Fréttir

Viktor og Þorsteinn lokið keppni í Króatíu

KA átti þrjá fulltrúa á Evr­ópu­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um í Velika Gorija í Króa­tíu sem lauk í vikunni. Áður sögðum við frá árangri Drífu Ríkharðsdóttur en næstir á sjónarsviðið voru þeir Viktor Samúelsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.

Ingimar og Nóel í eldlínunni með U20

KA átti tvo fulltrúa í U20 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék tvo æfingaleiki við Ungverja á dögunum en báðir leikir fóru fram í Ungverjalandi. Þetta eru þeir Ingimar Torbjörnsson Stöle og Nóel Atli Arnórsson

Dagur Árni framlengir um tvö ár

Dagur Árni Heimisson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026. Það eru frábærar fréttir að Dagur Árni hafi skrifaði undir nýjan samning enda einn allra efnilegasti handboltamaður landsins

Ívar Örn framlengir út 2026!

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2026. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í Bestudeildarliði KA undanfarin ár

Arnór Ísak framlengir um tvö ár

Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Arnór sem er 21 árs gamall leikstjórnandi er uppalinn hjá KA og má með sanni segja að hann lifi fyrir KA

Bjarni Ófeigur til liðs við KA!

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA og ljóst að gríðarlegur liðsstyrkur er væntanlegur fyrir komandi tímabil. Bjarni sem er 25 ára gamall leikur í vinstri skyttu og er auk þess afar öflugur varnarmaður

Fyrsta Evrópumót Drífu

Áfram berast fréttir frá Lyftingadeild KA en Drífa Ríkharðsdóttir keppti á sínu fyrsta Evrópumóti í vikunni en Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–17. mars í Velika Gorija í Króatíu. Alls eru 214 keppendum á mótinu frá 29 löndum.

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili. Örnu Valgerði Erlingsdóttur eru þökkuðvel unnin störf.

Magnús Dagur framlengir um þrjú ár

Magnús Dagur Jónatansson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Magnús sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA

Nóel Atli spilaði fyrsta leikinn fyrir Álaborg

Nóel Atli Arnórsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með liði Álaborg í gær er Álaborg vann 4-3 sigur á Vendsyssel í toppslag í næstefstu deild í Danmörku. Er þetta afar flott skref hjá Nóel en hann er aðeins 17 ára gamall en með sigrinum fór Álaborg á topp deildarinnar