08.02.2019
KA mun eiga fimm fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga um miðjan mánuðinn. Þetta eru þeir: Aron Dagur Birnuson, Aron Elí Gíslason, Torfi Tímóteus Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson.
08.02.2019
Blaklið KA hefja í dag leik á NEVZA Club Championship en bæði karla- og kvennalið KA leika klukkan 13:45 í dag. Karlarnir leika gegn BK Marienlyst í Ishøj í Danmörku á meðan konurnar leika gegn Brøndby en þær leika í Ängelholm í Svíþjóð
06.02.2019
KA/Þór sótti í kvöld lið Selfoss heim í 15. umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðja viðureign liðanna í vetur og hafði KA/Þór unnið sannfærandi sigra, það var þó ljóst að heimastúlkur myndu selja sig dýrt í kvöld enda liðið á botni deildarinnar og þurftu nauðsynlega á stigum að halda til að koma sér nær liðunum í kringum sig
06.02.2019
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í kvöld þegar KA/Þór sækir lið Selfoss heim klukkan 20:00 í 15. umferð deildarinnar. Þetta verður þriðja viðureign liðanna í vetur en leikin er þreföld umferð hjá konunum og er leikur kvöldsins fyrsti leikur í síðasta þriðjungnum. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar
06.02.2019
Karla- og kvennalið KA í blaki eru á leiðinni út þar sem þau munu bæði keppa á NEVZA Club Championship evrópukeppninni. Leikið er í tveimur riðlum og fara efstu tvö liðin upp í undanúrslit og verður ákaflega gaman að sjá hvar okkar lið standa gegn jafn sterkum erlendum andstæðingum
06.02.2019
Það styttist í Þorrablót KA sem verður haldið í KA-Heimilinu laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Enn er hægt að panta miða en aðeins kostar 6.000 krónur á Þorrablótið. Ýmis dagskrá verður um kvöldið en meðal annars munu þeir Stebbi Jak og Andri Ívars úr föstudagslögunum halda uppi stuðinu með sínu prógrami
05.02.2019
Handknattleiksdeild KA er farin af stað með ansi skemmtilega nýjung þar sem helstu leikmenn KA í gegnum tíðina eru hylltir. Á leik KA og Fram í Olís deild karla á sunnudaginn var fyrsti leikmaðurinn vígður inn í goðsagnarhöllina og var það enginn annar en Patrekur Jóhannesson. Á myndinni má sjá strigann sem hengdur var upp í KA-Heimilinu af því tilefni
04.02.2019
Hann var ansi hreint mikilvægur sigur KA liðsins á Fram í KA-Heimilinu í gær í Olís deild karla í handbolta en með sigrinum komst KA liðið 5 stigum frá fallsæti þegar 8 umferðir eru eftir af deildinni. Stemningin í húsinu var magnþrungin og mætingin frábær þrátt fyrir að leikurinn færi fram á matmálstíma á sunnudegi
03.02.2019
Það var ansi mikið undir þegar KA tók á móti Fram í fyrsta leiknum í Olís deild karla eftir jólafrí. Gestirnir í Fram voru í fallsæti fyrir leikinn en KA aðeins þremur stigum fyrir ofan í 9. sætinu. Leikurinn var því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik og klárt mál að okkar lið var búið að einblína mikið á þennan leik í undirbúning sínum fyrir síðari hluta deildarinnar
03.02.2019
Það er enginn smá leikur sem fer fram í KA-Heimilinu í dag klukkan 18:00 þegar KA tekur á móti Fram í Olís deild karla í handboltanum. Bæði lið eru að berjast fyrir áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en Framarar sitja í fallsæti með 7 stig á meðan KA er í 9. sætinu með 10 stig. Leikurinn er því algjört skólabókardæmi um fjögurra stiga leik