Fréttir

Stór blakhelgi framundan hjá KA liðunum

Kvennalið KA í blaki stendur í ströngu um helgina en liðið tekur þrívegis á móti Þrótti Reykjavík. Í dag, föstudag, mætast liðin klukkan 20:30 í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið KA hinsvegar sækir lið Hamars heim í Hveragerði á sunnudag í sínum leik í 8-liða úrslitum keppninnar

Ottó Björn á úrtaksæfingar hjá U-18

Ottó Björn var í dag valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fara fram í Kórnum dagana 1. og 2. mars næstkomandi. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ottó er valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 og óskum við honum áfram góðs gengis á æfingunum

Bikarinn á loft eftir öruggan 3-0 sigur

KA lék í dag síðasta heimaleik sinn í Mizunodeild karla í blaki þegar liðið tók á móti Aftureldingu. Strákarnir voru fyrir þó nokkru búnir að tryggja sér sigur í deildinni og þeir spiluðu virkilega vel í dag og sáu til þess að gleðin var einkennandi þegar bikarinn fór á loft að leik loknum

Myndaveislur frá stórsigrinum á Val

KA vann 4-0 stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í gær er liðin mættust í Lengjubikarnum í Boganum í gær. KA liðið sýndi virkilega góða frammistöðu og hefur unnið alla leiki sína á undirbúningstímabilinu til þessa. Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og mynduðu hann í bak og fyrir

Þór/KA hefur leik í Lengjubikarnum

Þór/KA hefur titilvörn sína í Lengjubikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í Boganum kl. 16:30. Það má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar eða fylgjast með gangi mála á KA-TV

Sigur og tap gegn Aftureldingu

Karla- og kvennalið KA í blaki léku fyrri leiki sína gegn Aftureldingu í dag en liðin mætast aftur á morgun, sunnudag. Karlarnir eru nú þegar orðnir Deildarmeistarar og var því lítið undir hjá þeim á meðan konurnar freistuðu þess að endurheimta toppsætið í deildinni

4-0 stórsigur á Íslandsmeisturunum

KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn var KA liðið búið að vinna alla sína æfingaleiki á undirbúningstímabilinu en ljóst að leikur dagsins yrði gríðarlega krefjandi enda flestir á því að lið Vals sé það besta á landinu

KA Podcastið - 15. febrúar 2019

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til þeirra Siguróla og Hjalta. Óli Stefán ræðir byrjunina á þjálfaraferli sínum með KA sem og komandi tíma hjá liðinu. Þeir félagar fara auk þess yfir víðan völl í skemmtilegu spjalli og um að gera að kynnast betur þjálfaranum okkar

Heimaleikir hjá blakliðum KA um helgina

Bæði karla- og kvennalið KA í blaki leika tvo heimaleiki um helgina þegar lið Aftureldingar mæta norður. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar liðum sem léku um síðustu helgi í NEVZA evrópukeppninni og þurfa þau að koma sér aftur í gírinn fyrir baráttuna í Mizunodeildinni

Kynning á viðbragðsáætlun gegn einelti - mikilvægt að mæta

Undanfarið ár hefur farið töluverð vinna hjá KA og Miðstöð skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri í að móta viðbragðsáætlun gegn einelti. Formlegur kynningarfundur verður haldinn í KA-heimilinu þann 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00