15.03.2019
Vormót Júdósambands Íslands í yngri flokkum verður haldið í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þátttaka er góð og munu um 100 ungmenni taka þátt. Keppt verður í U13, U15, U18 og U21 árs aldursflokkum
14.03.2019
Miðvikudaginn 20. mars kemur stór hópur í KA-Heimilið að gista og verður fram yfir laugardag. KA á töluvert af dýnum fyrir hópa fyrir gistingar en hópurinn sem kemur í næstu viku er það stór að okkur vantar þó nokkuð af dýnum svo allir geti gist hjá okkur
14.03.2019
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Gudjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 landsliðs karla í knattspyrnu völdu í dag 20 manna hóp sem fer í æfinga- og keppnisferð til Spánar og Katar dagana 18.26. mars. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson
14.03.2019
Það er skammt stórra högga á milli hjá KA/Þór í Olís deild kvenna í handboltanum en á morgun, föstudag, fá stelpurnar Íslandsmeistara Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik
13.03.2019
Það var ansi erfitt verkefni sem beið KA/Þórs í Olís deild kvenna í gær er liðið sótti topplið Vals heim. Valskonur sem nýverið hömpuðu Bikarmeistaratitlinum hafa spilað gríðarlega vel að undanförnu og hafa sýnt það að þær eru besta lið landsins um þessar mundir og þá sérstaklega er varðar varnarleik
12.03.2019
Berenika Bernat júdókona í KA fékk um helgina svarta beltið þegar hún tók gráðuna 1. dan. Maya Staub var uke hjá henni og óskum við Bereniku til hamingju með áfangann og ljóst að þessi efnilega júdókona á framtíðina fyrir sér
12.03.2019
Helgina 22.-24. mars fer fram bikarúrslitahelgina í blaki en þá verður leikið í undanúrslitum sem og úrslitum bæði í karla- og kvennaflokki. KA er með lið á báðum vígstöðvum og er klár stefna hjá liðunum okkar að hampa bikarnum
12.03.2019
Það er enginn smá leikur í kvöld þegar KA/Þór sækir topplið Vals heim í Olís deild kvenna í handboltanum kl. 18:00. Stelpurnar eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og ætla að gefa allt í leikinn í kvöld en ljóst er að verkefnið verður ansi hreint krefjandi
12.03.2019
í byrjun febrúar var sendur út tölvupóstur ásamt því að sett var tilkynning hér um að frestur til að greiða æfingagjöld væri til 15. febrúar. Nú er sá frestur liðinn og greiðsluseðlar eru að detta inn í heimabanka hjá fólki. Það á engin að fá greiðsluseðil nema barnið hafi verið að mæta því það er tekið mið af mætingaskráningu. Því miður er okkur ekki heimilt að ráðstafa frístundastyrk fólks nema við séum sérstaklega beðin um það og því er frístundastyrkurinn ekki inn í þessum rukkunum sem berast þeim sem ekki greiddu fyrir 15. febrúar. Iðkendur sem hafa verið að byrja á miðri önn fá frest til 1. apríl til að ganga frá æfingajgöldum.
12.03.2019
Góðan dag
Stjórn Fimleikafélagsins er að gera upp árið 2018 til að geta skilað af sér ársreikningum. Það er töluvert um að foreldrar hafi gleymt að skrá börnin sín í Nora og þar af leiðandi hefur ekki borist greiðsla fyrir þau aðra hvora önnina og jafnvel báðar árið 2018. VIð erum að fara yfir mætingalista svo það ætti engin að fá greiðsluseðla nema þeir eigi barn sem hefur verið að mæta. Upphæðinni mun vera dreyft á tvo til þrjá greiðsluseðla til að auðvelda fólki að standa í skilum. Ef þið teljið ykkur vera að fá rangan reikning þá sendið póst á skrifstofa@fimak.is og við munum finna út úr því í sameiningu hvar villan liggur.