Fréttir

Stærsta rekstrarár í sögu KA - 45 milljóna hagnaður

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023

Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur. Thomas þekkir vel til félagsins en hann var áður í þjálfarateymi KA sumarið 2022 og mun hann án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan

Kristín Aðalheiður framlengir um tvö ár

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði

Frábær heimasigur á Fylki (myndaveislur)

KA vann frábæran 4-2 heimasigur á Fylkismönnum í 7. umferð Bestudeildarinnar. Strákarnir fylgdu þar eftir góðum sigri á Vestra í bikarnum á dögunum og klárt að liðið er búið að finna taktinn og bjóða þeir Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson upp á myndaveislur frá leiknum

Leikjaskóli KA sumarið 2024 | Breytt snið

KA verður með hinn sívinsæla Leikjaskóla sumarið 2024. Sömuleiðis verður fimleikadeild KA með leikjaskóla í Giljaskóla! Fleiri upplýsingar í meðfylgjandi frétt

Myndaveislur er KA fór áfram í bikarnum

KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sannfærandi 3-1 heimasigri á liði Vestra í landsbyggðarslag á Greifavellinum. KA liðið lék einn sinn besta leik í sumar og eru strákarnir nú þriðja árið í röð komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar

Hugi Elmarsson framlengir um tvö ár

Hugi Elmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Hugi sem er 18 ára gamall er afar efnilegur vinstri hornamaður sem hefur verið að vinna sér inn stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA

Leikjaskóli FIM.KA sumarið 2025

Sumaræfingar handboltans hefjast 5. júní

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2008-2015 í júní. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla

Nýr styrktaraðili

Fimleikadeild KA og Artis tannlæknastofa hafa gert með sér styrktarsamning til eins árs. Við þökkum Artis kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir deildina gríðarlegu máli og mun koma sér vel, takk!