Fréttir

3-1 sigur og stelpurnar geta tryggt á morgun!

KA og HK mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag. KA hafði unnið fyrsta leik liðanna og gat með sigri komið sér í lykilstöðu en vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum

Strákarnir jöfnuðu metin með góðum sigri

Það var ansi mikið undir í leik KA og HK er liðin mættust í öðrum leik sínum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK hafði unnið fyrsta leikinn og því varð KA að knýja fram sigur til að jafna metin í einvíginu

Brynjar Ingi framlengir við KA um 3 ár

Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Brynjar Ingi hefur staðið sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og lék meðal annars alla sex leiki KA í Lengjubikarnum, þá var hann nýverið valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands

KA og Guðjón Pétur ná samkomulagi um starfslok

KA og Guðjón Pétur Lýðsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðjóns hjá KA. Vegna fjölskylduaðstæðna hjá Guðjóni þá hafa félagið og Guðjón komist að þeirri niðurstöðu að Guðjóni er heimilt að fara frá liðinu. KA óskar Guðjóni alls hins besta í sumar

Stuðningsmannakvöld á mánudaginn

Það er farið að styttast allsvakalega í fótboltasumarið og ríkir mikil eftirvænting hjá okkur KA mönnum fyrir veislunni. Framundan er þriðja sumarið í röð hjá KA í deild þeirra bestu en fyrsti leikur er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl næstkomandi

Tölfræði KA handboltaveturinn 2018-2019

Nú er keppnistímabilinu í handboltanum lokið þennan veturinn og niðurstaðan sú að KA hélt sæti sínu í deildinni og leikur í deild þeirra bestu að ári. Það er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega og skoða hina ýmsu tölfræðiþætti hjá KA liðinu. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklingsframistöðu

Stór blakhelgi í KA-Heimilinu framundan

Það er risahelgi framundan í KA-Heimilinu þegar karla- og kvennalið KA taka tvívegis á móti HK í úrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin okkar eru bæði Deildar- og Bikarmeistarar og stefna svo sannarlega á að tryggja þriðja og stærsta titilinn

Aðalfundur KA fór fram í gær

Í gær, miðvikudag, fór fram aðalfundur KA. Ágætlega var mætt og var fundur settur 18:00

Stórglæsilegur 0-3 sigur KA í fyrsta leik

KA gerði sér lítið fyrir og sótti frekar sannfærandi 0-3 sigur í Fagralund er KA og HK mættust í fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. KA er Deildar- og Bikarmeistari og næstu tveir leikir fara fram í KA-Heimilinu um helgina og með sigri í þeim leikjum geta stelpurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn

Aron Dagur framlengir við KA um 3 ár

Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Aron er einn efnilegasti markvörður landsins en hann verður 20 ára í sumar. Hann á 15 leiki fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið í kringum U-21 árs landsliðið að undanförnu