Fréttir

KA leitar að fjármálastjóra

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess

Myndir frá lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram og var mikið líf og fjör í KA-Heimilinu. Fjölmargir lögðu leið sína á lokahófið og tóku þátt í hinum ýmsu leikjum sem í boði voru. Alls enduðu fjögur lið KA á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í ár og voru þau hyllt fyrir sinn frábæra árangur. Lokahófinu lauk svo með allsherjar pizzuveislu

Pistill frá Óla Stefáni til allra KA-manna

Ágætu félagar, við höfum þegar þetta er skrifað spilað fjóra leiki í deild og einn í bikar á 18 dögum. Niðurstaða leikjana eru þrjú töp og tveir sigrar í þremur útileikjum og tveimur heimaleikjum. Við töpum á móti ÍA úti þar sem við gerum okkur seka um mistök sem ég kalla gjald sem félagið er til í að greiða til að taka á móti frábærum ungum leikmönnum

Sumaræfingar klárar og lokahóf í kvöld

Í kvöld klukkan 17:00 fer fram lokahóf yngriflokka í handbolta og hvetjum við að sjálfsögðu alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og taka þátt í skemmtuninni. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði

Þórdís Hrönn til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA og Kristianstads DFF í Svíþjóð hafa samið um að Þór/KA fái Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur á tveggja mánaða lánssamningi frá sænska félaginu. Þórdís Hrönn er á leið til landsins og hefur þegar fengið keppnisleyfi með Þór/KA

Bikarslagur hjá 2. flokk karla í dag

2. flokkur karla hefur leik í Bikarkeppni KSÍ í dag þegar strákarnir taka á móti Völsung á KA-vellinum klukkan 19:15. Leikurinn er liður í 32-liða úrslitum keppninnar og eru strákarnir staðráðnir í að fara langt í keppninni í sumar og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leik kvöldsins

Myndaveislur frá leik KA og Breiðabliks

KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar karla á Greifavellinum í gær. Mætingin á leikinn var til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns lögðu leið sína á völlinn og er virkilega gaman að finna fyrir stuðningnum bakvið KA liðið í sumar. Þrátt fyrir fína spilamennsku strákanna voru það gestirnir sem fóru með 0-1 sigur af hólmi

Tap gegn Blikum

KA tapaði í kvöld 0-1 fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Mark Blika kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir einungis þriggja mínútna leik.

KA tekur á móti Breiðablik í dag

Það er komið að næsta heimaleik í Pepsi Max deild karla þegar KA tekur á móti Breiðablik klukkan 19:15 á Greifavellinum í kvöld. KA liðið hefur byrjað mótið af krafti og var virkilega óheppið að fá ekkert útúr síðasta leik er strákarnir sóttu FH heim

Dagur og Svavar í U-19 og Arnór í U-17

Handknattleiksdeild KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson eru báðir í U-19 ára landsliðinu sem mun taka líkamlegt próf 18. maí og við taka svo hefðbundnar handboltaæfingar 21.-24. maí. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson