10.05.2019
KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur
10.05.2019
Um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Þetta er síðasta mótið hjá þessum aldursflokki í vetur
09.05.2019
Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Fylki í fyrsta heimaleik sumarsins á Þórsvelli í gær og komst þar með á blað í Pepsi Max deild kvenna. Sandra Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir gerðu mörk okkar liðs en Fylkir sem er nýliði í deildinni barðist vel og því þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir hlutunum
08.05.2019
Þór/KA tók á móti Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik sumarsins. Stelpurnar höfðu tapað illa fyrir sterku liði Vals í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar og voru staðráðnar í að sækja sín fyrstu stig gegn nýliðum Fylkis sem höfðu unnið Keflavík í sínum fyrsta leik í sumar
08.05.2019
KA Podcastið er komið aftur í gang og Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í knattspyrnu mætir í stúdíó-ið til þeirra Siguróla og Hjalta. Þar ræðir hann meðal annars um frábæran sigur KA á Íslandsmeisturum Vals sem og framhaldið hjá KA liðinu
08.05.2019
Það voru tveir hörkuleikir á KA-vellinum í gær er KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 3. flokki karla B. Eins og alltaf í nágrannaslögum liðanna var hart barist en á endanum fór KA með sigur af hólmi í báðum leikjum
08.05.2019
Þór/KA hélt kynningarkvöld í KA-Heimilinu í gær þar sem leikmenn og aðstandendur liðsins voru kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þá skrifuðu Stefna, TM og Nettó undir nýja styrktarsamninga við liðið við mikið lófatak hjá þeim fjölmörgu er sóttu kvöldið
08.05.2019
KA vann glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn og nú á föstudaginn sækir liðið stórlið FH heim. Leikurinn hefst kl. 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana sem eru staðráðnir í að bæta við stigasöfnunina á föstudaginn
07.05.2019
Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili
07.05.2019
Skráning er hafin í íþrótta- og leikjaskóla KA á vefnum ka.felog.is