10.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki kvenna hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA liðið hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og er klárt mál að stelpurnar ætla sér þrennuna. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs
09.04.2019
HK tók á móti KA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þrátt fyrir að KA væri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en næstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Það er mikilvægt að hefja einvígið af krafti og ljóst að mikilvægi þessa fyrsta leiks var mikið
09.04.2019
Handknattleiksdeild KA framlengdi í kvöld samninga sína við þá Andra Snæ Stefánsson, Daða Jónsson og Jón Heiðar Sigurðsson. Þetta er stórt skref í undirbúningi næsta tímabils en allir þrír voru í lykilhlutverki í liði KA sem tryggði sér nýverið áfram þátttökurétt í deild þeirra bestu
09.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs
09.04.2019
Mikill uppgangur hefur verið í spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið
08.04.2019
Það bættust tveir magnaðir kappar í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og FH um helgina. Þetta eru þeir Alfreð Gíslason og Róbert Julian Duranona og bætast þeir í hóp með Erlingi Kristjánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni og Patreki Jóhannessyni
08.04.2019
Fyrir leik KA og FH um helgina voru þrír af bestu sonum handboltans í KA hylltir. Heimir Örn Árnason og Sverre Andreas Jakobsson léku lokaleik sinn sem leikmenn KA og þá var Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH sæmdur silfurmerki KA
07.04.2019
Í uppgjörsþætti Seinni Bylgjunnar um síðari hluta Olís deildanna var valið í úrvalslið bæði hjá körlunum og konunum. KA og KA/Þór eiga tvo fulltrúa en það eru þau Áki Egilsnes og Katrín Vilhjálmsdóttir
07.04.2019
KA vann glæsilegan 29-26 sigur á FH í lokaumferð Olísdeildar karla í gær. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu en KA hafði fyrir leikinn tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og fylgdi því eftir með flottri frammistöðu fyrir framan þéttskipað KA-Heimili
06.04.2019
KA tekur á móti FH í lokaleik Olísdeildarinnar þennan veturinn í kvöld klukkan 19:00. Strákarnir eru öruggir með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og við ætlum að fagna því!