13.03.2019
Það var ansi erfitt verkefni sem beið KA/Þórs í Olís deild kvenna í gær er liðið sótti topplið Vals heim. Valskonur sem nýverið hömpuðu Bikarmeistaratitlinum hafa spilað gríðarlega vel að undanförnu og hafa sýnt það að þær eru besta lið landsins um þessar mundir og þá sérstaklega er varðar varnarleik
12.03.2019
Berenika Bernat júdókona í KA fékk um helgina svarta beltið þegar hún tók gráðuna 1. dan. Maya Staub var uke hjá henni og óskum við Bereniku til hamingju með áfangann og ljóst að þessi efnilega júdókona á framtíðina fyrir sér
12.03.2019
Helgina 22.-24. mars fer fram bikarúrslitahelgina í blaki en þá verður leikið í undanúrslitum sem og úrslitum bæði í karla- og kvennaflokki. KA er með lið á báðum vígstöðvum og er klár stefna hjá liðunum okkar að hampa bikarnum
12.03.2019
Það er enginn smá leikur í kvöld þegar KA/Þór sækir topplið Vals heim í Olís deild kvenna í handboltanum kl. 18:00. Stelpurnar eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og ætla að gefa allt í leikinn í kvöld en ljóst er að verkefnið verður ansi hreint krefjandi
12.03.2019
í byrjun febrúar var sendur út tölvupóstur ásamt því að sett var tilkynning hér um að frestur til að greiða æfingagjöld væri til 15. febrúar. Nú er sá frestur liðinn og greiðsluseðlar eru að detta inn í heimabanka hjá fólki. Það á engin að fá greiðsluseðil nema barnið hafi verið að mæta því það er tekið mið af mætingaskráningu. Því miður er okkur ekki heimilt að ráðstafa frístundastyrk fólks nema við séum sérstaklega beðin um það og því er frístundastyrkurinn ekki inn í þessum rukkunum sem berast þeim sem ekki greiddu fyrir 15. febrúar. Iðkendur sem hafa verið að byrja á miðri önn fá frest til 1. apríl til að ganga frá æfingajgöldum.
12.03.2019
Góðan dag
Stjórn Fimleikafélagsins er að gera upp árið 2018 til að geta skilað af sér ársreikningum. Það er töluvert um að foreldrar hafi gleymt að skrá börnin sín í Nora og þar af leiðandi hefur ekki borist greiðsla fyrir þau aðra hvora önnina og jafnvel báðar árið 2018. VIð erum að fara yfir mætingalista svo það ætti engin að fá greiðsluseðla nema þeir eigi barn sem hefur verið að mæta. Upphæðinni mun vera dreyft á tvo til þrjá greiðsluseðla til að auðvelda fólki að standa í skilum. Ef þið teljið ykkur vera að fá rangan reikning þá sendið póst á skrifstofa@fimak.is og við munum finna út úr því í sameiningu hvar villan liggur.
10.03.2019
KA vann 5-1 stórsigur á HK í Lengjubikarnum er liðin mættust í Boganum í gær. Með sigrinum tryggði KA sér sigur í riðli 3 og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Mörk KA gerðu þeir Andri Fannar Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Sæþór Olgeirsson, Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson
09.03.2019
KA vann HK í Lengjubikarnum í Boganum í dag 5-1. Staðan í hálfleik var 2-0 KA í vil. Með sigrinum er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins.
08.03.2019
KA tekur á móti HK í næst síðustu umferð riðils 3 í Lengjubikarnum á laugardaginn kl. 15:00 í Boganum. KA er á toppnum með fullt hús stiga en aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því ansi mikilvægt að strákarnir haldi áfram á sigurbrautinni
07.03.2019
Í dag var undirritaður nýr rekstrarsamningur við Akureyrarbæ sem gildir til næstu 5 ára. Það er félaginu mikið ánægjuefni að vera falið áfram það verkefni að annast rekstur og þjónustu á mannvirkjum Akureyrarbæjar á íþróttasvæði KA. Samningurinn er ekki síður mikilvægur fyrir félagið til að geta haldið uppi því öfluga starfi sem unnið er hjá KA