Fréttir

Myndaveislur frá leik KA og ÍBV

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í gær þegar KA og ÍBV mættust í Olís deild karla í handboltanum. Ansi mikið var undir hjá báðum liðum og var spennan í algleymingi, stemningin í stúkunni var algjörlega til fyrirmyndar og erum við ótrúlega þakklát fyrir þennan magnaða stuðning sem við fáum frá ykkur kæru KA-menn

Þór/KA lagði Íslandsmeistarana 2-1

Þór/KA tók á móti Breiðablik í lokaumferð riðlakeppninnar í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn örugg í undanúrslit en 2. sætið í riðlinum var undir auk þess sem að ávallt er hart barist þegar þessi tvö lið mætast

Slæmur endakafli kostaði KA/Þór tap

KA/Þór sótti ÍBV heim í Olís deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA/Þór fer hvorki ofar né neðar en 5. sætið og hafði því að litlu að keppa en heimakonur eru í harðri baráttu um 3. sætið og þurfti á sigri að halda

Íslandsmót 2019 í áhaldafimleikum

Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi

Mikil dagskrá í kringum KA - ÍBV í dag

Það er ansi mikilvægur leikur í handboltanum í dag þegar KA tekur á móti ÍBV. KA er í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf á sigri að halda gegn sterku liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en við hvetjum ykkur eindregið til að mæta snemma og taka þátt í gleðinni

Úrslitakeppnin í blaki hefst um helgina

Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum

4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

Handknattleiksdeild KA á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 árs hópnum en hann mun æfa dagana 10.-12. apríl næstkomandi en þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal

Myndband frá bikarsigri KA í blaki karla

KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur

Stórleikur gegn ÍBV á laugardaginn!

KA tekur á móti ÍBV í næstsíðasta heimaleik vetrarins í Olís deild karla á laugardaginn kl. 17:00. Strákarnir eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda til að sækja gríðarlega mikilvæg stig gegn öflugu liði ÍBV

Myndband frá fyrsta bikartitli KA í blaki kvenna

KA varð um helgina Bikarmeistari í blaki kvenna er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Hér má sjá skemmtilega samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við aftur óska liðinu sem og öllum sem að því koma til hamingju með þennan frábæra sigur