Fréttir

KA og Akureyrarbær undirrita þjónustusamning

Í gær gerði Akureyrarbær þjónustusamninga við KA sem og önnur íþróttafélög í bænum. Þjónustusamningarnir eru nýir af nálinni en markmiðið með þeim er að stuðla að betra og faglegra starfi innan íþróttafélaganna svo öll börn og ungmenni eigi þess kost að iðka heilbrigt og metnaðarfullt íþrótta- og tómstundarstarf óháð efnahag fjölskyldu

Kvennalið KA kláraði einvígið við Völsung

KA sótti Völsung heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Stelpurnar höfðu unnið fyrsta leikinn í oddahrinu eftir svakalega baráttu og mátti því búast við krefjandi leik á Húsavík

KA áfram í deild þeirra bestu!

KA mun leika áfram í Olís deild karla í handboltanum en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA sótti stórlið Vals heim en fyrir leikinn var enn möguleiki á sæti í úrslitakeppninni og ljóst að strákarnir myndu gefa allt í leikinn

Akureyrarfjör um helgina

Um helgina fer fram Akureyrarfjör hjá okkur. Þar gefst öllum iðkendum á grunnskóla aldri að keppa í fimleikum. Yngri hóparnir gera þær æfingar sem þeir hafa lært í vetur og við hvert áhald situr dómari sem skráir niður hvernig gékk. Um helgina verður keppt í grunnhópum, stökkfimi og áhaldafimleikum. Parkour fer fram síðar í apríl. Tilgangur mótsins er að allir fái smá innsýn í hvernig er að keppa í fimleikum og svo er ekki verra að hafa pabba, mömmu, afa og ömmu í salnum að fylgjast með. Eldri iðkendurnir okkar keppa svo um Akureyrarmeistara titil í hverjum styrkleika fyrir sig.

Myndaveislur frá síðasta leik KA/Þórs í vetur

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Olís deildar kvenna í gær. Íslandsbanki og PWC buðu frítt á leikinn og var heldur betur mögnuð mæting í KA-Heimilið þar sem Martha Hermannsdóttir tryggði sér Markadrottningartitilinn í deildinni, annars var lítið undir í leiknum annað en stoltið en ljóst var að KA/Þór myndi enda í fimmta sæti deildarinnar og Stjarnan í því sjötta. Gestirnir fóru á endanum með 21-27 sigur

Óskilamunir fara á Rauða Krossinn 16. apríl

Mikið magn óskilamuna er í KA-heimilinu um þessar mundir - starfsfólk KA mun fara með alla óskilamuni á Rauða Krossinn þann 16. apríl næstkomandi!

Tryggja stelpurnar sér sæti í úrslitunum?

KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu

KA sækir Val heim í Olís karla

Það er komið að lokabaráttunni í Olís deild karla í handboltanum en KA sækir stórlið Vals heim í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ætla sér sigurinn en liðið er í 9. sæti einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni

Strákarnir slógu út Álftanes 2-0

KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik

Martha markadrottning í Olís kvenna

Lokaumferðin í Olís deild kvenna í handboltanum fór fram í kvöld og tók KA/Þór á móti Stjörnunni. Lítið var undir í leiknum en það var ljóst að okkar lið myndi enda í 5. sæti deildarinnar og gestirnir í 6. sætinu. Það var hinsvegar mikið undir á einni vígstöð en fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir með eitt mark í forskot í baráttunni um markadrottningstitilinn