Fréttir

Endurkoman dugði ekki gegn Selfyssingum

KA tók á móti Selfossi í hörkuleik í Olís deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin höfðu gert jafntefli í fyrri viðureign sinni í vetur og voru mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið. Það var greinilegt að stuðningsmenn beggja liða vissu vel af mikilvægi leiksins og var mjög flott mæting í stúkuna og gaman að sjá nokkra vínrauða Selfyssinga á svæðinu

Búið að draga í happdrætti fótboltans

Búið er að draga í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu og má sjá lista yfir þá miða sem gáfu vinning hér fyrir neðan. Hægt verður að nálgast vinningana í KA-Heimilið á morgun þriðjudag á milli kl. 16:00 og 18:00 sem og á miðvikudag milli kl. 16:00 og 17:30

Stórleikur gegn Selfossi í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í kvöld þegar KA tekur á móti Selfyssingum klukkan 18:30 í KA-Heimilinu. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi og ljóst að mikið er undir hjá báðum liðum þegar aðeins fimm leikir eru eftir

KA-Skautar unnu 4. deild kvenna

Um helgina lauk deildarkeppni í neðri deildunum í blakinu og voru tvö lið KA í eldlínunni. KA-Skautar gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í 4. deild kvenna sem tryggir liðinu sæti í 3. deild á næsta keppnistímabili

Myndaveisla frá 1-1 leik KA og Fjölnis

KA og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 3 riðils í Lengjubikarnum í Boganum í dag en KA var fyrir leikinn búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu og þar við sat

KA mætir Fjölni í Lengjubikarnum í dag

KA leikur lokaleik sinn í riðli 3 í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag er liðið tekur á móti Fjölni í Boganum klukkan 16:30. KA er nú þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum enda hefur liðið unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og mun mæta ÍA í undanúrslitum mótsins

Glæsilegu og vel heppnuðu júdómóti er lokið

Glæsilegu og vel heppnuðu júdómóti er lokið. Júdódeild KA vill þakka öðrum klúbbum fyrir góða þátttöku og fyrir að vera til fyrirmyndar. Sérstakar þakkir fær Ágúst Stefánsson fyrir að standa vaktina fyrir KA TV.

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram öðru sinni að velli í vetur er stelpurnar unnu 29-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu í gær. Spilamennska okkar liðs var algjörlega til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu og leiddi liðið leikinn mestallan tímann

KA/Þór lagði Fram öðru sinni að velli

KA/Þór beið krefjandi verkefni í kvöld þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 19. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Stelpurnar höfðu unnið fyrri viðureign liðanna í KA-Heimilinu í vetur og ljóst að gríðarlega sterkt lið gestanna hyggði á hefndir

Ný leikmannasíða í fótboltanum

Það er farið að styttast í knattspyrnusumarið 2019 en KA leikur á sunnudaginn lokaleik sinn í riðlakeppni Lengjubikarsins er liðið tekur á móti Fjölni í Boganum kl. 16:30