Fréttir

Annar 0-3 sigur og stelpurnar áfram í bikarnum

Annan daginn í röð voru leikir hjá karla- og kvennaliðum okkar í blaki á Álftanesi. Karlaliðið mætti heimamönnum aftur í Mizunodeildinni en kvennaliðið okkar mætti Álftanesi 2 í Kjörísbikarnum. Bæði lið unnu 0-3 sigra í gær og mátti því reikna með áframhaldandi sigurgöngu í dag

Tveir góðir 0-3 sigrar á Álftanesi

Það er töluvert álag á blakliðum KA þessa dagana en bæði karla- og kvennalið KA eru á toppi Mizunodeildanna og eru að fara í gegnum strembið leikjaprógram til að geta komist í NEVZA Evrópukeppnina í byrjun febrúar. Í kvöld sóttu bæði lið Álftanes heim og máttu hvorugt við því að misstíga sig

Torfi Tímoteus á láni til KA

Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild KA og mun því leika með liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Torfi, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril og þekkir hann því ansi vel að klæðast gulu og bláu

Sigur á Akureyri, styttist í Olís deildina

Það er farið að styttast í að baráttan í Olís deild karla í handboltanum hefjist að nýju eftir HM hlé en KA leikur fyrsta leik sinn eftir hlé sunnudaginn 3. febrúar þegar liðið tekur á móti Fram. Það er gríðarlega mikið undir í leiknum en Fram er í fallsæti aðeins þremur stigum á eftir okkar liði þegar 9 umferðir eru eftir í deildinni

Stór blakhelgi fyrir sunnan hjá báðum liðum

Karla- og kvennalið KA í blaki leika bæði fyrir sunnan um helgina, karlarnir leika tvo leiki en konurnar leika þrjá leiki. Stutt er síðan bæði lið léku toppslagi gegn HK og því töluvert álag á leikmönnum þessa dagana en þetta verða síðustu leikir liðanna fyrir NEVZA Evrópukeppnina sem liðin taka þátt í á næstunni í Danmörku

KA mætir Leikni F. á sunnudag

KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Boganum sunnudag kl. 14:15 í Kjarnafæðismótinu. KA liðið hefur leikið gríðarlega vel á mótinu og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 22-0. Liðið hefur unnið stóra sigra á Völsung, KA2 og nú síðast Magna

Tíu frá júdódeild á Reykjavik International Games

Á laugardaginn mun tíu manna hópur keppa fyrir hönd KA á RIG eða Reykjavik International Games. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár er met þátttaka erlendra keppenda í júdó og hefur þátttaka þeirra verið að aukast með árunum og verða þeir nú um 50. Sýnt verður frá bronsglímum og úrslitaglímum á RÚV og hefst útsending klukkan 14:30 á laugardaginn.

Komdu í blak, frítt að prófa!

Blakdeild KA er með öflugt og metnaðarfullt starf hvort sem er í meistaraflokki eða yngri flokkum bæði hjá strákum og stelpum. Blak er ákaflega skemmtileg íþrótt sem er ansi frábrugðin öðrum greinum og viljum við benda ungum iðkendum á að frítt er að koma og prófa blak hjá KA

KA U vann grannaslaginn

Það var ansi mikið undir er ungmennalið KA tók á móti nágrönnum sínum í ungmennaliði Akureyrar. Ekki nóg með að montrétturinn í bænum væri í húfi þá eru bæði lið í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér sæti í Grill-66 deildinni á næsta ári. KA var dæmdur 10-0 sigur í fyrri leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns hjá Akureyri og bæði lið áköf í að sýna hvort liðið væri betra í 60 mínútna leik

Mikilvægur sigur KA/Þór í slag nýliðanna

KA/Þór tók á móti HK í uppgjöri nýliðanna í Olís deild kvenna í kvöld. Leikurinn var skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn var HK í 7. sætinu með 7 stig en KA/Þór í 5. sæti með 11 stig. Liðið sem endar í 7. sæti þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni og mikilvægt að sleppa við það