16.05.2019
2. flokkur karla hefur leik í Bikarkeppni KSÍ í dag þegar strákarnir taka á móti Völsung á KA-vellinum klukkan 19:15. Leikurinn er liður í 32-liða úrslitum keppninnar og eru strákarnir staðráðnir í að fara langt í keppninni í sumar og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leik kvöldsins
16.05.2019
KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar karla á Greifavellinum í gær. Mætingin á leikinn var til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns lögðu leið sína á völlinn og er virkilega gaman að finna fyrir stuðningnum bakvið KA liðið í sumar. Þrátt fyrir fína spilamennsku strákanna voru það gestirnir sem fóru með 0-1 sigur af hólmi
15.05.2019
KA tapaði í kvöld 0-1 fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Mark Blika kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir einungis þriggja mínútna leik.
15.05.2019
Það er komið að næsta heimaleik í Pepsi Max deild karla þegar KA tekur á móti Breiðablik klukkan 19:15 á Greifavellinum í kvöld. KA liðið hefur byrjað mótið af krafti og var virkilega óheppið að fá ekkert útúr síðasta leik er strákarnir sóttu FH heim
15.05.2019
Handknattleiksdeild KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson eru báðir í U-19 ára landsliðinu sem mun taka líkamlegt próf 18. maí og við taka svo hefðbundnar handboltaæfingar 21.-24. maí. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson
13.05.2019
Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
13.05.2019
Handboltavetrinum lauk um helgina er 5. og 6. flokkur léku sína síðustu leiki. Það má með sanni segja að bjart sé framundan hjá okkur í KA en alls eigum við fjögur lið sem enduðu í verðlaunasæti á Íslandsmótinu
12.05.2019
Uppgangur Spaðadeildar KA heldur áfram en um helgina fór fram Norðurlandsmótið í Badminton á Siglufirði. Keppendur á vegum KA unnu þó nokkra verðlaunapeninga og þá vannst einn bikar á þessu skemmtilega móti. Alls átti KA 10 keppendur á mótinu og er mjög gaman að sjá aukinguna hjá þessari ungu en kraftmiklu deild innan KA
12.05.2019
KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin
11.05.2019
KA tapaði í gær fyrir FH í Kaplakrika í æsispennandi leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Staðan í hálfleik var 1-0 FH í vil en síðari hálfleikurinn var heldur betur fjörlegur og réðust úrslit leiksins á síðustu stundu.