29.01.2019
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Íslandsmeistara Fram heim í kvöld klukkan 19:00. Þetta er síðasti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en leikin er þreföld umferð og verður leikjaplan þriðju umferðar raðað upp eftir úrslit kvöldsins
28.01.2019
Strákarnir í A-liði 3. flokks karla í handboltanum unnu í gær sinn fyrsta leik í vetur en þeir keppa í efstu deild. Mikill stígandi hefur verið í leik liðsins í vetur og í gær kom fyrsti sigurinn og það gegn öflugu liði ÍR en fyrir leikinn voru þeir með 1 stig eftir jafntefli gegn Þór fyrr í vetur
27.01.2019
KA tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Kjarnafæðismótinu í dag en leikurinn var næstsíðasti leikur liðanna í mótinu. Fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga og markatöluna 22-0 en þurfti á sigri að halda til að fara upp fyrir Þór sem hafði leikið einum leik meira og var stigi fyrir ofan liðið
27.01.2019
Kvennalið KA í blaki lék í dag lokaleik sinn fyrir NEVZA Evrópukeppnina þegar liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Mizunodeildinni. Fyrr um helgina hafði liðið unnið góða sigra á Álftanesi og Álftanesi 2 en KA og HK eru í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og mátti okkar lið alls ekki misstíga sig í leik dagsins
26.01.2019
Annan daginn í röð voru leikir hjá karla- og kvennaliðum okkar í blaki á Álftanesi. Karlaliðið mætti heimamönnum aftur í Mizunodeildinni en kvennaliðið okkar mætti Álftanesi 2 í Kjörísbikarnum. Bæði lið unnu 0-3 sigra í gær og mátti því reikna með áframhaldandi sigurgöngu í dag
25.01.2019
Það er töluvert álag á blakliðum KA þessa dagana en bæði karla- og kvennalið KA eru á toppi Mizunodeildanna og eru að fara í gegnum strembið leikjaprógram til að geta komist í NEVZA Evrópukeppnina í byrjun febrúar. Í kvöld sóttu bæði lið Álftanes heim og máttu hvorugt við því að misstíga sig
25.01.2019
Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild KA og mun því leika með liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Torfi, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril og þekkir hann því ansi vel að klæðast gulu og bláu
25.01.2019
Það er farið að styttast í að baráttan í Olís deild karla í handboltanum hefjist að nýju eftir HM hlé en KA leikur fyrsta leik sinn eftir hlé sunnudaginn 3. febrúar þegar liðið tekur á móti Fram. Það er gríðarlega mikið undir í leiknum en Fram er í fallsæti aðeins þremur stigum á eftir okkar liði þegar 9 umferðir eru eftir í deildinni
25.01.2019
Karla- og kvennalið KA í blaki leika bæði fyrir sunnan um helgina, karlarnir leika tvo leiki en konurnar leika þrjá leiki. Stutt er síðan bæði lið léku toppslagi gegn HK og því töluvert álag á leikmönnum þessa dagana en þetta verða síðustu leikir liðanna fyrir NEVZA Evrópukeppnina sem liðin taka þátt í á næstunni í Danmörku
25.01.2019
KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Boganum sunnudag kl. 14:15 í Kjarnafæðismótinu. KA liðið hefur leikið gríðarlega vel á mótinu og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 22-0. Liðið hefur unnið stóra sigra á Völsung, KA2 og nú síðast Magna