Fréttir

Nýr styrktaraðili

Fimleikadeild KA og Kjarnafæði hafa gert með sér styrktarsamning til tveggja ára. Við þökkum Kjarnafæði kærlega fyrir stuðninginn sem mun nýtast vel.

KA hlaut veglegan styrk frá KEA

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 90. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 25 milljónum króna úr sjóðnum til 60 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna

Yfirþjálfari Fimleikadeildar KA

Fimleikadeild KA auglýsir stöðu yfirþjálfara deildarinnar lausa til umsóknar. Leitað er eftir öflugum einstakling með reynslu og þekkingu í fimleikum sem er til í að taka að sér starf yfirþjálfara félagsins. KA leitar að einstakling sem er sjálfstæður, með brennandi áhuga á fimleikum og drifkraft til þess að taka þátt í að þróa og móta framtíð fimleikadeildar KA. Samhliða starfinu er gert ráð fyrir að viðkomandi þjálfi hjá félaginu. Starfssvið : Yfirumsjón með öllum flokkum og deildum félagsins Yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum Skipulagning og uppsetning á æfingatöflu, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra Skipulagning og verkaskipting þjálfara, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra Samskipti og upplýsingaflæði til foreldra, skipuleggur foreldrafundi. Þjálfun samhliða yfirþjálfarastöðunni Þátttaka í verkefnum innan félagsins varðandi mót og viðburði á vegum þess. Vinnur eftir reglum félagsins, FSÍ og er fyrirmynd Menntunar og hæfniskröfur : Þjálfararmenntun sem nýtist í starfi Reynsla af þjálfun skilyrði Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar Hæfni í mannlegum samskiptum, Metnaður fyrir því að vinna á uppbyggilegan hátt með börnum og ungmennum. Drifkraftur og frumkvæði Brennandi áhugi á fimleikum Hreint sakavottorð Umsóknir: Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynnisbréf á netfangið formadur@fimak.is Nánari upplýsingar veitir Sonja Dagsdóttir í sama netfang. Umsóknarfrestur 2.janúar 2024

Haustönn lokið hjá Krílahópum

Í dag var lokaæfing haustannar hjá Krilahópunum okkar. Jólasveinarnir komu og heilsuðu upp á hressa "kríla" fimleikakrakka

Barsvar, fótbolti og handbolti í KA-heimilinu | Dagskráin næstu daga

Það er nóg um að vera á aðventunni hjá stórfélagi eins og KA. Hér eru helstu viðburðir félagsins næstu daga

Þjálfaranámskeið 1A haldið á Akureyri

Síðastliðinn laugardag var Þjálfaranámskeið 1A á vegum FSÍ haldið í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

BarSvar í KA-heimilinu á fimmtudaginn | Stórskemmtilegir vinningar

Á fimmtudagskvöldið fer fram PubQuiz, eða BarSvar í KA-heimilinu. Herlegheitin hefjast kl. 20:30. Það eru 2 saman í liði og kostar 1500kr fyrir liðið að vera með. Veitingar á góðu verði til sölu á meðan BarSvari stendur.

Menningar og viðurkenningarsjóður KEA - styrkur

Föstudaginn 1. desember tóku meðlimir úr Stjórn á móti styrk úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA.

FIMAK verður Fimleikadeild KA

FIMAK verður Fimleikadeild KA Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum. FIMAK verður lagt niður í núverandi mynd og færist starfsemi þess undir KA sem fimleikadeild félagsins. KA tekur formlega við allri starfsemi FIMAK frá og með deginum í dag, 1. desember.

Jólahappdrætti KA og KA/Þór - dregið 18. des! Frábærir vinningar

Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.910.490 krónur