Fréttir

KA U Deildarmeistari í 2. deild karla

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Bæði lið höfðu aðeins tapað tveimur leikjum í vetur en KA liðinu dugði jafntefli þar sem strákarnir höfðu unnið fyrri viðureign liðanna

Öruggur 6-0 sigur Þórs/KA á Selfossi

Þór/KA tók á móti Selfyssingum í 4. umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Stelpurnar höfðu unnið góðan 2-5 sigur á ÍBV í síðasta leik og gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar

Stuðhelgi Þórs/KA og heimaleikur

Það er heilmikil dagskrá í kringum Þór/KA um helgina sem liðið kallar stuðhelgi. Ýmis dagskrá er í boði sem hægt er að sjá fyrir neðan en einnig mun liðið taka á móti Selfyssingum í Boganum í Lengjubikarnum klukkan 15:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs

5 handboltaleikir í KA-Heimilinu á morgun

Það er alvöru dagskrá í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, þegar alls fimm handboltaleikir fara fram. Ungmennalið KA leikur lokaleik sinn í vetur er liðið mætir ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um sigur í 2. deildinni og því bikar í húfi fyrir strákana sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í Grill 66 deildinni á næsta ári

Breyting á bikarúrslitahelgi BLÍ

Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin

Daníel og Torfi spiluðu með U21 gegn Tékkum

Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson léku báðir með U21 landsliði Íslands sem gerði í dag jafntefli í vináttuleik gegn Tékklandi á Spáni.

Stórt tap gegn ÍA í undanúrslitum

KA beið í kvöld lægri hlut gegn Skagamönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins 4-0 í Akraneshöllinni. Staðan í hálfleik var 2-0 heimamönnum í vil.

6 fulltrúar KA í A-landsliðum BLÍ

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum karla- og kvenna landsliða Íslands í blaki, þrjá í karla- og þrjá í kvennaliðinu. Þetta eru þau Filip Pawel Szewczyk, Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðbrandsdóttir

Auka aðalfundur knattspynudeildar

Boðað er til auka-aðalfundar knattspyrnudeildar fimmtudaginn 28. mars með vikufyrirvara samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn verður haldinn í KA-Heimilinu kl. 21.00

Undanúrslit Lengjubikarsins í kvöld

KA mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag klukkan 18:00. Strákarnir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og ætla sér í úrslitaleikinn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og FH