03.04.2019
Um helgina fer fram Akureyrarfjör hjá okkur. Þar gefst öllum iðkendum á grunnskóla aldri að keppa í fimleikum. Yngri hóparnir gera þær æfingar sem þeir hafa lært í vetur og við hvert áhald situr dómari sem skráir niður hvernig gékk. Um helgina verður keppt í grunnhópum, stökkfimi og áhaldafimleikum. Parkour fer fram síðar í apríl. Tilgangur mótsins er að allir fái smá innsýn í hvernig er að keppa í fimleikum og svo er ekki verra að hafa pabba, mömmu, afa og ömmu í salnum að fylgjast með. Eldri iðkendurnir okkar keppa svo um Akureyrarmeistara titil í hverjum styrkleika fyrir sig.
03.04.2019
KA/Þór tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Olís deildar kvenna í gær. Íslandsbanki og PWC buðu frítt á leikinn og var heldur betur mögnuð mæting í KA-Heimilið þar sem Martha Hermannsdóttir tryggði sér Markadrottningartitilinn í deildinni, annars var lítið undir í leiknum annað en stoltið en ljóst var að KA/Þór myndi enda í fimmta sæti deildarinnar og Stjarnan í því sjötta. Gestirnir fóru á endanum með 21-27 sigur
03.04.2019
Mikið magn óskilamuna er í KA-heimilinu um þessar mundir - starfsfólk KA mun fara með alla óskilamuni á Rauða Krossinn þann 16. apríl næstkomandi!
03.04.2019
KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu
03.04.2019
Það er komið að lokabaráttunni í Olís deild karla í handboltanum en KA sækir stórlið Vals heim í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ætla sér sigurinn en liðið er í 9. sæti einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni
02.04.2019
KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik
02.04.2019
Lokaumferðin í Olís deild kvenna í handboltanum fór fram í kvöld og tók KA/Þór á móti Stjörnunni. Lítið var undir í leiknum en það var ljóst að okkar lið myndi enda í 5. sæti deildarinnar og gestirnir í 6. sætinu. Það var hinsvegar mikið undir á einni vígstöð en fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir með eitt mark í forskot í baráttunni um markadrottningstitilinn
02.04.2019
KA/Þór leikur í kvöld lokaleik sinn í vetur er liðið tekur á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru svo sannarlega klárar í slaginn og ætla sér að enda frábært tímabil með góðum sigri á öflugu liði Garðbæinga
02.04.2019
Miðvikudaginn 10. apríl klukkan 18:00 fer fram aðalfundur KA í KA-Heimilinu. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA. Hefðbundin aðalfundarstörf.
02.04.2019
KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð