16.03.2019
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram öðru sinni að velli í vetur er stelpurnar unnu 29-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu í gær. Spilamennska okkar liðs var algjörlega til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu og leiddi liðið leikinn mestallan tímann
15.03.2019
KA/Þór beið krefjandi verkefni í kvöld þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 19. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Stelpurnar höfðu unnið fyrri viðureign liðanna í KA-Heimilinu í vetur og ljóst að gríðarlega sterkt lið gestanna hyggði á hefndir
15.03.2019
Það er farið að styttast í knattspyrnusumarið 2019 en KA leikur á sunnudaginn lokaleik sinn í riðlakeppni Lengjubikarsins er liðið tekur á móti Fjölni í Boganum kl. 16:30
15.03.2019
Vormót Júdósambands Íslands í yngri flokkum verður haldið í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þátttaka er góð og munu um 100 ungmenni taka þátt. Keppt verður í U13, U15, U18 og U21 árs aldursflokkum
14.03.2019
Miðvikudaginn 20. mars kemur stór hópur í KA-Heimilið að gista og verður fram yfir laugardag. KA á töluvert af dýnum fyrir hópa fyrir gistingar en hópurinn sem kemur í næstu viku er það stór að okkur vantar þó nokkuð af dýnum svo allir geti gist hjá okkur
14.03.2019
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Gudjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 landsliðs karla í knattspyrnu völdu í dag 20 manna hóp sem fer í æfinga- og keppnisferð til Spánar og Katar dagana 18.26. mars. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson
14.03.2019
Það er skammt stórra högga á milli hjá KA/Þór í Olís deild kvenna í handboltanum en á morgun, föstudag, fá stelpurnar Íslandsmeistara Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik
13.03.2019
Það var ansi erfitt verkefni sem beið KA/Þórs í Olís deild kvenna í gær er liðið sótti topplið Vals heim. Valskonur sem nýverið hömpuðu Bikarmeistaratitlinum hafa spilað gríðarlega vel að undanförnu og hafa sýnt það að þær eru besta lið landsins um þessar mundir og þá sérstaklega er varðar varnarleik
12.03.2019
Berenika Bernat júdókona í KA fékk um helgina svarta beltið þegar hún tók gráðuna 1. dan. Maya Staub var uke hjá henni og óskum við Bereniku til hamingju með áfangann og ljóst að þessi efnilega júdókona á framtíðina fyrir sér
12.03.2019
Helgina 22.-24. mars fer fram bikarúrslitahelgina í blaki en þá verður leikið í undanúrslitum sem og úrslitum bæði í karla- og kvennaflokki. KA er með lið á báðum vígstöðvum og er klár stefna hjá liðunum okkar að hampa bikarnum