Fréttir

Fjölskyldutími hjá Krílahópum

Laguardaginn 2. mars er fjölskyludtími hjá krílahópunum. Þá mega foreldrar, systikyni, afar og ömmur koma og taka þátt í fjörinu með litlu krílunum. Fátt vekur eins mikla kátínu hjá þeim litlu en að sjá foreldra sína reyna við sömu æfingar og þau eru að glíma við vikulega. Endilega mætið og eigið góða stunda saman í fimleikasalnum.

KA tvöfaldur Deildarmeistari í blaki

Kvennalið KA tryggði sér í dag sigur í Mizunodeild kvenna í blaki eftir 1-3 sigur á Þrótti Neskaupstað á útivelli. Stelpurnar töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur en þurftu engu að síður á tveimur sigrum að halda um helgina til að tryggja titilinn og það gerðu þær svo sannarlega

Sigur á Aftureldingu í markaleik

KA lagði Aftureldingu af velli 3-5 í A-deild Lengjubikarsins í dag í Mosfellsbæ. Markalaust var í hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi.

Tveir 0-3 sigrar á Neskaupstað í dag

Fyrri dagur blakliða KA á Neskaupstað var ansi hreint góður en bæði karla- og kvennalið KA uppskáru 0-3 sigra. Það er komið að úrslitastundu í blakinu og stefnir kvennalið KA á að tryggja sér sigur í Mizunodeildinni en það yrði annar titill KA í kvennablaki frá upphafi

Afturelding - KA í Lengjubikarnum

KA sækir lið Aftureldingar heim á Varmárvöll í dag í 3. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu. KA liðið hefur farið vel af stað í mótinu til þessa og er á toppi 3. riðils í A-deild eftir 4-0 sigur á Val og 1-2 sigur á Fram. Mosfellingar hafa einnig farið vel af stað og eru með 4 stig eftir sína tvo leiki

Verða stelpurnar Deildarmeistarar um helgina

Það er mikið undir í blakinu um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA í blaki sækja Þrótt Neskaupstað heim. Þetta eru lokaleikir liðanna í Mizunodeildinni í vetur en kvennalið KA getur með góðum úrslitum tryggt sér Deildarmeistaratitilinn

KA sækir ÍR heim í mikilvægum leik

Það er skammt stórra högga milli hjá karlaliði KA í handboltanum en strákarnir sækja ÍR-inga heim í 17. umferð Olís deildarinnar í dag. Fyrir leikinn er KA í 7.-8. sæti deildarinnar með 13 stig en Breiðhyltingar eru í 9. sæti og munar einungis einu stigi á liðunum

Stefnumótunarfundur KA 2. mars

Aðalstjórn KA stendur fyrir stefnumótunarfundi laugardaginn 2.mars n.k. frá 10:00-16:00 í sal Greifans, 2.hæð. Aðalstjórn samþykkti á fundi sínum nýlega að halda slíkan fund í kjölfarið á nýjum rekstrarsamning við Akureyrarbæ. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar allra deilda félagsins, starfsmenn, iðkendur og aðrir áhugasamir félagsmenn

Guðjón Valur bætist í hóp goðsagna handboltans

Guðjón Valur Sigurðsson var á dögunum vígður inn í goðsagnarhöll Handknattleiksdeildar KA en hann er styrktur inn af Eyjabita á Grenivík. Á myndinni má sjá strigann af Guðjóni sem er komin upp í KA-Heimilinu þar sem hann tekur sér stað við hlið Patreks Jóhannessonar

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Hauka

KA/Þór tók á móti Haukum í stórleik í Olís deild kvenna í handboltanum í gær. Stelpurnar sýndu gríðarlega mikinn karakter að gefast aldrei upp en gestirnir leiddu nær allan leikinn. KA/Þór fékk lokasókn leiksins en því miður tókst ekki að koma boltanum á markið og 23-24 tap því staðreynd