Fréttir

Tryggja stelpurnar sér sæti í úrslitunum?

KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu

KA sækir Val heim í Olís karla

Það er komið að lokabaráttunni í Olís deild karla í handboltanum en KA sækir stórlið Vals heim í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ætla sér sigurinn en liðið er í 9. sæti einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni

Strákarnir slógu út Álftanes 2-0

KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik

Martha markadrottning í Olís kvenna

Lokaumferðin í Olís deild kvenna í handboltanum fór fram í kvöld og tók KA/Þór á móti Stjörnunni. Lítið var undir í leiknum en það var ljóst að okkar lið myndi enda í 5. sæti deildarinnar og gestirnir í 6. sætinu. Það var hinsvegar mikið undir á einni vígstöð en fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir með eitt mark í forskot í baráttunni um markadrottningstitilinn

Frítt á lokaleik KA/Þórs í kvöld!

KA/Þór leikur í kvöld lokaleik sinn í vetur er liðið tekur á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru svo sannarlega klárar í slaginn og ætla sér að enda frábært tímabil með góðum sigri á öflugu liði Garðbæinga

Aðalfundur KA verður 10. apríl

Miðvikudaginn 10. apríl klukkan 18:00 fer fram aðalfundur KA í KA-Heimilinu. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Annar leikur Álftanes og KA í kvöld

KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð

Erlingur upp í goðsagnarhöll KA

Fyrir leik KA og ÍBV um helgina var Erlingur Kristjánsson vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Erlingur er einhver sögufrægasti félagsmaður KA og bætist í hóp með þeim Patreki Jóhannessyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Valdimar Grímssyni í goðsagnarhöll KA

Stórafmæli í apríl

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.

Aðalfundir deilda 8. og 9. apríl

Aðalfundir blak-, júdó-, handknatleiks- og spaðadeildar KA verða haldnir í KA-Heimilinu 8. og 9. apríl næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og taka virkan þátt í starfinu. Fundirnir eru eftirfarandi