama tímabilinu

Spaðadeild undirbýr sig fyrir Norðurlandsmótið

Það hefur verið mikill uppgangur í Spaðadeild KA undanfarið og kepptu meðal annars þrír einstaklingar fyrir hönd félagsins á meistaramótinu í badminton á dögunum. Næst á dagskrá er svo Norðurlandsmótið í badminton en það verður haldið á Siglufirði dagana 10.-11. maí