Fréttir

Fjórir KA-menn léku með U17 gegn Finnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri lék tvo æfingaleiki við Finna í vikunni en leikið var í Finnlandi. KA átti fjóra fulltrúa í liðinu og átti ekkert lið jafn marga í hópnum

Stórafmæli í mars

Meistaraskóli handboltans um páskana

Handknattleiksdeild KA verður með frábæran meistaraskóla fyrir öfluga stráka og stelpur um páskana. Krakkar í 4. til 7. flokks geta skráð sig í skólann sem fer fram dagana 25.-27. mars (mánudag til miðvikudags)

20 ár frá þriðja Bikarsigri KA í handbolta

Í dag, 28. febrúar, er heldur betur merkisdagur í sögu okkar KA-manna en fyrir 20 árum síðan hampaði KA sínum þriðja Bikarmeistaratitli í handbolta karla. KA mætti Fram í úrslitaleiknum fyrir framan algula Laugardalshöll en stuðningsmenn KA voru í miklum meirihluta

Pop up æfing fyrir öfluga handboltakrakka!

Ott Varik, leikmaður KA og töframaður í hægra horninu, ætlar að vera með pop-up æfingu í KA-Heimilinu á þriðjudaginn frá klukkan 18:00 til 19:00. Þetta er tilvalin aukaæfing fyrir öfluga handboltakrakka til að bæta sig og frábært tækifæri til að læra af Ott

Ívar og Árni lánaðir austur - Árni í U17

Þeir Ívar Arnbro Þórhallsson og Árni Veigar Árnason voru á dögunum lánaðir austur í Hött/Huginn og munu þeir leika með liðinu í 2. deildinni á komandi sumri. Á síðasta ári gerðu KA og Höttur með sér samstarfssamning með það að markmiði að efla starf beggja liða

Fimm frá KA/Þór í yngrilandsliðum Íslands

KA/Þór á fimm fulltrúa í æfingahópum yngrilandsliða Íslands í handbolta en hóparnir koma saman til æfinga dagana 29. febrúar til 3. mars næstkomandi. Er þetta flott viðurkenning á okkar flotta kvennastarfi og óskum við stelpunum okkar til hamingju með valið

Þrír frá KA í U17 ára landsliðinu

Aron Daði Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson og Jóhann Mikael Ingólfsson eru í U17 ára landsliði Íslands sem mætir Finnlandi í tveimur æfingaleikjum. KA á flesta fulltrúa í hópnum og ljóst að það verður afar spennandi að fylgjast með okkar köppum í þessu flotta verkefni

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 19. febrúar næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá ásamt kosningu stjórnar

GK - mót í hópfimleikum

Um helgina fór fram GK mót í hópfimleikum. 4. flokkur I4 tók þátt og stóð sig mjög vel. Fim.KA óskar iðkendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn.