Fréttir

KA vann frábæran sigur á Húsavík

Það var sannkallaður nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar en lið Völsungs hefur verið á miklu skriði undanfarið og sat í 3. sætinu, leikurinn var því ansi mikilvægur í toppbaráttunni og ljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn

KA jakkar til sölu á ótrúlegu verði

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og Toppmenn og Sport eru nú með flotta Diadora KA jakka til sölu á ótrúlegu verði eða 3.990 krónur. Þetta eru sömu jakkar og fylgdu með æfingagjöldum um árið og því er takmarkað magn í boði

Karaktersstig í Garðabænum hjá KA/Þór

Það var ansi mikilvægur leikur hjá KA/Þór í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Um var að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik en liðin voru í 5. og 6. sæti deildarinnar og munaði einungis tveimur stigum á þeim

Ísland - Makedónía í KA-Heimilinu

Það stefnir í hreinan úrslitaleik á fimmtudaginn á milli Íslands og Makedóníu um sæti í næstu umferð á HM í handbolta. Af því tilefni bjóðum við ykkur að horfa á leikinn með okkur á tjaldi í KA-Heimilinu

Stjarnan - KA/Þór í kvöld!

Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór sækir Stjörnustúlkur heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn er KA/Þór í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Garðbæingar eru í 6. sætinu með 8 stig. Þetta er því klár fjögurra stiga leikur og geta stelpurnar með sigri að miklu leiti sagt skilið við botnbaráttuna

Tveir sigrar um helgina hjá KA-U

Ungmennalið KA í handbolta lék sína fyrstu leiki á nýju ári þegar liðið hélt suður og lék gegn ungmennaliðum ÍR og Selfoss. Strákarnir eru í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér upp í Grill-66 deildina að ári og því ljóst að leikir helgarinnar væru gríðarlega mikilvægir

Sandra María til Bayer Leverkusen

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu er nú genginn til liðs við Þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta er frábært skref fyrir Söndru sem hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Þórs/KA frá árinu 2011 og var hún meðal annars valin besti leikmaður Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili

5.-6. deild kvenna í KA-Heimilinu um helgina

Það verður heldur betur blakveisla í KA-Heimilinu um helgina þegar bæði verður keppt í 5. og 6. deild kvenna. Þetta er önnur túrnering vetrarins í þessum deildum en KA-Freyjur leika í 5. deildinni og hafa þær unnið einn leik af fyrstu fjórum. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að leggja leið sína í KA-Heimilið um helgina en leikjaplön deildanna má sjá hér fyrir neðan

Æfing 3.-4. flokks færð í Naustaskóla

Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar

Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda