09.04.2019
Mikill uppgangur hefur verið í spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið
08.04.2019
Það bættust tveir magnaðir kappar í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og FH um helgina. Þetta eru þeir Alfreð Gíslason og Róbert Julian Duranona og bætast þeir í hóp með Erlingi Kristjánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni og Patreki Jóhannessyni
08.04.2019
Fyrir leik KA og FH um helgina voru þrír af bestu sonum handboltans í KA hylltir. Heimir Örn Árnason og Sverre Andreas Jakobsson léku lokaleik sinn sem leikmenn KA og þá var Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH sæmdur silfurmerki KA
07.04.2019
Í uppgjörsþætti Seinni Bylgjunnar um síðari hluta Olís deildanna var valið í úrvalslið bæði hjá körlunum og konunum. KA og KA/Þór eiga tvo fulltrúa en það eru þau Áki Egilsnes og Katrín Vilhjálmsdóttir
07.04.2019
KA vann glæsilegan 29-26 sigur á FH í lokaumferð Olísdeildar karla í gær. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu en KA hafði fyrir leikinn tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og fylgdi því eftir með flottri frammistöðu fyrir framan þéttskipað KA-Heimili
06.04.2019
KA tekur á móti FH í lokaleik Olísdeildarinnar þennan veturinn í kvöld klukkan 19:00. Strákarnir eru öruggir með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og við ætlum að fagna því!
06.04.2019
Helgina 5.-7. apríl falla allar æfingar niður hjá félaginu vegna innanfélagsmóts. Verið er að keppa í öllum greinum fimleika nema Parkour um helgina og krýndir Akureyrarmeistarar í lok hvers keppnisdags. Parkour mótið verður auglýst síðar.
05.04.2019
Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við þá Stefán Árnason og Jónatan Magnússon um að þeir munu þjálfa karlalið KA í handbolta. Stefán og Jónatan verða saman aðalþjálfarar rétt eins og Stefán og Heimir Örn Árnason hafa verið í vetur en Heimir stígur nú til hliðar og þökkum við honum fyrir hans framlag í þjálfuninni
04.04.2019
KA tekur á móti FH í lokaumferð Olís deildar karla í handbolta á laugardaginn kl. 19:00. Eftir frábæra frammistöðu í vetur er KA öruggt með áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu og ætlum við að fagna því vel og innilega í KA-Heimilinu
04.04.2019
Í gær framlengdi Þór/KA samninga sína við þær Rut Matthíasdóttur og Agnes Birtu Stefánsdóttur. Báðir samningar gilda til loka árs 2021 og er mikil ánægja innan herbúða liðsins með að halda þessum öflugu leikmönnum í sínum röðum