Fréttir

6 fulltrúar KA í A-landsliðum BLÍ

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum karla- og kvenna landsliða Íslands í blaki, þrjá í karla- og þrjá í kvennaliðinu. Þetta eru þau Filip Pawel Szewczyk, Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðbrandsdóttir

Auka aðalfundur knattspynudeildar

Boðað er til auka-aðalfundar knattspyrnudeildar fimmtudaginn 28. mars með vikufyrirvara samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn verður haldinn í KA-Heimilinu kl. 21.00

Undanúrslit Lengjubikarsins í kvöld

KA mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag klukkan 18:00. Strákarnir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og ætla sér í úrslitaleikinn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og FH

Valdimar Grímsson í goðsagnahöll KA

Valdimar Grímsson var vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA í gær fyrir leik KA og Selfoss. Valdimar bætist þar með í hóp með Patreki Jóhannessyni og Guðjóni Val Sigurðssyni og eru þeir félagar á striga í sal KA-Heimilisins

Myndaveislur frá Selfossleiknum

KA og Selfoss mættust í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum í gær þar sem gestirnir byrjuðu betur. En með frábærum stuðningi áhorfenda kom KA liðið sér aftur inn í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Því miður dugði það ekki að þessu sinni og Selfyssingar fóru með 27-29 sigur af hólmi

Stórafmæli í mars

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.

Endurkoman dugði ekki gegn Selfyssingum

KA tók á móti Selfossi í hörkuleik í Olís deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin höfðu gert jafntefli í fyrri viðureign sinni í vetur og voru mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið. Það var greinilegt að stuðningsmenn beggja liða vissu vel af mikilvægi leiksins og var mjög flott mæting í stúkuna og gaman að sjá nokkra vínrauða Selfyssinga á svæðinu

Búið að draga í happdrætti fótboltans

Búið er að draga í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu og má sjá lista yfir þá miða sem gáfu vinning hér fyrir neðan. Hægt verður að nálgast vinningana í KA-Heimilið á morgun þriðjudag á milli kl. 16:00 og 18:00 sem og á miðvikudag milli kl. 16:00 og 17:30

Stórleikur gegn Selfossi í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í kvöld þegar KA tekur á móti Selfyssingum klukkan 18:30 í KA-Heimilinu. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi og ljóst að mikið er undir hjá báðum liðum þegar aðeins fimm leikir eru eftir

KA-Skautar unnu 4. deild kvenna

Um helgina lauk deildarkeppni í neðri deildunum í blakinu og voru tvö lið KA í eldlínunni. KA-Skautar gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í 4. deild kvenna sem tryggir liðinu sæti í 3. deild á næsta keppnistímabili