Fréttir

Myndaveislur frá glæsisigri KA á FH

KA vann glæsilegan 29-26 sigur á FH í lokaumferð Olísdeildar karla í gær. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu en KA hafði fyrir leikinn tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og fylgdi því eftir með flottri frammistöðu fyrir framan þéttskipað KA-Heimili

KA fögnuður í dag á KA - FH

KA tekur á móti FH í lokaleik Olísdeildarinnar þennan veturinn í kvöld klukkan 19:00. Strákarnir eru öruggir með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og við ætlum að fagna því!

Allar æfingar falla niður um helgina.

Helgina 5.-7. apríl falla allar æfingar niður hjá félaginu vegna innanfélagsmóts. Verið er að keppa í öllum greinum fimleika nema Parkour um helgina og krýndir Akureyrarmeistarar í lok hvers keppnisdags. Parkour mótið verður auglýst síðar.

Stefán og Jónatan þjálfa KA næstu 2 árin

Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við þá Stefán Árnason og Jónatan Magnússon um að þeir munu þjálfa karlalið KA í handbolta. Stefán og Jónatan verða saman aðalþjálfarar rétt eins og Stefán og Heimir Örn Árnason hafa verið í vetur en Heimir stígur nú til hliðar og þökkum við honum fyrir hans framlag í þjálfuninni

Fögnum saman á lokaleik vetrarins

KA tekur á móti FH í lokaumferð Olís deildar karla í handbolta á laugardaginn kl. 19:00. Eftir frábæra frammistöðu í vetur er KA öruggt með áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu og ætlum við að fagna því vel og innilega í KA-Heimilinu

Rut og Agnes Birta framlengja við Þór/KA

Í gær framlengdi Þór/KA samninga sína við þær Rut Matthíasdóttur og Agnes Birtu Stefánsdóttur. Báðir samningar gilda til loka árs 2021 og er mikil ánægja innan herbúða liðsins með að halda þessum öflugu leikmönnum í sínum röðum

KA og Akureyrarbær undirrita þjónustusamning

Í gær gerði Akureyrarbær þjónustusamninga við KA sem og önnur íþróttafélög í bænum. Þjónustusamningarnir eru nýir af nálinni en markmiðið með þeim er að stuðla að betra og faglegra starfi innan íþróttafélaganna svo öll börn og ungmenni eigi þess kost að iðka heilbrigt og metnaðarfullt íþrótta- og tómstundarstarf óháð efnahag fjölskyldu

Kvennalið KA kláraði einvígið við Völsung

KA sótti Völsung heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Stelpurnar höfðu unnið fyrsta leikinn í oddahrinu eftir svakalega baráttu og mátti því búast við krefjandi leik á Húsavík

KA áfram í deild þeirra bestu!

KA mun leika áfram í Olís deild karla í handboltanum en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA sótti stórlið Vals heim en fyrir leikinn var enn möguleiki á sæti í úrslitakeppninni og ljóst að strákarnir myndu gefa allt í leikinn

Akureyrarfjör um helgina

Um helgina fer fram Akureyrarfjör hjá okkur. Þar gefst öllum iðkendum á grunnskóla aldri að keppa í fimleikum. Yngri hóparnir gera þær æfingar sem þeir hafa lært í vetur og við hvert áhald situr dómari sem skráir niður hvernig gékk. Um helgina verður keppt í grunnhópum, stökkfimi og áhaldafimleikum. Parkour fer fram síðar í apríl. Tilgangur mótsins er að allir fái smá innsýn í hvernig er að keppa í fimleikum og svo er ekki verra að hafa pabba, mömmu, afa og ömmu í salnum að fylgjast með. Eldri iðkendurnir okkar keppa svo um Akureyrarmeistara titil í hverjum styrkleika fyrir sig.