23.04.2019
Nú er röðin komin að körlunum en KA og HK mætast rétt eins og hjá konunum í gær í hreinum úrslitaleik í KA-Heimilinu klukkan 19:30 í kvöld. KA er Deildar- og Bikarmeistari á þessu tímabili auk þess sem liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og klárt mál að strákarnir ætla sér þann stóra í kvöld
23.04.2019
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en á dögunum lauk forkeppni keppninnar og því orðið ljóst hvaða 20 lið væru í pottinum ásamt þeim 12 liðum er leika í Pepsi Max deildinni. KA fékk útileik gegn 3. deildarliði Sindra og verður leikið á Höfn
23.04.2019
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í fyrsta skiptið í sögunni er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik liðanna um titilinn í KA-Heimilinu í gær. Stelpurnar unnu einnig sigur í Bikarkeppninni og Deildarkeppninni og eru því þrefaldir meistarar 2018-2019
22.04.2019
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í hreinum úrslitaleik um titilinn. Stelpurnar áttu líklega sinn besta leik í vetur fyrir framan troðfullt KA-Heimili og tryggðu fyrsta Íslandsmeistaratitil KA í blaki kvenna
22.04.2019
Það er hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 þegar KA og HK mætast í fimmta skiptið í einvíginu um titilinn. Stelpurnar eru Deildar- og Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að hampa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í sögu KA
18.04.2019
Lokahóf handknattleiksdeildar KA var haldið með pompi og prakt í gær þar sem frábærum vetri hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs var fagnað vel og innilega. Martha Hermannsdóttir og Áki Egilsnes voru valin bestu leikmenn liðanna í vetur en bæði áttu þau frábært tímabil
17.04.2019
HK tók á móti KA í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Fagralundi í kvöld. Rétt eins og í síðasta leik hefði KA tryggt sér titilinn með sigri en HK var að berjast fyrir lífi sínu og þurfti sigur til að halda einvíginu gangandi
17.04.2019
Martha Hermannsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs sem stóð sig frábærlega á nýliðnum handboltavetri er liðið endaði í 5. sæti Olís deildarinnar þvert á hrakspár sérfræðinga. Martha var mögnuð á vellinum og endaði sem markadrottning deildarinnar með 138 mörk
17.04.2019
Það er komið að fjórða leik KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar okkar leiða 2-1 og tryggja titilinn með sigri en það er ljóst að lið HK mun ekki gefa neitt eftir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 í Fagralundi í Kópavogi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið í þessum risaleik
16.04.2019
Karlalið KA var með bakið uppvið vegg er liðið sótti HK heim í fjórða leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. HK myndi hampa titlinum með sigri en KA liðið þurfti á sigri að halda til að knýja fram hreinan úrslitaleik um titilinn og því ansi mikið undir í Fagralundi í Kópavogi