Fréttir

Vel heppnað kynningarkvöld Þórs/KA í gær

Þór/KA hélt kynningarkvöld í KA-Heimilinu í gær þar sem leikmenn og aðstandendur liðsins voru kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þá skrifuðu Stefna, TM og Nettó undir nýja styrktarsamninga við liðið við mikið lófatak hjá þeim fjölmörgu er sóttu kvöldið

Skráning í hópferð á FH - KA á föstudaginn

KA vann glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn og nú á föstudaginn sækir liðið stórlið FH heim. Leikurinn hefst kl. 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana sem eru staðráðnir í að bæta við stigasöfnunina á föstudaginn

Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár

Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili

Skráning í Íþrótta- og leikjaskóla KA

Skráning er hafin í íþrótta- og leikjaskóla KA á vefnum ka.felog.is

Myndaveislur frá sigri KA á Val

KA vann glæsilegan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í gær fyrir framan rúmlega 1.000 KA menn. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark KA í síðari hálfleik úr vítaspyrnu og má með sanni segja að gleðin hafi verið allsráðandi hjá okkur gulklæddu

Hvatningar- og kynningarkvöld Þórs/KA

Hvatningar- og kynningarkvöld Þórs/KA fer fram í KA-Heimilinu á þriðjudaginn kl. 19:00. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast liðinu betur og tryggja sér ársmiða. Þá verða samningar undirritaðir og umræða verður um starfið, við hvetjum ykkur að sjálfsögðu eindregið til að mæta og kynnast okkar frábæra liði

Frábær sigur á Val

KA sigraði í dag Íslandsmeistara Vals á Greifavellinum 1-0. Staðan í hálfleik var markalaus en Hallgrímur Mar skoraði sigurmark KA í þeim síðari.

Fyrsti heimaleikur sumarsins er á morgun!

KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, sunnudag, kl. 16:00. Strákarnir eru nýkomnir áfram í bikarkeppninni og ætla sér sigur á stórliði Vals með ykkar aðstoð!

Valur gekk frá Þór/KA í síðari hálfleik

Þór/KA sótti Val heim í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og mátti því búast við hörkuleik eins og venja hefur verið í viðureignum liðanna undanfarin ár

KA fékk útileik gegn Víking í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag og fékk KA útileik gegn Pepsi Max liði Víkings Reykjavík. Viðureignin er ein af þremur milli liða í efstu deild en hinar viðureignirnar eru á milli Breiðabliks og HK og FH og ÍA. Áætlað er að leikurinn fari fram 29. eða 30. maí næstkomandi