12.04.2019
Það er farið að styttast allsvakalega í fótboltasumarið og ríkir mikil eftirvænting hjá okkur KA mönnum fyrir veislunni. Framundan er þriðja sumarið í röð hjá KA í deild þeirra bestu en fyrsti leikur er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl næstkomandi
12.04.2019
Nú er keppnistímabilinu í handboltanum lokið þennan veturinn og niðurstaðan sú að KA hélt sæti sínu í deildinni og leikur í deild þeirra bestu að ári. Það er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega og skoða hina ýmsu tölfræðiþætti hjá KA liðinu. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklingsframistöðu
11.04.2019
Það er risahelgi framundan í KA-Heimilinu þegar karla- og kvennalið KA taka tvívegis á móti HK í úrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin okkar eru bæði Deildar- og Bikarmeistarar og stefna svo sannarlega á að tryggja þriðja og stærsta titilinn
11.04.2019
Í gær, miðvikudag, fór fram aðalfundur KA. Ágætlega var mætt og var fundur settur 18:00
10.04.2019
KA gerði sér lítið fyrir og sótti frekar sannfærandi 0-3 sigur í Fagralund er KA og HK mættust í fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. KA er Deildar- og Bikarmeistari og næstu tveir leikir fara fram í KA-Heimilinu um helgina og með sigri í þeim leikjum geta stelpurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
10.04.2019
Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Aron er einn efnilegasti markvörður landsins en hann verður 20 ára í sumar. Hann á 15 leiki fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið í kringum U-21 árs landsliðið að undanförnu
10.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki kvenna hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA liðið hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og er klárt mál að stelpurnar ætla sér þrennuna. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs
09.04.2019
HK tók á móti KA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þrátt fyrir að KA væri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en næstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Það er mikilvægt að hefja einvígið af krafti og ljóst að mikilvægi þessa fyrsta leiks var mikið
09.04.2019
Handknattleiksdeild KA framlengdi í kvöld samninga sína við þá Andra Snæ Stefánsson, Daða Jónsson og Jón Heiðar Sigurðsson. Þetta er stórt skref í undirbúningi næsta tímabils en allir þrír voru í lykilhlutverki í liði KA sem tryggði sér nýverið áfram þátttökurétt í deild þeirra bestu
09.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs