Fréttir

4-0 stórsigur á Íslandsmeisturunum

KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn var KA liðið búið að vinna alla sína æfingaleiki á undirbúningstímabilinu en ljóst að leikur dagsins yrði gríðarlega krefjandi enda flestir á því að lið Vals sé það besta á landinu

KA Podcastið - 15. febrúar 2019

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til þeirra Siguróla og Hjalta. Óli Stefán ræðir byrjunina á þjálfaraferli sínum með KA sem og komandi tíma hjá liðinu. Þeir félagar fara auk þess yfir víðan völl í skemmtilegu spjalli og um að gera að kynnast betur þjálfaranum okkar

Heimaleikir hjá blakliðum KA um helgina

Bæði karla- og kvennalið KA í blaki leika tvo heimaleiki um helgina þegar lið Aftureldingar mæta norður. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar liðum sem léku um síðustu helgi í NEVZA evrópukeppninni og þurfa þau að koma sér aftur í gírinn fyrir baráttuna í Mizunodeildinni

Kynning á viðbragðsáætlun gegn einelti - mikilvægt að mæta

Undanfarið ár hefur farið töluverð vinna hjá KA og Miðstöð skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri í að móta viðbragðsáætlun gegn einelti. Formlegur kynningarfundur verður haldinn í KA-heimilinu þann 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00

KA keyrir heim konudagsblóm og rúnstykki

Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á konudagsblómvendi og nýbökuðum rúnstykkjum. Herlegheitin verða síðan keyrð heim á konudagsmorgun, 24. febrúar næstkomandi.

Þorrablót KA á laugardaginn, flott dagskrá

Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar Þorrablót KA fer fram. Þorrablót félagsins hafa vakið gríðarlega lukku undanfarin ár og lofum við skemmtilegri dagskrá og miklu fjöri eins og alltaf

Stórleikur í Lengjubikarnum á laugardaginn

KA hefur leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Boganum klukkan 17:00. Það er um að gera að fjölmenna á leikinn enda gerast leikirnir vart stærri á undirbúningstímabilinu

KA/Þór lagði HK á lokasekúndunni

KA/Þór sótti HK heim í kvöld í 16. umferð Olís deildar kvenna en með sigri gat okkar lið jafnað ÍBV í 4. sæti deildarinnar sem gefur einmitt þátttökurétt í úrslitakeppninni að deildarkeppninni lokinni. Lið HK er hinsvegar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð

Tvíburarnir semja við KA

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir semja við KA. Nökkvi og Þorri skrifuðu í dag undir 3 ára samning við KA og munu því leika með félaginu í Pepsi-deildinni í sumar

Leik HK og KA/Þórs frestað til morguns

Athugið að leik HK og KA/Þórs hefur verið frestað til morguns, miðvikudag, klukkan 19:30 vegna ófærðar.