Fréttir

Hildur Lilja valin í U-15 ára landsliðið

Hildur Lilja Jónsdóttir var á dögunum valin í U-15 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa dagana 1.-2. júní næstkomandi. Við óskum þessari efnilegu stelpu til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum

Opinn fyrirlestur um næringu og árangur

Í dag klukkan 17:30 verður opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um næringu og árangur í íþróttum. Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur en hann mun fara yfir hina ýmsu punkta eins og algengar mýtur, vökvaþörf, tímasetningar máltíða og fleira

Breiðablik lagði Þór/KA að velli 1-4

Það var stórleikur í kvöld á Þórsvelli er Þór/KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Liðin hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár og mátti því búast við hörkuleik en fyrir leikinn voru gestirnir með 9 stig en Þór/KA með 6 stig

Hallgrímur Mar og Hrannar framlengja um 3 ár

Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samninga við þá Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni. Báðir leika þeir algjört lykilhlutverk í liði KA og hafa gert það í fjöldamörg ár. Það er ljóst að þessir samningar eru lykilskref í þeirri vegferð sem KA hefur verið að vinna í undanfarin ár

Ottó Björn skrifar undir 3 ára samning við KA

Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samning við miðjumanninn Ottó Björn. Ottó sem verður 18 ára í sumar er mikið efni og kom meðal annars inná í 0-5 bikarsigri KA á Sindra fyrr í sumar. Auk þess hefur hann tvívegis verið í leikmannahóp KA í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri

KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna

Risaleikur hjá Þór/KA í kvöld

Einn af stærstu leikjum sumarsins er í kvöld er Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan 18:30 á Þórsvelli. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stórskemmtilegir og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið

KA Podcastið - Hallgrímur eftir sigur á Stjörnunni

Hallgrímur Jónasson fyrirliði KA mætti í stúdíóið til Hjalta Hreinssonar og ræddi meðal annars um hinn frábæra útisigur KA á Stjörnunni í gær. Þá fer hann einnig yfir undanfarnar vikur hjá liðinu og því sem framundan er. Um að gera að hlusta á þennan skemmtilega þátt, þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes

0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ

KA gerði í dag góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna 0-2. Staðan í hálfleik var markalaus en KA liðið mætti frábærlega inn í seinni hálfleikinn og komst í 0-2 forystu á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins.

Gylfi og Berenika keppa í Finnlandi um helgina

Gylfi Edduson og Berenika Bernat taka þátt í Norðurlandamótinu í júdó sem haldið er í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Einnig munu fyrrum KA kempur þeir Breki Bernharðsson og Dofri Bragason taka þátt.