Fréttir

Keppa á BUDO NORD CUP í Svíðjóð

Á morgun hefst Budo-Nord CUP í Svíþjóð. Þar á Júdódeild KA fjóra fulltrúa en þátttakendur eru um 550 frá um 15 löndum.

KA Podcastið - Óli Stefán og Jonni

Siguróli og Hjalti fá til sín þá Óla Stefán Flóventsson og Jónatan Magnússon í KA Podcastinu þessa vikuna og ræða þeir félagar ýmsa kanta á sínu starfi hjá KA. Óli Stefán fer yfir síðustu leiki sem og framhaldið í fótboltanum og þá ræðir Jonni nýliðinn vetur hjá KA/Þór sem og komandi tíma hjá karlaliði KA í handboltanum

Sumaræfingar handboltans að hefjast

Sumaræfingar í handboltanum hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu. Skráningarfrestur á æfingarnar er 31. maí og því er um að gera að ganga sem fyrst í verkið en æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2003-2008

Fim-leikjaskóli

Í sumar býður fimleikafélagið upp á leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2010-2012. Námskeiðin eru frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00. Krakkar fæddir 2013 geta verið með á námskeiðum í ágúst ef næg þátttaka fæst.

KA úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

KA sótti Víking heim á Eimskipsvöllinn í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það mátti búast við erfiðum leik enda bæði lið í efstu deild auk þess að leikjaálagið undanfarnar vikur er farið að bíta töluvert á leikmenn

Alexander með brons á Smáþjóðaleikunum

Alexander Heiðarsson vann til bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag í -60kg flokki.

Myndaveisla frá sigrinum á ÍBV

KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV á Greifavellinum um helgina með mörkum frá þeim Daníel Hafsteinssyni og Nökkva Þeyr Þórissyni. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í 5. sæti deildarinnar og var mætingin á völlinn til fyrirmyndar eins og á fyrri heimaleikjum sumarsins

Þór/KA sækir Keflavík heim í dag

Þór/KA sækir Keflavík heim á Nettóvöllinn í 5. umferð Pepsi Max deildar kvenna í dag kl. 16:00. Stelpurnar eru með 6 stig eftir tvo sigra og tvö töp á sama tíma og Keflvíkingar eru á botni deildarinnar án stiga

Daníel Örn Griffin til liðs við KA

Daníel Örn Griffin skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Daníel, sem er 20 ára gamall, er öflugur örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta sem og í horninu. Auk þess er hann sterkur og góður varnarmaður

Sigur á Eyjamönnum

KA vann í dag 2-0 sigur á ÍBV þar sem Daníel Hafsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson skoruðu mörk KA á síðasta stundarfjórðungi leiksins.