Fréttir

Mikil dagskrá í kringum KA - ÍBV í dag

Það er ansi mikilvægur leikur í handboltanum í dag þegar KA tekur á móti ÍBV. KA er í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf á sigri að halda gegn sterku liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en við hvetjum ykkur eindregið til að mæta snemma og taka þátt í gleðinni

Úrslitakeppnin í blaki hefst um helgina

Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum

4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

Handknattleiksdeild KA á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 árs hópnum en hann mun æfa dagana 10.-12. apríl næstkomandi en þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal

Myndband frá bikarsigri KA í blaki karla

KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur

Stórleikur gegn ÍBV á laugardaginn!

KA tekur á móti ÍBV í næstsíðasta heimaleik vetrarins í Olís deild karla á laugardaginn kl. 17:00. Strákarnir eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda til að sækja gríðarlega mikilvæg stig gegn öflugu liði ÍBV

Myndband frá fyrsta bikartitli KA í blaki kvenna

KA varð um helgina Bikarmeistari í blaki kvenna er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Hér má sjá skemmtilega samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við aftur óska liðinu sem og öllum sem að því koma til hamingju með þennan frábæra sigur

Æfingar falla niður vegna árshátíðar í Giljaskóla

Þessa og næstu viku falla einhverjar æfingar niður vegna árshátíðar Giljaskóla. Þetta á við um dagana 26. mars og 3. og 4. apríl. Þetta á við um þær æfingar sem eru á tímabilinu 16:30 -18:30. Við viljum biðja fólk að fylgjast vel með facebook hópum, sportabler og heimasíðunni. Þjálfarar munu einnig tilkynna iðkendum þegar æfing fellur niður.

Daníel og Torfi léku í 3-0 sigri á Katar

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann í dag frábæran 0-3 sigur á landsliði Katar en leikið var í Katar. Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði íslenska liðsins og léku allan leikinn

5. flokkur vann Sleggjumótið

Eldra ár 5. flokks KA í handbolta stóð sig frábærlega um helgina þegar strákarnir unnu sigur á Sleggjumótinu í Mosfellsbæ en það er eitt af fimm mótum Íslandsmótsins. Ekki nóg með að vinna mótið þá töpuðu strákarnir ekki leik og sýndu virkilega góða takta

KA sótti mikilvægan sigur í Mosó

KA sótti Aftureldingu heim í Olís deild karla í handboltanum í dag en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. KA liðið er bæði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en á sama tíma er liðið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leikinn voru aðeins 4 umferðir eftir af deildinni og fá stig eftir í pottinum