Fréttir

Aron Elí með 3 ára samning við KA

Aron Elí Gíslason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Aron Elí sem verður 21 árs á árinu er gríðarlega öflugur markvörður og er uppalinn hjá KA. Það er ljóst að þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir fyrir félagið

Risaleikur hjá KA/Þór í dag kl. 18!

Það er stórleikur hjá KA/Þór í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í KA-Heimilinu en stelpurnar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda

Firmamót KA þann 8. mars

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur fyrir firmamóti föstudaginn 8. mars næstkomandi á KA-svæðinu. Leikinn verður 6 manna bolti, með markmanni, á gervigrasvellinum og hefst mótið klukkan 17:00

Vignir Már sæmdur gullmerki KSÍ

Vignir Már Þormóðsson var sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands á dögunum er hann steig til hliðar úr aðalstjórn sambandsins. Vignir Már er mikill KA maður en hann æfði og lék knattspyrnu með KA frá unga aldri og fram yfir tvítugt. Hann þótti nokkuð liðtækur og þótti sérstaklega góður skot- og skallamaður

Myndaveisla úr Stjörnuleiknum dramatíska

KA og Stjarnan gerðu 28-28 jafntefli í hádramatískum leik í Olís deild karla í handboltanum í gær. Það var gríðarlegur hiti í leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum og hrikalega skemmtileg upplifun í KA-Heimilinu að vanda

Mögnuð uppskera í blakinu um helgina

Blaklið KA léku mikilvæga leiki um helgina en bæði karla- og kvennalið KA léku í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins auk þess sem kvennaliðið lék tvo leiki í Mizunodeildinni. Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti á leik kvennaliðsins í gær og má sjá myndir hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan

KA sigraði Fram í Lengjubikarnum

KA lagði Fram að velli í leik liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í gær. Þetta var annar leikur liðanna í mótinu en KA hafði unnið 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik sínum. Strákarnir fylgdu þeim flotta sigri eftir með góðum 1-2 sigri í gær

Stór blakhelgi framundan hjá KA liðunum

Kvennalið KA í blaki stendur í ströngu um helgina en liðið tekur þrívegis á móti Þrótti Reykjavík. Í dag, föstudag, mætast liðin klukkan 20:30 í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið KA hinsvegar sækir lið Hamars heim í Hveragerði á sunnudag í sínum leik í 8-liða úrslitum keppninnar

Ottó Björn á úrtaksæfingar hjá U-18

Ottó Björn var í dag valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fara fram í Kórnum dagana 1. og 2. mars næstkomandi. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ottó er valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 og óskum við honum áfram góðs gengis á æfingunum

Bikarinn á loft eftir öruggan 3-0 sigur

KA lék í dag síðasta heimaleik sinn í Mizunodeild karla í blaki þegar liðið tók á móti Aftureldingu. Strákarnir voru fyrir þó nokkru búnir að tryggja sér sigur í deildinni og þeir spiluðu virkilega vel í dag og sáu til þess að gleðin var einkennandi þegar bikarinn fór á loft að leik loknum