01.07.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
19.06.2019
Um helgina fer fram hið árlega Greifamót KA þar sem stelpur í 7. flokki leika listir sínar í fótbolta. Mótið er gríðarlega skemmtilegt en þarna taka margar stelpur sín fyrstu skref í fótboltanum og má með sanni segja að gleðin sé allsráðandi
19.06.2019
Annað námskeið leikjaskóla KA hefst á mánudaginn (24. júní) og hvetjum við ykkur eindregið til að drífa í skráningu á námskeiðið ef það er eftir. Tímabilið er 24. júní til 5. júlí og fer það fram í Íþróttahöllinni. Það er gert þar sem undirbúningur fyrir N1 mót KA verður í fullum gangi sem og mótið sjálft
14.06.2019
Arnór Ísak Haddsson er í lokahóp U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Opna Evrópumótinu í Gautaborg 1.-5. júlí næstkomandi sem og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar sem fer fram í Baku í Azerbaijan 21.-27. júlí
14.06.2019
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í gær hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 24.-28. júní. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
14.06.2019
Set-mótið fór fram um síðustu helgi á Selfossi en þar leika listir sínar strákar á yngra ári í 6. flokki. Alls sendi KA 6 lið á mótið eða samtals 36 strákar. Set-mótið er gríðarlega sterkt mót þar sem flest af öflugustu liðum landsins mæta til leiks
13.06.2019
Það er alvöru leikur á Greifavellinum á laugardaginn þegar Grindvíkingar mæta norður. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og ljóst að við þurfum öll að fjölmenna á völlinn til að tryggja þrjú mikilvæg stig. Aðeins einu stigi munar á liðunum og er þetta fyrsti leikurinn í deildinni eftir landsliðspásu
13.06.2019
Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu hefjast 17. júní og ljúka 30. ágúst, vikufrí verður í lok júlí. Æfingjagjöldin eru 20.000 krónur á hvern iðkanda
12.06.2019
Jóhann Einarsson og Einar Birgir Stefánsson framlengdu í dag samninga sína við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Eru þetta mikil gleðitíðindi enda eru þarna á ferð öflugir ungir leikmenn sem ætla sér stóra hluti með KA liðinu sem leikur áfram í deild þeirra bestu á komandi tímabili
12.06.2019
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir - starfsfólk KA mun fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 1. júlí næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu