Fréttir

Frítt á lokaleik KA/Þórs í kvöld!

KA/Þór leikur í kvöld lokaleik sinn í vetur er liðið tekur á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru svo sannarlega klárar í slaginn og ætla sér að enda frábært tímabil með góðum sigri á öflugu liði Garðbæinga

Aðalfundur KA verður 10. apríl

Miðvikudaginn 10. apríl klukkan 18:00 fer fram aðalfundur KA í KA-Heimilinu. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Annar leikur Álftanes og KA í kvöld

KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð

Erlingur upp í goðsagnarhöll KA

Fyrir leik KA og ÍBV um helgina var Erlingur Kristjánsson vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Erlingur er einhver sögufrægasti félagsmaður KA og bætist í hóp með þeim Patreki Jóhannessyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Valdimar Grímssyni í goðsagnarhöll KA

Stórafmæli í apríl

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.

Aðalfundir deilda 8. og 9. apríl

Aðalfundir blak-, júdó-, handknatleiks- og spaðadeildar KA verða haldnir í KA-Heimilinu 8. og 9. apríl næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og taka virkan þátt í starfinu. Fundirnir eru eftirfarandi

Myndaveislur frá leik KA og ÍBV

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í gær þegar KA og ÍBV mættust í Olís deild karla í handboltanum. Ansi mikið var undir hjá báðum liðum og var spennan í algleymingi, stemningin í stúkunni var algjörlega til fyrirmyndar og erum við ótrúlega þakklát fyrir þennan magnaða stuðning sem við fáum frá ykkur kæru KA-menn

Þór/KA lagði Íslandsmeistarana 2-1

Þór/KA tók á móti Breiðablik í lokaumferð riðlakeppninnar í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn örugg í undanúrslit en 2. sætið í riðlinum var undir auk þess sem að ávallt er hart barist þegar þessi tvö lið mætast

Slæmur endakafli kostaði KA/Þór tap

KA/Þór sótti ÍBV heim í Olís deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA/Þór fer hvorki ofar né neðar en 5. sætið og hafði því að litlu að keppa en heimakonur eru í harðri baráttu um 3. sætið og þurfti á sigri að halda

Íslandsmót 2019 í áhaldafimleikum

Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi