22.04.2019
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik um titilinn. Stelpurnar áttu líklega sinn besta leik í vetur fyrir framan troðfullt KA-Heimili og tryggðu fyrsta Íslandsmeistaratitil KA í blaki kvenna
22.04.2019
Það er hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 þegar KA og HK mætast í fimmta skiptið í einvíginu um titilinn. Stelpurnar eru Deildar- og Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að hampa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í sögu KA
18.04.2019
Lokahóf handknattleiksdeildar KA var haldið með pompi og prakt í gær þar sem frábærum vetri hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs var fagnað vel og innilega. Martha Hermannsdóttir og Áki Egilsnes voru valin bestu leikmenn liðanna í vetur en bæði áttu þau frábært tímabil
17.04.2019
HK tók á móti KA í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Fagralundi í kvöld. Rétt eins og í síðasta leik hefði KA tryggt sér titilinn með sigri en HK var að berjast fyrir lífi sínu og þurfti sigur til að halda einvíginu gangandi
17.04.2019
Martha Hermannsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs sem stóð sig frábærlega á nýliðnum handboltavetri er liðið endaði í 5. sæti Olís deildarinnar þvert á hrakspár sérfræðinga. Martha var mögnuð á vellinum og endaði sem markadrottning deildarinnar með 138 mörk
17.04.2019
Það er komið að fjórða leik KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar okkar leiða 2-1 og tryggja titilinn með sigri en það er ljóst að lið HK mun ekki gefa neitt eftir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 í Fagralundi í Kópavogi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið í þessum risaleik
16.04.2019
Karlalið KA var með bakið uppvið vegg er liðið sótti HK heim í fjórða leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. HK myndi hampa titlinum með sigri en KA liðið þurfti á sigri að halda til að knýja fram hreinan úrslitaleik um titilinn og því ansi mikið undir í Fagralundi í Kópavogi
16.04.2019
Það er sannkallaður risaleikur í Fagralundi í kvöld kl. 19:30 er KA sækir HK heim í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK leiðir einvígið 2-1 og tryggir því titilinn með sigri í kvöld en KA liðið er staðráðið í að tryggja sér hreinan úrslitaleik í KA-Heimilinu
16.04.2019
Það er farið að styttast í að hasarinn í Pepsi Max deild karla hefjist og hófst sala á ársmiðum hjá knattspyrnudeild KA í gærkvöldi á vel heppnuðu stuðningsmannakvöldi. Fyrsti leikur KA í sumar er á Akranesi laugardaginn 27. apríl og við tekur fyrsti heimaleikurinn gegn Val sunnudaginn 5. maí á Greifavellinum
15.04.2019
Það var stórleikur í Boganum í kvöld er Þór/KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðin höfðu mæst nýverið í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem Þór/KA fór með 2-1 sigur af hólmi eftir hörkuleik. Það mátti því búast við spennuleik í kvöld sem úr varð