22.03.2019
Það er alvöru dagskrá í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, þegar alls fimm handboltaleikir fara fram. Ungmennalið KA leikur lokaleik sinn í vetur er liðið mætir ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um sigur í 2. deildinni og því bikar í húfi fyrir strákana sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í Grill 66 deildinni á næsta ári
22.03.2019
Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin
22.03.2019
Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson léku báðir með U21 landsliði Íslands sem gerði í dag jafntefli í vináttuleik gegn Tékklandi á Spáni.
21.03.2019
KA beið í kvöld lægri hlut gegn Skagamönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins 4-0 í Akraneshöllinni. Staðan í hálfleik var 2-0 heimamönnum í vil.
21.03.2019
KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum karla- og kvenna landsliða Íslands í blaki, þrjá í karla- og þrjá í kvennaliðinu. Þetta eru þau Filip Pawel Szewczyk, Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðbrandsdóttir
21.03.2019
Boðað er til auka-aðalfundar knattspyrnudeildar fimmtudaginn 28. mars með vikufyrirvara samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn verður haldinn í KA-Heimilinu kl. 21.00
21.03.2019
KA mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag klukkan 18:00. Strákarnir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og ætla sér í úrslitaleikinn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og FH
19.03.2019
Valdimar Grímsson var vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA í gær fyrir leik KA og Selfoss. Valdimar bætist þar með í hóp með Patreki Jóhannessyni og Guðjóni Val Sigurðssyni og eru þeir félagar á striga í sal KA-Heimilisins
19.03.2019
KA og Selfoss mættust í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum í gær þar sem gestirnir byrjuðu betur. En með frábærum stuðningi áhorfenda kom KA liðið sér aftur inn í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Því miður dugði það ekki að þessu sinni og Selfyssingar fóru með 27-29 sigur af hólmi
19.03.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.