27.04.2019
KA tapaði í dag 3-1 gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar á Norðurálsvellinum á Akranesi. Staðan í hálfleik var 2-1 heimamönnum í vil.
26.04.2019
KA hefur á morgun leik í Pepsi Max deild karla á morgun. Liðið mætir þá Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00.
26.04.2019
Næstu daga munu sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg við að koma Greifavellinum í gott stand fyrir sumarið.
Sjálfboðaliða-vinnudagar verða eftirtalda daga:
Sunnudaginn 28. apríl kl. 12:00-15:00
Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00-19:00
Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00-17:00 - léttar veitingar fyrir sjálfboðaliða eftir hádegið
fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00-19:00
Föstudaginn 3. maí kl. 17:00-19:00
24.04.2019
KA vinnur ótrúlegan 3-2 sigur á HK og tryggir sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla! Strákarnir eru því þrefaldir meistarar annað árið í röð og leika því eftir magnað afrek kvennaliðs KA, takk fyrir ótrúlegan stuðning kæru KA-menn
24.04.2019
Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA er á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18:00 í veislusal KA-heimilisins. Það verður öllu tjaldað til og hægt að koma með alla fjölskylduna á kynningarkvöldið og fá í leiðinni gómsætan grillmat og með'í fyrir litlar 2000kr á mann.
23.04.2019
Markvörðurinn Aron Elí Gíslason hefur verið lánaður út tímabilið til Magna á Grenivík. Samhliða því hefur KA samið við Kristijan Jajalo út keppnistímabilið 2019
23.04.2019
Nú líður að fyrsta leik í Pepsi Max deildinni en það er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl. Eins og venja hefur verið undanfarin sumur verður farin hópferð hjá stuðningsmönnum KA á leikinn og er komið að skráningu
23.04.2019
Nú er röðin komin að körlunum en KA og HK mætast rétt eins og hjá konunum í gær í hreinum úrslitaleik í KA-Heimilinu klukkan 19:30 í kvöld. KA er Deildar- og Bikarmeistari á þessu tímabili auk þess sem liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og klárt mál að strákarnir ætla sér þann stóra í kvöld
23.04.2019
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en á dögunum lauk forkeppni keppninnar og því orðið ljóst hvaða 20 lið væru í pottinum ásamt þeim 12 liðum er leika í Pepsi Max deildinni. KA fékk útileik gegn 3. deildarliði Sindra og verður leikið á Höfn
23.04.2019
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í fyrsta skiptið í sögunni er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik liðanna um titilinn í KA-Heimilinu í gær. Stelpurnar unnu einnig sigur í Bikarkeppninni og Deildarkeppninni og eru því þrefaldir meistarar 2018-2019