03.05.2019
Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2021. Á sama tíma skrifaði hann undir lánssamning við Magna á Grenivík og mun hann leika með þeim út sumarið. Bjarni leikur sem miðjumaður og verður tvítugur síðar á árinu
03.05.2019
Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur
02.05.2019
Í dag ætlar KA að hylla blakliðin sín og bjóða til veislu í KA-heimilinu. Veislan hefst kl. 18:00 og eru allir hjartanlega velkomnir
01.05.2019
KA vann í dag stórsigur á Sindra á Höfn í Hornafirði 0-5 en staðan í hálfleik var 0-2 KA í vil. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í leiknum.
01.05.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
30.04.2019
Lokahóf blakdeildar KA fór fram í kvöld þar sem deildin fagnaði ótrúlegum vetri þar sem karla- og kvennalið KA unnu alla titla sem í boði voru. Afrekið er sögulegt en aldrei áður hefur sama félagið unnið alla titla karla- og kvennamegin á sama tímabilinu
30.04.2019
Það hefur verið mikill uppgangur í Spaðadeild KA undanfarið og kepptu meðal annars þrír einstaklingar fyrir hönd félagsins á meistaramótinu í badminton á dögunum. Næst á dagskrá er svo Norðurlandsmótið í badminton en það verður haldið á Siglufirði dagana 10.-11. maí
30.04.2019
Það má með sanni segja að nýliðinn handboltavetur hafi verið ansi farsæll hjá KA þar sem bæði KA og KA/Þór héldu sæti sínu í deild þeirra bestu og gott betur en það. Að auki vann ungmennalið KA sigur í 2. deild karla og strákarnir munu því leika í Grill-66 deildinni á næsta vetri
29.04.2019
Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram. Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla. Venjuleg aðalfundastörf fara fram. Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum.
29.04.2019
Genginn er góður KA félagi, Stefán Haukur Jakobsson, sem lést síðastliðinn laugardag, 27. apríl, 86 ára að aldri.
Stefán Haukur, eða Haukur Dúdda eins og hann var jafnan kallaður, var knattspyrnumaður góður og lék knattspyrnu bæði með KA og ÍBA. Haukur studdi ávallt sitt félag og eftir að hann hætti sjálfur að leika með meistaraflokki var hann einkar duglegur að mæta á leiki bæði hjá meistarflokki karla og einnig hjá yngri flokkum.
Haukur var af mikilli KA fjölskyldu kominn, mamma hans Matthildur Stefánsdóttir var heiðursfélagi KA og bræður hann Jakob, Gunnar og Jóhann (Donni) léku allir knattspyrnu með KA eins og Haukur.
Knattspyrnufélag Akureyrar vottar aðstandendum Hauks sína innilegustu samúð.