11.04.2019
Í gær, miðvikudag, fór fram aðalfundur KA. Ágætlega var mætt og var fundur settur 18:00
10.04.2019
KA gerði sér lítið fyrir og sótti frekar sannfærandi 0-3 sigur í Fagralund er KA og HK mættust í fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. KA er Deildar- og Bikarmeistari og næstu tveir leikir fara fram í KA-Heimilinu um helgina og með sigri í þeim leikjum geta stelpurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
10.04.2019
Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Aron er einn efnilegasti markvörður landsins en hann verður 20 ára í sumar. Hann á 15 leiki fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið í kringum U-21 árs landsliðið að undanförnu
10.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki kvenna hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA liðið hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og er klárt mál að stelpurnar ætla sér þrennuna. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs
09.04.2019
HK tók á móti KA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þrátt fyrir að KA væri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en næstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Það er mikilvægt að hefja einvígið af krafti og ljóst að mikilvægi þessa fyrsta leiks var mikið
09.04.2019
Handknattleiksdeild KA framlengdi í kvöld samninga sína við þá Andra Snæ Stefánsson, Daða Jónsson og Jón Heiðar Sigurðsson. Þetta er stórt skref í undirbúningi næsta tímabils en allir þrír voru í lykilhlutverki í liði KA sem tryggði sér nýverið áfram þátttökurétt í deild þeirra bestu
09.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs
09.04.2019
Mikill uppgangur hefur verið í spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið
08.04.2019
Það bættust tveir magnaðir kappar í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og FH um helgina. Þetta eru þeir Alfreð Gíslason og Róbert Julian Duranona og bætast þeir í hóp með Erlingi Kristjánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni og Patreki Jóhannessyni
08.04.2019
Fyrir leik KA og FH um helgina voru þrír af bestu sonum handboltans í KA hylltir. Heimir Örn Árnason og Sverre Andreas Jakobsson léku lokaleik sinn sem leikmenn KA og þá var Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH sæmdur silfurmerki KA