24.03.2019
Karlalið KA í blaki sem er handhafi allra bikara í dag mættu Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins og reyndi þar að verja Bikarmeistaratitil sinn. Mikill stígandi hefur verið í leik Álftnesinga í vetur og unnu þeir góðan sigur á HK í undanúrslitum og klárt að okkar lið þyrfti að hafa fyrir hlutunum í dag
24.03.2019
Kvennalið KA í blaki sem varð Deildarmeistari á dögunum mætti HK í úrslitum Kjörísbikarsins í dag. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda tvö bestu blaklið landsins að mætast og úr varð hörku skemmtilegur og spennandi leikur
24.03.2019
Það var heldur betur góður dagur í blakinu í gær er bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum. Stelpurnar unnu flottan 3-1 sigur á Þrótti Nes. og strákarnir lögðu Þrótt Nes. 3-0 að velli í sínum leik. Úrslitaleikirnir fara fram í dag, konurnar leika kl. 13:30 og karlarnir kl. 15:30
23.03.2019
Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Bæði lið höfðu aðeins tapað tveimur leikjum í vetur en KA liðinu dugði jafntefli þar sem strákarnir höfðu unnið fyrri viðureign liðanna
23.03.2019
Þór/KA tók á móti Selfyssingum í 4. umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Stelpurnar höfðu unnið góðan 2-5 sigur á ÍBV í síðasta leik og gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar
23.03.2019
Það er heilmikil dagskrá í kringum Þór/KA um helgina sem liðið kallar stuðhelgi. Ýmis dagskrá er í boði sem hægt er að sjá fyrir neðan en einnig mun liðið taka á móti Selfyssingum í Boganum í Lengjubikarnum klukkan 15:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
22.03.2019
Það er alvöru dagskrá í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, þegar alls fimm handboltaleikir fara fram. Ungmennalið KA leikur lokaleik sinn í vetur er liðið mætir ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um sigur í 2. deildinni og því bikar í húfi fyrir strákana sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í Grill 66 deildinni á næsta ári
22.03.2019
Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin
22.03.2019
Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson léku báðir með U21 landsliði Íslands sem gerði í dag jafntefli í vináttuleik gegn Tékklandi á Spáni.
21.03.2019
KA beið í kvöld lægri hlut gegn Skagamönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins 4-0 í Akraneshöllinni. Staðan í hálfleik var 2-0 heimamönnum í vil.