Fréttir

Fram of stór biti fyrir KA/Þór

KA/Þór sótti Íslandsmeistara Fram heim í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var vitað að verkefnið væri ansi krefjandi þó stelpurnar hefðu borið sigur af hólmi í fyrri leik liðanna í vetur. Leikur kvöldsins var lokaleikurinn í annarri umferð deildarinnar og verður þriðju og síðustu umferðinni raðað upp í kjölfarið

Dregið í Kjörísbikarnum í blaki

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blaki. Bæði lið KA voru að sjálfsögðu í pottinum en karlalið KA er eins og flestir vita ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið bikarkeppnina þrisvar á síðustu fjórum árum

Þorrablót KA haldið 16. febrúar

Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu laugardaginn 16. febrúar þegar Þorrablót KA fer fram. Þorrablót félagsins hafa vakið gríðarlega lukku undanfarin ár og lofum við skemmtilegri dagskrá og miklu fjöri eins og alltaf

KA/Þór sækir Fram heim í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Íslandsmeistara Fram heim í kvöld klukkan 19:00. Þetta er síðasti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en leikin er þreföld umferð og verður leikjaplan þriðju umferðar raðað upp eftir úrslit kvöldsins

Strákarnir í 3. flokki með flottan sigur

Strákarnir í A-liði 3. flokks karla í handboltanum unnu í gær sinn fyrsta leik í vetur en þeir keppa í efstu deild. Mikill stígandi hefur verið í leik liðsins í vetur og í gær kom fyrsti sigurinn og það gegn öflugu liði ÍR en fyrir leikinn voru þeir með 1 stig eftir jafntefli gegn Þór fyrr í vetur

Áfram fullt hús í Kjarnafæðismótinu

KA tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Kjarnafæðismótinu í dag en leikurinn var næstsíðasti leikur liðanna í mótinu. Fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga og markatöluna 22-0 en þurfti á sigri að halda til að fara upp fyrir Þór sem hafði leikið einum leik meira og var stigi fyrir ofan liðið

Sannfærandi 0-3 sigur á Þrótti Reykjavík

Kvennalið KA í blaki lék í dag lokaleik sinn fyrir NEVZA Evrópukeppnina þegar liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Mizunodeildinni. Fyrr um helgina hafði liðið unnið góða sigra á Álftanesi og Álftanesi 2 en KA og HK eru í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og mátti okkar lið alls ekki misstíga sig í leik dagsins

Annar 0-3 sigur og stelpurnar áfram í bikarnum

Annan daginn í röð voru leikir hjá karla- og kvennaliðum okkar í blaki á Álftanesi. Karlaliðið mætti heimamönnum aftur í Mizunodeildinni en kvennaliðið okkar mætti Álftanesi 2 í Kjörísbikarnum. Bæði lið unnu 0-3 sigra í gær og mátti því reikna með áframhaldandi sigurgöngu í dag

Tveir góðir 0-3 sigrar á Álftanesi

Það er töluvert álag á blakliðum KA þessa dagana en bæði karla- og kvennalið KA eru á toppi Mizunodeildanna og eru að fara í gegnum strembið leikjaprógram til að geta komist í NEVZA Evrópukeppnina í byrjun febrúar. Í kvöld sóttu bæði lið Álftanes heim og máttu hvorugt við því að misstíga sig

Torfi Tímoteus á láni til KA

Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild KA og mun því leika með liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Torfi, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril og þekkir hann því ansi vel að klæðast gulu og bláu