25.05.2019
Dagana 27. maí til 1. júní fara Smáþjóðaleikarnir fram í Svartfjallalandi. Þar mun Alexander Heiðarsson taka þátt en alls verða 120 íslenskir keppendur í hinum ýmsu greinum.
24.05.2019
Í tilefni leiks KA og ÍBV á morgun fóru strákarnir í hornspyrnukeppni og var skipt í tvö lið, annað frá Akureyri og hitt frá Húsavík. Fín upphitun fyrir slaginn á morgun að kíkja á þessa skemmtilegu keppni
23.05.2019
Meistaraflokkur karla ætlar að starfrækja knattspyrnuskóla á KA-svæðinu fyrstu dagana eftir að skóla lýkur og áður en sumardagskráin okkar fer á fullt skrið. Æft verður fyrir hádegi dagana 4.-7. júní og er skólinn ætlaður bæði strákum og stelpum í 7. og 6. flokki
23.05.2019
KA tekur á móti ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardaginn klukkan 16:30. Leikurinn er liður í 6. umferð deildarinnar og hefur mætingin verið til fyrirmyndar í byrjun sumars og við ætlum að halda því áfram!
23.05.2019
Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Norðurlandi þriðjudaginn 28. maí og fara æfingarnar fram á gervigrasvelli Tindastóls á Sauðárkróki. Alls á KA 15 fulltrúa sem er það mesta á Norðurlandi en Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótun N1 og KSÍ, mun stjórna æfingunum
23.05.2019
Hildur Lilja Jónsdóttir var á dögunum valin í U-15 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa dagana 1.-2. júní næstkomandi. Við óskum þessari efnilegu stelpu til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
23.05.2019
Í dag klukkan 17:30 verður opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um næringu og árangur í íþróttum. Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur en hann mun fara yfir hina ýmsu punkta eins og algengar mýtur, vökvaþörf, tímasetningar máltíða og fleira
21.05.2019
Það var stórleikur í kvöld á Þórsvelli er Þór/KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Liðin hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár og mátti því búast við hörkuleik en fyrir leikinn voru gestirnir með 9 stig en Þór/KA með 6 stig
21.05.2019
Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samninga við þá Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni. Báðir leika þeir algjört lykilhlutverk í liði KA og hafa gert það í fjöldamörg ár. Það er ljóst að þessir samningar eru lykilskref í þeirri vegferð sem KA hefur verið að vinna í undanfarin ár
21.05.2019
Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samning við miðjumanninn Ottó Björn. Ottó sem verður 18 ára í sumar er mikið efni og kom meðal annars inná í 0-5 bikarsigri KA á Sindra fyrr í sumar. Auk þess hefur hann tvívegis verið í leikmannahóp KA í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri