31.03.2019
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í gær þegar KA og ÍBV mættust í Olís deild karla í handboltanum. Ansi mikið var undir hjá báðum liðum og var spennan í algleymingi, stemningin í stúkunni var algjörlega til fyrirmyndar og erum við ótrúlega þakklát fyrir þennan magnaða stuðning sem við fáum frá ykkur kæru KA-menn
30.03.2019
Þór/KA tók á móti Breiðablik í lokaumferð riðlakeppninnar í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn örugg í undanúrslit en 2. sætið í riðlinum var undir auk þess sem að ávallt er hart barist þegar þessi tvö lið mætast
30.03.2019
KA/Þór sótti ÍBV heim í Olís deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA/Þór fer hvorki ofar né neðar en 5. sætið og hafði því að litlu að keppa en heimakonur eru í harðri baráttu um 3. sætið og þurfti á sigri að halda
30.03.2019
Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi
30.03.2019
Það er ansi mikilvægur leikur í handboltanum í dag þegar KA tekur á móti ÍBV. KA er í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf á sigri að halda gegn sterku liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en við hvetjum ykkur eindregið til að mæta snemma og taka þátt í gleðinni
28.03.2019
Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum
28.03.2019
Handknattleiksdeild KA á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 árs hópnum en hann mun æfa dagana 10.-12. apríl næstkomandi en þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal
27.03.2019
KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur
27.03.2019
KA tekur á móti ÍBV í næstsíðasta heimaleik vetrarins í Olís deild karla á laugardaginn kl. 17:00. Strákarnir eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda til að sækja gríðarlega mikilvæg stig gegn öflugu liði ÍBV
26.03.2019
KA varð um helgina Bikarmeistari í blaki kvenna er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Hér má sjá skemmtilega samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við aftur óska liðinu sem og öllum sem að því koma til hamingju með þennan frábæra sigur