Fréttir

Jóhann Einarsson bestur hjá U-liðinu

Það má með sanni segja að nýliðinn handboltavetur hafi verið ansi farsæll hjá KA þar sem bæði KA og KA/Þór héldu sæti sínu í deild þeirra bestu og gott betur en það. Að auki vann ungmennalið KA sigur í 2. deild karla og strákarnir munu því leika í Grill-66 deildinni á næsta vetri

Aðalfundur FIMAK

Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram. Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla. Venjuleg aðalfundastörf fara fram. Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum.

Stefán Haukur Jakobsson er fallinn frá

Genginn er góður KA félagi, Stefán Haukur Jakobsson, sem lést síðastliðinn laugardag, 27. apríl, 86 ára að aldri. Stefán Haukur, eða Haukur Dúdda eins og hann var jafnan kallaður, var knattspyrnumaður góður og lék knattspyrnu bæði með KA og ÍBA. Haukur studdi ávallt sitt félag og eftir að hann hætti sjálfur að leika með meistaraflokki var hann einkar duglegur að mæta á leiki bæði hjá meistarflokki karla og einnig hjá yngri flokkum. Haukur var af mikilli KA fjölskyldu kominn, mamma hans Matthildur Stefánsdóttir var heiðursfélagi KA og bræður hann Jakob, Gunnar og Jóhann (Donni) léku allir knattspyrnu með KA eins og Haukur. Knattspyrnufélag Akureyrar vottar aðstandendum Hauks sína innilegustu samúð.

Gunnar Líndal tekur við KA/Þór

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Gunnar Líndal Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs KA/Þórs. Samningurinn er til tveggja ára og ætlumst við til mikils af Gunnari en hann tekur við liðinu af Jónatan Magnússyni sem stýrði liðinu í 5. sæti Olís deildar á nýliðnum vetri

Myndaveisla frá Íslandsmeistaratitli KA í blaki karla

Karlalið KA í blaki varð Íslandsmeistari á dögunum er liðið vann HK í svakalegum oddaleik í KA-Heimilinu. Leikurinn var jafn og spennandi og fór á endanum í oddahrinu þar sem KA liðið reyndist sterkara. Með sigrinum var því ljóst að KA er handhafi allra titla í blakinu bæði í karla- og kvennaflokki og er þetta annað árið í röð sem KA er þrefaldur meistari karlamegin

Almarr með 100 leiki fyrir KA

Almarr Ormarsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild og bikar.

Tap í fyrsta leik gegn ÍA

KA tapaði í dag 3-1 gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar á Norðurálsvellinum á Akranesi. Staðan í hálfleik var 2-1 heimamönnum í vil.

Fyrsti leikur í Pepsi Max á morgun

KA hefur á morgun leik í Pepsi Max deild karla á morgun. Liðið mætir þá Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00.

Vinnudagar á Greifavelli

Næstu daga munu sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg við að koma Greifavellinum í gott stand fyrir sumarið. Sjálfboðaliða-vinnudagar verða eftirtalda daga: Sunnudaginn 28. apríl kl. 12:00-15:00 Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00-19:00 Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00-19:00 Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00-17:00 - léttar veitingar fyrir sjálfboðaliða eftir hádegið fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00-19:00 Föstudaginn 3. maí kl. 17:00-19:00

Strákarnir kláruðu tímabilið með ótrúlegum sigri

KA vinnur ótrúlegan 3-2 sigur á HK og tryggir sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla! Strákarnir eru því þrefaldir meistarar annað árið í röð og leika því eftir magnað afrek kvennaliðs KA, takk fyrir ótrúlegan stuðning kæru KA-menn