13.05.2019
Handboltavetrinum lauk um helgina er 5. og 6. flokkur léku sína síðustu leiki. Það má með sanni segja að bjart sé framundan hjá okkur í KA en alls eigum við fjögur lið sem enduðu í verðlaunasæti á Íslandsmótinu
12.05.2019
Uppgangur Spaðadeildar KA heldur áfram en um helgina fór fram Norðurlandsmótið í Badminton á Siglufirði. Keppendur á vegum KA unnu þó nokkra verðlaunapeninga og þá vannst einn bikar á þessu skemmtilega móti. Alls átti KA 10 keppendur á mótinu og er mjög gaman að sjá aukinguna hjá þessari ungu en kraftmiklu deild innan KA
12.05.2019
KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin
11.05.2019
KA tapaði í gær fyrir FH í Kaplakrika í æsispennandi leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Staðan í hálfleik var 1-0 FH í vil en síðari hálfleikurinn var heldur betur fjörlegur og réðust úrslit leiksins á síðustu stundu.
10.05.2019
KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur
10.05.2019
Um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Þetta er síðasta mótið hjá þessum aldursflokki í vetur
09.05.2019
Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Fylki í fyrsta heimaleik sumarsins á Þórsvelli í gær og komst þar með á blað í Pepsi Max deild kvenna. Sandra Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir gerðu mörk okkar liðs en Fylkir sem er nýliði í deildinni barðist vel og því þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir hlutunum
08.05.2019
Þór/KA tók á móti Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik sumarsins. Stelpurnar höfðu tapað illa fyrir sterku liði Vals í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar og voru staðráðnar í að sækja sín fyrstu stig gegn nýliðum Fylkis sem höfðu unnið Keflavík í sínum fyrsta leik í sumar
08.05.2019
KA Podcastið er komið aftur í gang og Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í knattspyrnu mætir í stúdíó-ið til þeirra Siguróla og Hjalta. Þar ræðir hann meðal annars um frábæran sigur KA á Íslandsmeisturum Vals sem og framhaldið hjá KA liðinu
08.05.2019
Það voru tveir hörkuleikir á KA-vellinum í gær er KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 3. flokki karla B. Eins og alltaf í nágrannaslögum liðanna var hart barist en á endanum fór KA með sigur af hólmi í báðum leikjum